Vikan


Vikan - 08.09.1960, Síða 8

Vikan - 08.09.1960, Síða 8
Myndskreyfti maðurínn Framhald af næstu síðu. — Heyrið þér mig nú: Ég hef verið við þetta i þrjátiu ár, og ég hef aldrei séð svona hörundsflúr. Það er að minnsta kosti þumlungur á dýpt. — En ég verða að losna við hana! hrópaði myndskreytti maðurinn. Hörundseyðirinn hristi höfuðið. — Það er aöeins eitt ráð til þess að ná Þessu burt. — Hvað þá? Að skera i brjóstið. Þér verðið ekki langlifur, en myndin hverfur. — Biðið andartak! En hörundseyðirinn var farinn. Eftirvænting sunnudagsgestanna var áberandi. —■ Mikill fjöldi, sagði myndskreytti maðurinn. — En það fær enginn að sjá það, sem hann kom til að sjá, sagði forstjóri skemmtigarðsins. — Þú sýnir þig ekki nema með plástrana. Stuttu kyrr. Mig langar til að sjá hina myndina, þessa á bakinu á þér. Við getum ef til vill afhjúpað hana í stað hinnar. , — Hún sagði, að henni yrði ekki lokið fyrr en eftir svo sem viku. Kerlingin sagði, að myndin væri tfmakorn að mótast. Þegar forstjórinn lyfti einu horninu á hvítum plástrinum heyrðist eins og risp eftir bakinu á myndskreytta manninum. — Hvað sést? spurði myndskreytti maðurinn óþolinmóður og reyndi að horfa aftur fyrir sig. Forstjórinn þrýsti plástrinum á sinn stað. — Þér hafið ekki hagað yður beint skynsamlega. Hvers vegna létuð þér kerlingarnornina fara svona með yður? — Ég vissi ekki, hver hún var. — Hún hefur leikið illilega á yður. Ekkert. — Engin mynd. — Hún mótast von bráðar. Bíðið bara. Hún kemur bráðum í ljós. Forstjórinn hló við. — Jæja. Við sýnum áhorfendum að minnsta kosti hluta af yður. Þeir gengu út, næstum ærðir af hornablæstri. Hann stóð lafhræddur þessa nótt og fálmaði eins og blindur með speglinum. Á illa upplýstu borðinu voru eyðiefni, sýrur, rakhnífur og nokkrar arkir af sandpappir. Hann fór að öllu með gát. Hann baðaði þetta hræði- lega hörundsflúr á brjóstinu á sér og skrapaði með hnífnum. Hann vann að þessu látlaust í eina klukkustund. Hann fann skyndilega, að einhver stóð í dyragættinni bak við hann. Klukkan var þrjú að morgni. Hann fann óljósa öllykt. Hún var kominn heim úr plássinu. Hann heyrði hægan andardrátt hennar. Hann leit ekki við. — Lisabeth? sagði hann. — Eg ráðlegg þér að fjarlægja hana, sagði hún og horfði á hendur hans fitla við sandpappirinn. Hún gekk inn I vagninn. — Ég bað ekki um bessa mvnd. — OJú. Þetta var með ráðum gert. — Nei. ......... — Ég þekki þig, sagði hún. Ég veit, að þú hatar mig. En það er kaups kaups. Ég hatá þig, — ég hef hatað þig lengi. — Láttu mig i friði, sagði hann. — Og þú þurftir að gera mig að athlægi frammi fyrir fjöldanum! — Ég vissi ekki, hvað var undir plástrinum. Hún gekk I kringum borðið með hendurnar á lendunum og talaði við rúmin, veggina, borðið. Hún tæmdi orðaforða sinn. Og hann hugs- aði: Ef til vill vissi ég það? Hvort gerði myndina, ég eða nornin? Hver mótaði hana? Er það í rauninni ósk mín, að hún drepist? Nei. En ... Hann sá konu sina koma nær og nær. Hann sá sinaberar kverkar hennar titra undan óhljóðunum í henni. Þetta og hitt, — allt fann hún að honum! Hann var lygari, svikahrappur, feitur og luralegur letlngi, — krakki. Hélt hann, að hann gæti skákað forstjóranum? Hélt hann, að hann væri grannur eins og sköpunarverk E1 Grecos? Mfchael Angelo, — almáttugur! Hún hneggjaði. Hún lét skína i tennurnar. — Þú færð mig ekki til þess að umgangast mann, sem ég þoli ekki að láta snerta mig með svona slepjukrumlum, sagði hún loks sigri hrósandi. — Lisabeth, sagði hann. — Hættu að Lisabetha mig! öskraði hún. Ég veit, hvað þú ætlaðir þér. Þú hélzt, að myndin mundi hræða mig svo, að ég þyrði ekki að fara frá þér. Ha? — Á laugardaginn kemur, sagði hann, þegar önnur afhjúpunin fer fram, verður þú hreykin af mér. — Hreykin! Þú ert eins og hvalur. Hefurðu nokkurn tíma séð rek- inn hval? —• Lisabeth. — Ég ætla að krefjast skilnaðar. Og ég ætla að giftast manni, ekkl akfeitri kerlingu — annað ertu ekki. Þv ■vt sv'’ *e;tur, að bú ert «rð- inn kynlaus. — Þú getur ekki farið frá mér. — Einmitt? Bíðum bara við. — Ég elska þig, sagði hann. — O.horfðu bara á myndirnar þínar. Hann teygði handlegginn í áttina til hennar. — Burtu með þessar loppur. sagði hún. — Lisabeth. öll augun á líkama hans virtust spúa eldi, ailar nöðrurnar iðuðu, öll kvikindin spúðu eimyrju, öll ginin opnuðust grimmilega. Hann nálg- aðist hana, — ekki sem maður, heldur sem manngrúi. Hann þreif hana, — eins og skepna, sem hrifsar til sín spriklandi bráð. örvæntingin greip hana. Hún barði og klóraði myndina á brjósti hans. — Ég æpi, sagði hún, þegar hún leit í augu hans. — Lisabeth. Hendur hans runnu af öxlum hennar upp á hálsinn. Farðu ekki frá mér. Framh. á bls. 29. s Fyrir skömmu lézt hæsti maður heimsins, Daníel Onwubuta frá Nígeríu, aðeins 30 ára að aldri. Hann var 3,50 metra hár berfættur og svo rammur að afli, að það svaraði alveg til hæðar hans. Hann var sannkallað afbrigði þegar frá fæðingu, því að aðeins tíu ára að aldri mældist hann 1,83 metrar. Fyrir þremur árum réðst hann á grimmt Ijón án þess að hafa annað vopna en berar hend- ur og hryggbraut það. Segja má, að alla ævi hafi hann verið að berjast við sultinn, og nú er hann nýlega dáinn — úr hungri. í smáþorpinu Badiko i Norður-Nigeriu bjuggu rúmlega eitt hundrað menn, og þeir voru allir dauðhræddir. Enginn þorði út fyrir skíðgarðinn umhverfis þorpið, eftir að myrkiu’ var skollið á. Jafnvel um hábjartan dag var það hin mesta lífshætta að yfirgefa það, og var ekki annað fyrirsjáánlegt en að þessi litli hópur manna færist allur af hungri og vatnsskorti. Badiko er 350 kíiómetra fyrir sunnan Kano, höfuðstað Nigeriu, og er næsti nágranni þess þorið Bauchi. Einn dag kom þangað örmagna og sárhungraður sendiboði, er hafði þá sögu að segja, að Badikomenn horfðu nú fram á hungurdauða vegna tveggja mannskæðra ljóna, er færu með drápum í Sarandafjöllum. Engir veiðimenn í Bauchi þorðu að berjast við ljónin. Yar boðberi sendur norður til höfuðborgarinnar Kano, með beiðni um hjálp. Hundrað kilómetrum frá Badiko gisti sendimaðurinn i þorpinu Daraso og sagði þar hópi svertingja frá grimmdaræði ljónanna. Meðal annars kvað hann tólf þorpsbúa hafa misst lifið, er þeir annaðhvort voru á hnotskóg eða i vatnssókn. Þetta var árið 1956. Meðal þeirra sem á hlýddu, var Daniel Onwubuta. Þegar frá- sögnin var á enda, reis þessi fimm álna langi risi á fætur, greip spjót sitt og þrammaði langstigur út úr þorpinu í bjarma morg unsársins. Hann stefndi til Badiko. Þegar þangað kom, skipaði hann þremur yngstu veiðimönn- unum að búast vopnum sinum. Síðan fylgdu þessir fjórir vopn- færu menn kvenfólkinu út úr þorpinu og gættu þess, meðan það sótti vatn og safnaði matarforða. Ekki urðu þeir Ijónanna neitt varir, en sáu hins vegar mikið að nýlegum sporum eftir þau. Þegar búið var að koma mat og drykk inn fyrir stauragirð- inguna, lögðu þeir enn af stað. Er dimma tók, námu þeir staðar hjá vatnspytti einum, sem vitað var, að villidýr notuðu til að slökkva þorsta sinn i. Þar klifu þeir upp i tré og biðu átekta. En þeir þurftu ekki lengi að biða. Jafnskjótt og sólin snerti sjón- deildarhring i vesturátt, heyrðist skrjáfa i greinum runnanna fyrir neðan þá, og tvö fullorðin ljón komu i ljós. Einn veiði- mannann gaf sér ekki tíma til að miða nógu vandlega, heldur skaut spjóti að Ijónunum. Gekk það inn i afturfót annars þeirra, allhátt á iærinu. 1 æsingunni og hrifningunni yfir svo vel heppn- uðu skoti missti veiðimaðurinn jafnvægið og féll niður úr trénu. Félagar hans skutu nú spjótum sinum að hinu ósærða dýri, en gátu ekki komið i veg fyrir, að fyrra Ijónið réðist á þann, sem hrapað hafði niður. Þá skarst tröllið Daníel í leikinn. Lljóni'nu ofarefli. Danie Onwubuta snaraðist niður úr tré þvi, er hann hafði setið i, aðeins örfá skref þaðan , sem negrinn barðist upp á lif og dauða við bálreitt villidýrið. Hann gaf sér ekki tóm til augna- bliks-umhugsunar, en þreif heljartaki i makka ljónsins með HARMSAGA yiKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.