Vikan


Vikan - 04.08.1960, Blaðsíða 24

Vikan - 04.08.1960, Blaðsíða 24
HLJÓMPLÖTUR Á MARKAÐNUM ^kktítm kfit En sá dóni! Hann dregur ekki einu sinni gluggatjöldin fyrir þegar hann fer í baö. „Lœknirinn minn sagSi mér, aö ég ætti helzt ekki að spila golf.“ „Þetta var ég búinn að segja þér fyrir löngu siðan." Reykjavík 27. júlí 1960. Kæra Vika. Við unga fólkið höfum alltaf haft ánægju af að lesa Vikuna. Efni blaðsins hefur yfirleitt verið „uppbyggilegra" heldur en flestra annarra biaða hér og ekki skemmir, þegar nú er kominn ný síða eða opna í blaðinu sem er ætluð unga fólkinu sérstaklega, „Einkum fyrir unglingana". En þetta unglingaefni finnst mér vera alltof einhliða. Það er alveg eins og unglingar nú til dags hugsi ekki „Murtan" nefnist skútulíkan, sem nú er fáanlegt 'ósamsett, ásamt smiðateikningum og leiðbeining- um. Þetta er „kappsiglingaskúta", einmöstruð með blýkjöl og hásigld mjög. Efniviðurinn er kross- viður, tilsniðinn að miklu leýti. Samsetningin þarf talsverðrar nákvæmni við, en þó ekki meiri en svo að hver lagvirkur dregur ætti að geta leyst það viðfangsefni vel af hendi. Og eflaust fer „Murtan“ vel í sjó; blýkjölurinn gerir hana stöðuga þótt hún :sé hásigld. og þarf ekki að efast um að hún skríði drjúgan í .sæmilegu leiði. Flestir drengir hafa gaman af að smíða báta og sigla þeim, og þarna fá þeir tækifæri til hvortveggja. Þess verður því vafalaust ekki langt að bíða, að „Murtan" sjáist víða á skriði á tjörnum og pollum, í blíðum byr undir björtum seglum . . . Kæra Vika. Okkur langar til að biðja þið að birta myndir af uppáhaldsleikurunum okkar, Tony Curtis og Rock Hudson og utanáskrift þeirra. Með fyrir- fram þökk, Stína og Eýgló. um neitt annað en létta músík, jazzleikara og dægurlagasöngvara, því þetta unglingaefni saman- stendur mest megnis af þessu háttar klausum. Ég þykist vita, að ykkur gengur allt gott til með þessu, og viðleitnin er auðvitað virðingarverð, en það eru mörg atriði önnur en jazz og „djamm“, sem við koma þessum svokallaða spillta ungdómi nú til dags. Hvað segið þið t. d. um íþróttaþætti, viðtöl við efnilega námsmenn, kynningu á hinum ým§u atvinnugreinum landsmanna og störfum, og margt fleira. Og ef um músík er að ræða, að láta sigilda tónlist ekki verða útundan. Ég er ef til of harðorður i ykkar garð og ég veit að hér er uppfullt af alls konar tímaritum, sem nær eingöngu birta lesefni, sem ekki er siðuðu fólki samboðið að lita við, en þvi aðeins skrifa ég þetta bréf, að ég álít, að Vikan, og reyndar tvö eða þrjú önnur blöð, sé i sérflokki, hvað gott efni snertir, og vill gera allt sem hægt er til þess að gera lesendum sinum sem mest til hæfis. Og ég efast ekki um að þið takið fegins hendi allri gagn- rýni, svo framarlega sem hún er sanngjörn og takið til greina óskir lesenda, eftir því sem við verður komið. Með fyrirfram þökk fyrir verðandi úrbætur. Stefán Kristinsson. Til er máltæki sem segir: öll byrjun er erfið og það gildir einnig í skákinni. Um skákbyrjanir hafa verið skrifaðar margar bækur og svo verður eflaust ennþá gert um mörg ókomin ár, því alltaf eru menn að finna upp ný varnarkerfi við hinum ýmsu byrjunum og þá leiðir það af sjálfu sér að þá verður einnig að finna upp nýjar byrjanir þegar hinar gömlu eru hættar að duga. E’ins og að líkum lætur er það mjög þýðingarmikið að geta byrjað skák sína vel, kunna að staðsetja menn sína á sem bezta staði, byggja vel upp eins og kallað er, búa sig sem bezt undir væntanleg átök. Þegar t. d. kóngspeði er leikið fram um tvo reiti, e2—e4, þá opnar það leið fyrir bæði biskup og drottningu og segjum svo að svartur svari alveg eins, e7—e5. Hvað er þá bezta svarið hjá hvítum? Rf3 er bezt, því þá hótar hv. að drepa peðið á e5 og það er mjög mikilsvert að geta hótað einhverju á raunhæfan hátt. Ekki borgar sig t. d. að leika Ddl—h5 og hóta þannig peðinu, því þá valdar sv. peðið fyrst með Rb8—c6 og leikur síðan hinum riddaranum, Rg8—f6, hótar drottningunni og hún verður að hörfa og er bezt geymd heima hjá sér. Allt drottn- ingarflan í byrjun skákar borgar sig aldrei. Nú skulum við sjá hve illa getur farið, þegar ekki eru leiknir beztu svarleikir: 1. e2—elf e7—e5 2. Rgl—/3 /6 ?? (Svartur vald- ar peðið sitt á rangan hátt. Hann á að valda það með riddaranum sínum, Rb8—c6) 3. RfSxe5 ! (Hvítur sér strax veiluna og ræðst þegar til at- lögu, fórnar manni fyrir árásarmöguleika). 3. — f6xe5 Jf. Ddl—h5 t Ke8—e7 (Ef 4,—g7—g6, þá 5. Dh5xe5 f og síðan DxHh8) 5. Dli5xe5 f Ke~l—/7 6. Bfl—clf f Kf7—g6 7. De5—f5 f Kg6—h6 8. d2—dlf f g7—g5 9. h2- hlf ! Kh6—g7 10. Df5—/7 t Kgl—U6 11. hlfXg5 tt mát. DÆGURLOG Ævisaga Gittu Hænn- ing er aðeins þrettán ára löng — en hvílík þrettán ár. Frá því að hún var smábarn, hefur hún raulað vis- urnar með pabba sín- um, þegar hann var að æfa, og síðan á átt- unda afmælisdaginn sinn hefur hún lifað það, sem alla unglinga dreymir um: Verða fræg, koma fram i út- varpi og sjónvarpi og syngja inn á hljóm- .plötur. Næsta vetur sjáum við Gittu von- andi á kvikmyndatjaldinu í nýrri þýzkri kvikmynd, „Schlagerparade 1960", en þar leikur hún eitt aðalhlutverkið. Gitta hefur dvalið i Miinchen s.l. vetur við töku myndarinnar og er henni spáð glæsilegri framtíð sem kvikmyndaleikkonu. 1 kvik- myndinni „Schlagerparade 1960" koma fram auk Gittu margir þýzkir listamenn og konur ásamt þeim Nínu og Friðrik og Vivi Bak hinni dönsku. BRÉF FÖNDUR Svipmynd úr amerísku alþýðuóperunni Porgy and Bess eftir George Gerswin •— fjögur lög, Summertime, It Aint Necessarily So, sungin af Lenu Horne og A Women is a Sometimes Thing, Bess Oh Wheres my Bess, sungin af Harry Bela- fonte. George Gerswin, sem er eitt vinsælasta tón- skáld Ameríku, samdi Porgy and Bess á árunum 1933—34, og má segja, að þessi sérstæða ópera hafi verið sýnd á leiksviðum víðs vegar um heim nær óslitið síðan. BRÉFAVIÐSKIPTI Olga Björnsdóttir, Ekru, við pilt eða stúlku 14—15 ára og Kristín Hreggviðsdóttir, Hruna, pilt eða stúlku 15—16 ára. Báðar á Eskifirði. William Martin, 19 ára, Box 100, Group 3, R.R. 1, Winnipeg, Manitoba, Canada, óskar eftir bréfaviðskiptum við pilta og stúlkur. Reynold Ray Organ, 19 ára, 21229 Bloomfield Ave., Hawaiian Gardens, California, USA, við pilta og stúlkur. Erla Hafliða- dóttir, Ögri, N.-ls„ vdð pilta eða stúlkur 19—20 ára. Vigdis Heggvin, Box 10, Saudasjöen, Ryfylke, Norge, við pilta og stúlkur 17—22 ára. 24 V I K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.