Vikan


Vikan - 04.08.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 04.08.1960, Blaðsíða 33
ÓÞARFLEGA GÓÐ FJARVISTAR- SÖNNUN. — Já, það er að visu rétt, en sú misklíð var úr sögunni fyrir löngu og við orðnir mestu mátar aftur. —• Það er ekki þannig, að það skipti svo miklu, — þvi að eftir nokkra daga verður hann sjálfur til að skýra frá þessu. Því, að hárin geti risið á höfði manns, hef ég aldrei viljað trúa, en nú fann ég, að hárin risu á sjálfum mér. — En . . . en, hann er dauður! Þér sögðuð það sjáifur, að hann væri dauður, hrópaði ég. — Ég sagði, að hann hefði verið stunginn með hnifi. Hann liafði ekki legið lengi á gólfinu, áður en skrifstofustúlkan uppgötvaði hann og lét kalla í lögregluna og hringja á sjúkrahús. Hann fékk blóðgjöf. Að vísu fékk hann taugaáfall, en eftir nokkra daga . . . Það var öllu lokið. Ég sá í einu vetfangi fortíð mina og fannst ég heyra orð gamla kennarans míns: — Bara, að það fari ekki einhvern tíma illa fyrir þér, William, þú ert svo illa innrættur. — Og svo heyrði ég orð fyrsta yfirmanns míns: — Ef það væri ekki vegna móður 'þinnar ,mundi þér verða sparkað. — Það var, þegar ég „fékk lánað“ úr kassanum. — Þú ert glataður, þú getur al- veg eins játað strax, sagði einhver rödd innra með mér. Og ég játaði. Játningin var skrifuð og undir- rituð af mér, þegar síminn hringdi. - Jú, hann hefur játað . . . Grunsemdir okkar vöknuðu, þegar við fundum meðalaflösku í bað- inu, sagði sá, sem svaraði. Hún var með miða, sem á var skráð, að hún væri frá í dag. Flaskan var tóm, og l>ar sem lióstasaftslykt var upp úr vaskinum, lögðum við s:un- an tvo og tvo. Krufning! Nei, þess gerist ekki þörf, málið liggur ljóst fyrir. — Krufning! æ]Dti ég upp. —- Hann er þá dauður eftir allt saman? — Druður, endurtók lögreglu- maðurinn, — já, dauður e.ns og sieinn! Og liann var þegar dauð- ur, er þér laumuí.uzt út uin dyrn- ar á skrifstofunni. Fj rvisarsönnun getur verið grunsamlega góð. Hið eina, sem ])ér geymduð og reið baggamuninn var, að þér höfð- uð tekið inn heila flösku af liósta- saft frá kluklcan þrjú þar til núna og voruð enn jafnhás. Þetta hlaut að vekja grun. Yðar morð varð ekki heldur fullkomið ... ★ Pils á 2—3 ára Framhald af hls. 17. * prj. 11 1. sl., takið 1 1. óprjón- aða, prjónið 2 1. saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prj. 10 umf. sl. * endurtákið frá * til * umf. á enda. -— Prjónið 9 umf. án úrtöku. — Næsta umferð: * prj. 10 1. sl., takið 1 1. óprj., prj. 2 1. sin, steypið óprj. 1. yfir, prj. 9 1. sl. * endurtakið frá * til * umferðina á enda. •—• Prjónið 9 umf. án úr- töku. — Næsta umferð: * prj. 9 1. sh, takið 1 1. óprj., prj. 2 1. sm., steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prj. 8 h sh, endurtakið frá * til * umferðina á enda. — Prjónið 9 um- ferðir án úrtöku. Næsta um- ferð: * prj. 8 1. sl., takið 1 1. óprj., prjónið 2 1. sm., steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prj. 7 I. st., endur- takið frá * til * umferðina á enda. Nú eru 288 I. á prjóninum, sem prjónast án úrtöku, þar til um 23 sm. mælast frá innafbroti að neðan. Takið nú prjóna nr. 2, og prjónið brugðning (1 1. sl. og 1 1. br.) 1 fyrstu umferð er tekið úr með jöfnu millibili, þar til lykkj- urnar verða 158. Prjónið- 4 sm., — fellið af. Axlabönd: Fitjið upp 15 h með gráu garni á prjóna nr. 2, og prjón- ið brugðning (1 1. sl. og 1 1. hr.) Prjónið 35 sm., og fellið af. Prj. annað rxlarhand eins. Saumið nú mynzturbekkinn eftir inynztrinu með prjónaspori með rauðu garni í gráa prjónið og gráu garni í rauða prjónið. Pressið lauslega yfir pilsið frá röngu að undanskildu því, sem prjónað er með Lrugðning. Brjótið um garðinn neðan á pils- inu, og leggið niður við með ós;, nilegu faldspo; i. Saumið axlahönom föst \ið pils- ið að frnman, leggid þau siðan á vixl, og sauniið eða he.Jið 2 hneppslur á þau. Festið á pilsið 2 tölur á samsvar. ndi stað. ★ Kröggur í vetrarferðum Framhald af bls. 18. snjóþyngsli eru. Þá er það oft einna verst. — Ég hef orðið var við það, að þið mjólkurbílsstjórarnir eruð oft beðnir að annast ýmsar útrétting- ur fyrir fólk, lil dæmis að fara i banka og taka út peninga og jafn- vel að kaupa hluti hjá keppinaut- um þeirra fyrirtsékja, sem þið vinnið fyrir. — Já, það er rétt, — það er ekki tekið vel upp, ef maður er ólið- legur með slikt. Það fer oft langur timi í að eltast við útréttingar. — Ertu þreyttur eftir dagsverk- ið? —• Onei, ekki ef allt gengur að óskum og færðin er góð. .. Þið byrjið fyrir allar aldir á morgnana. —■ Við leggjum af stað hálfsjö á sumrin og sjö á veturna. Það er rokna fótaferð. Maður verður að rumska klukkan sex. Svo eigum við að vinna átta og hálfan tíma, og það, sem fram yfir er, fáum við borgað sem aukavinnu. — Sumir eru eingöngu í afleys- ingum og aðrir á sömu leiðunum. Hvort finnst þér skemmtilegra? — Ég fyrir mitt leyti vil fremur fara á sömu slóðirnar. Maður kynn- ist þá fóllcinu betur. Það er líka öllu betra að fara eina langa leið en tvær styttri, því að hleðslan er þá helmingi rninni. ~ Þið flytjið fóðurbæti ókeypis fyrir kaupfélagið. Þeim er citthvað illa við það sumum. Ilvað finnst þér um jiað? Nei, karlinn, enga pólitik hér í þetta viðtal, — þá er ég farinn. Lausn á Hve glöggur ertu? .. . af hls. 26. Á neðri myndinni hafa orðið eftir- farandi breytingar. 1. Fóturinn, sem spegillinn stendur á, hefur breikkað. 2. Hælarnir á skóm konunnar eru orðnir eins. — Ég sagði, hættu nú þessu mali, svo ég heyri eitthvað í fossinum. ... 3 hjörtu. 3. Fóturinn á hattastatifinu er orð- inn þríhyrndur. 4. Biginmaðurinn hefur lagt hægri höndina yfir þá vinstrl. 5. Neðri endinn á staf eiginmannsins sést. 6. Hatturinn yfir höfði hans er kom- inn með band. 7. Glampinn í pípuhattinum hefur snúizt. Konur eru bráðhættulegar Framhald af hls. 13. Og þú kannt vel við konur eins og þær cru nú á tínium, — alls staðar og í öllu? Já, um að gera að lofa konum að reyna allt, þá finna þær líka, hvar þær eiga bezt heima, en silja ekki og gera sig óánægðar með sinn hlut. Ég er fylgjandi þvi að hafa sem mest frjálsræði alls staöar, það leiðir til meiri friðar. Ilvað gerir þú yfirleltt í tómstundum þin- um? Mér finnst gaman að íþróttum, sérstaklega að fara á skíðum og synda. Og svo vil ég skemmta mér, fara út að dansa og svoleiðis. Satt að segja get ég ekki verið án þess að gera eilthvað. Hvaða álit hefurðu á „sjoppum"? Þær eru að vísu óhjákvæmilegar, en allt of margar. Unglingarnir eru bókstaflega beðnir um að lianga á „sjoppum". En ég held, að sjoppurnar geri minna úr mörgum piltinum, þ. e. a. s. að margt farist fyrir, sem annars hefði verið gert. llvað ertu að hugsa um að gera í kvöld? Eg ætla að fara að smíða „kajak“ með vini mínum, en við ætlum að nota hann cinhvcrn tíma í sumar. Einmitt, segjum við undrandi, en spyrjum síðan: Ilvað mundir þú gera, el' þér byðust nægir peningar og þú gætir gert við þá, hvað sem þú vildir? Ég ætti eiginlega að liafna því, en ég býst við, að ég sé ekki nógu þroskaður til þcss, og það er náttúrlega enginn, svo að ég mundi segja já, takk — og eyða öllu i óhóf. Seg'ðu okkur svo að endingu, Tryggvi: Trú- irðu á guð? Ja, ég trúi á manninn, hið góða í mannin- um. Það er hverjum manni nauðsynlegt að trúa á eitthvað, og ef hann hefur fundið sér það og er ánægður með jiað, er allt í lagi. Pósturinn Framhald af bls. 3. framlag sitt til þeirra og búa þeim enn betri kjör til að iðka íþrótt sína, en þó fyrst og fremst að búa svo um hnútana, að þeir þurfi ekki að vera bundnir skyldustörfum sem tefja fyrir þjálfuninni. Þeir leggja á sig mikið erfiði fyrir þjóðina, og þjóðinni ber skylda til að sýna það í verki, að hún kunni að meta það. Virðingarfyllst. Knattspyrnumaður. Svo mörg eru þau orð. Við höfum þar litlu við að bæta, því að vafalaust er þetta bæði satt og rétt. En þó að við eigum knattspyrnu- mönnum vorum mikið upp að unna, eru þeir ekki hafnir yfir alla gagnrýni, frekar en aðr- ir. Svo má taka það fram, að ekki er öll landkynning jafn góð, og vafasamt hvort frægð að endemum kemur að nokkru gagni, fyrir okkur. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.