Vikan


Vikan - 08.09.1960, Síða 5

Vikan - 08.09.1960, Síða 5
SINN A NUKU HIVA fögru Marquesaseyjum án árangurs. Franski landstjórinn hafSi séð um leiSangur til nágrannaeyjanna i þeirri von, aS Timau hefSi kannski allt i einu langaS til aS heimsækja vini eSa ættingja þar. Enginn grunur féll á föSur stúlku Timaus, þar sem hann gat sannað, aS hann hafði ekki farið úr þorpinu þá nótt, sem morðið var framið. Ég stóð þvi gagnvart vandamáli, sem átti eftir að taka allan tima minn vikum saman, bæði dag og nótt. Ég lofaði Marquesasbúum ,að ég skyldi kom- ast að þvi, hver hefði drepið Timau. ÞangaS til ég gæti gefið þeim fullnægjandi skýringu á atburðinum, mundu þeir trúa þvi, að Timau hefði verið drepinn af illum öndum. Ég gat lesið hina þöglu spurningu i augum þeirra, þar sem þeir gengu til og frá vinnu: Segðu okkur, hviti maður, hver var það, sem drap Timau? Fortíð þessarar eyjar var jafnrauS og blóð- ug og eldfjallaefnið sem myndaði hana. Mar- quesaseyjar voru mannætueyjar fyrir ekki löngu, — einhverjar hinar siðustu í Pólýnesiu, og íbúarnir á Nuku Hiva voru hinir siðustu, sem loks hættu þessum gamla og blóðuga sið. Það kostaði mörg Iif, blóðuga bardaga og mikil harmkvæli, áður en þeir fengust til að hætta að borða náunga sina, tóku kristna trú og viðurkenndu frönsk yfirráð. Einn til mannætudalsins. Snemma morguns söðlaði ég hest minn og reið af stað. Fyrst lá leið min að morðstaðn- um, en þar var allt svo úttraðkað, að engin spor voru eftir. Ég reið áfram upp eftir daln- um til þess, ef unnt væri, að finna siðasta hvilustað Timaus. Morðinginn hlaut einhvers staðar að hafa losað sig við líkið. En ég fann ekkert og sneri þreyttur og óánægður til baka, og þar að auki sagði leiðsögumaðurinn mér, að eyjarskeggjar hefðu ekki komið til vinnu þann daginn. Það lék enginn efi á þvi, að Timau hafði verið myrtur og að morðinginn var jarðnesk*- ur maður. Ég hóf yfirheyrslur i þorpinu, en gat ekki fundið neinn, sem hefði átt í ein- hverjum útistöðum við hinn unga mann. Hann hafði verið hamingjusamur piltur og ekki orð- ið sér auðveldlega úti um fjandmenn, heldur hið gagnstæða. Hin litla vinkona hans átti held- ur enga vini, sem gátu verið afbríðisamir við Timau. Faðir hennar hafði raunar verið á móti sambandi þeirra, þar sem dóttir hans var ósnortin og Timau þekktur kvennabósi, en að þetta væri ástæða til að myrða, — nei. Nokkrum dögum seinna hitti ég kaupmann frá Hiva Oa, einni af syðri eyjunum i Marqu- esasklasanum. Hann hafði ákveðna hugmynd um morðið: Ef þú gætir fengið nokkra eyjahúa til að fylgja þér til mannætuþorpsins, sagði hann, gætir þú áreiðanlega komizt á slóðina. En hvar er það? spurði ég undrandi. Það er á bak við Taipi-dal. Þar bjó á sinum tima stærsti mannætuættbálkurinn, og það er i öllu falli þess virði að sjá hina gömlu fórnarstalla og ofnana, sem þeir steiktu fórnar- lömb sín á. Þú getur riðið upp dalinn, en þá leið, sem þá er eftir, verður þú að ganga. Þetta er enginn hægðarleikur. Næsta morgun var ég á leið upp yfir óbyggð- irnar. Eftir erfiða ferð var ég kominn svo langt, að ég sá yfir dalinn. Ég sá langt út á haf, og i fjarlægð greindi ég' tindótt fjöllin á Ua Poo gengum sólmóðuna. Ég hélt áfram þrátt fyrir flugurnar og liitann og komst að lokum á hásléttuna fyrir ofan dalinn. Langt til vinstri greindi ég útlinur fjallanna, sem um- lykja Taipi-dalinn, sem vinur minn hafði talað um. Reiðskjóti minn gekk áfram, en virtist allt í einu taugaóstyrkur og það hafði áhrif á mig. Ég hafði haft hugboð um það dálitla stund, að mér væri veitt eftirför, og ég hvatti hestinn. Eftir dálitinn spöl stanzaði ég og hlustaði, en allt var kyrrt. Ékki eitt einasta hljóð benti til, að hætta væri á ferðum, samt var ég hræddur. Framhald á bls. 34. Þetta er Nuku Hiva, hin fagra eyja i Marquesas- eyjaklasanum, en á henni var framið morð, sem varö að útskýra, til þess að þorpsbúar gætu aftur tekið gleði sína. m íSisííí: - ■Œ? ^iiái

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.