Vikan


Vikan - 04.08.1960, Blaðsíða 25

Vikan - 04.08.1960, Blaðsíða 25
TEXTINN Hér birtum við texta, sem Haukur Morthens syngur á nýrri hljómplötu, sem bráðlega kemur á markaðinn. Hljómsveit Jörn Grauengárds að- stoðar Hauk á plötunni, en lagið er gamalt islenzkt revíulag. Gústi í Hruna Hann Gústi i Hruna með harmonikuna hann var sem funi sá sveinn. Hann spilaði valsa með spriklandi galsa og í splœs var hann alls ekki seinn. Og enga ég veit um þar vestur i sveitum, sem vildi honum neita um dans. Þær unnu honum einum, þó oft væri í meinum og læddust í leynum til hans. Það var karl, sem kunni að kyssa, drekka og slást, klammeri hann kom af stað, hvar, sem hægt var að uppdrífa það. Það var karl, sem kunni að kyssa, drekka og slást. Enda sagði hann það oft: Það er ánægja min, ástir, slagsmál og vin. (Endurprentun bönnuð). Mijanou Bardot, syst- „ ir hinnar þekktu Bri- gitte, hefur ávallt þótt alger andstæða systur sinar, látlaus, hæ- versk og hlédræg, næstum því feimin. Hún hefur látið hafa það eftir sér, að hún hafi ekki minnsta á- huga á að komast að í kvikmyndum, en nú nýlega kom það í ljós, að hún brennur í skinninu eftir að verða kvikmyndaleik- kona — og eins fræg eins og stóra systir. Hinn kunni ameríski kvik- myndaframleiðandi, Albert G. Zugsmith, hafði fengið þá hugmynd, að hann gæti grætt offjár á því að láta Mijanou leika í kvikmynd -— aðeins vegna Bardot-nafnsins. Hann lét taka nokkrar reynslumyndir af Mijanou í París, sem ekki að- eins sýndu, að hún kunni að haga sér fyrir fram- an myndavélina, heldur lika að hún bar ensku setningarnar fram hárrétt. Zugsmith varð óður og uppvægur, sendi tilboð til Mijanou og bauð henni hlutverk í nýjustu mynd sinni, Seocpot poes to College. Og hann neri saman höndunum, er hann hugsaði um alla þá peninga sem Mijanou myndi veiða i kassann. Mijanou pakkaði niður og flaug vestur í snatri. En er hún kom til Hollywood, dundi reiðarslagið yfir. Það kom nefnilega í ljós, að ungfrú Bardot kunni ekki stakt orð í ensku — ekki eitt einasta orð! Setningarnar í reynslumyndinni hafði hún einfaldlega lært utanbókar. Zugsmith, sem hefur orð á sér fyrir að vera nokkuð skapbráður, sleppti sér alveg og rak Mijanou öfuga út. Hann öskraði upp, að hann hafi verið herfilega svikinn og það rnundi hann aldrei fyrirgefa. En Mijanou Bardot var ekki alveg á því að fara heim aftur — loksins þegar hún hafði nú komizt til kvikmyndaborgarinnar. Nú les hún dag og nótt og lærir ensku af miklum dugnaði. Og nýjustu fregnir herma, að nú hafi henni verið boðið aö koma fram í sjónvarpi — og kvikmynda- hlutverk hjá Paramount-félaginu. 1 iiolly<vooii haía menn fumliö upp á nýj- um sarakyœmiHloik. Er hann fálginn í því ab einliver Xoikarinn þindur fyrir augun á eár.snýr sár noltkra liringi og f»r svo kossa frá 6 diímura t saralcv./rainu .Og svo á hann a& gota upp á því, hverri þoirra hann hefur aldrei veriö icvænturi — Heldurðu að það geti verið benzínstífla, Jónsi, Það er nú kannski að bera í bakka- fullan lækinn, að koma hér með leið- beiningar og áminningar varðandi um- ferðina og gætilegri akstur, en aldrei er góð vísa of oft kveðin. Nú í sumar, er ykkur langar til að skreppa eitthvert út úr bænum um helgi eða í sumarfríinu, fáið þið ef til vill lánaðan bílinn hans pabba eða þið eigið kannski sjálf bíl eða hafið umráð yfir bíl. En þá skuluð þið ávallt muna eftir því, hvað þið eruð með i höndunum. Bifreið er ekki aðeins þægilegt og gagnlegt farartæki, sem gaman er af að þeyast á um landið, heldur einnig dráps- tæki, lifshættulegt ykkur — en þó fyrst og fremst öðrum, ef ekki er varlega farið. Flest umferöa- slys eru sögð orsakast af of hröðum akstri fram- ar öllu öðru, svo við skulum rifja upp nokkrar greinar úr umferðalögunupi, Þar sem rætt er um ökuhraða. Aðalregla um ökuhraða er í 49. grein, en þar segir: Ökuhraöa skal ávallt miða við gerð og ástand ökutækis, staðhætti, færð, veður og umferð og haga þannig, 'að aksturinn valdi ekki hættu eða ópægindum fyrir aðra vegfarendur né geri þeim óþarfa tálmanir. Hraðinn má aldrei vera meiri en svo, að öku- maður geti haft fullkomna stjórn á ökutæki og stoðvað það á þriðjungi þeirrar vegalengdar, sem auð er og hindrunarlaus framundan og ökumaður hefur útsýn yfir. Til þess að framfylgja þessari reglu þurfa ökumenn að þekkja hemiunarhæfni ökutækisins við mismunandi aðstæður. Sérstaklega er þýðingarmikið, að ökumaður þekki áhrif ökuhraðans á vegalengdina, sem þarf til að stöðva ökutækið. Hver einasti ökumaður verður að hafa það hug- fast, að það líður nokkur tími frá því að hann sér hindrun á akbraut, þangað til hann getur beitt hemlum bifreiðarinnar. Þessi timi, viðbragðstím- inn, er mismunandi hjá fólki, frá % sek. hjú þeim, sem eru mjög viðbragðsfljótir, upp í 1% sek. eða meira. Enn fremur fer bifreiðin verulega vega- lengd frá því- að stigið er á hemla, þar til hún stöðvast, þó að hemlar séu i góðu lagi. Þegar bleyta er á vegum skal aka þannig, að vegfarendur verði ekki fyrir aurslettum að óþörfu. Um ökuhraða gilda ennfremur reglur um há- markshraða. I þéttbýli má eigi aka hraðar en 45 km á klukku- stund. Utan þéttbýlis má eigi aka hraðar en 70 km á klukkustund. ÓSKAMYNDIN ROCK HUDSON er fæddur 17. nóvember 1925 og hét upphaflega Roy Fitzgerald. Var i sjóhernum á árunum 1944 —46, átti i erfiðleikum með að fá atvinnu er heim var komið að lokinni herþjónustunni, og ákvað þá að freista gæfunnar í Hollywood, þó að hann kynni lítið annað en að keyra bíl En duglegur umboðsmaður útvegaði honum strax nokkur smá- hlutverk, jafnhliða því sem Rock gekk á leikskóla. En smám saman vann hann hylli kvikmyndahús- gesta og var treyst fyrir stærri hlutverkum. Var kominn á „toppinn" árið 1952, og hefur síðan leikið aðalhlutverk í fjölmörgum kvikmyndum sem hetja og „sjarmör". Fyrir 10 árum. Þessi mynd birtist á forsíðu Vikunnar fyrir réttum tíu árum og er af skemmti- flokki, sem um þær mundir var á ferð- inni úti á landsbyggð- inni. Þessi hópur, sem nefndi sig Stjörnu- kabarettinn saman- stóð af KK-sextettin- um, Soffm Karlsdótt- ur, gamanvísna- og dægurlagasöngkonu, Núma Þorbergssyni, sem flutti gamanþátt ásamt Sofííu, Ingþóri Haraldssyni, munn- hörpuleikara og Svav- ari Gests, sem var fararstjóri, kynnti skemmtiatriðin og sagði brandara. Auk þess lék Ölafur Pét- ursson einleik á har- moniku og Tríó Úlafs Gauks, Kristján Magn- ússon, Jón Sigurðs- son og Ólafur Gauk- ur, lék og söng. 'oéMHniS' VI K A N 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.