Vikan - 08.09.1960, Qupperneq 24
bkunn wír utqlínqáty
DÆGURLOG
Junior-kvartettinn er
nafn á hljómsveit, sem
sést hefur af og til
í auglýsingum dag-
blaðanna í sumar.
Eins og nafnið bend-
ir til eru ekki neinir
öldungar þarna á
ferðinni, en þeir juni-
orarnir eru aðeins 15
og 16 ára gamlir. Við
lögðum leið okkar í
Ingólfscafé einn
sunnudaginn fyrir
skömmu, er Junior-
kvartettinn var að
hefja þar leik, og tók-
_ um ^f þeim félögum
meðfylgjandi myndir. 'Foringinn reyndist vera
trommuleikarinn, Pétur Gunnarsson að nafni, og
við snúum okkur til hans og spyrjum hvort þeir
strákarnir hafi spilað lengi saman.
— Við byrjuðum að leika saman síðastliðinn
vetur á dansæfingum í Hagaskólanum, en þar voru
tveir af okkur nemendur. Síðan höfum við aðallega
spilað i Skátaheimilinu á skemmtunum, sem
■Æskulýðsráðið hefur haldið þar.
— Þið eruð kannski skátar?
— E’inn af okkur er skáti, píanóleikarinn.
— Þið eruð auðvitað allir í skóla?
— Já, og þess vegna getum við ekki átt mikið
við hljóðfæraleik á veturna. fer í landsprófs-
deild í haust og hef hugsað mér að leggja músík-
ina alveg á hilluna í vetur.
— En ætlar að stunda hljóðfæraleik í fram-
tíðinni?
— Ég hugsa ekki, áreiðanlega ekki sem aðal-
atvinnu. Ég ætla mér að reyna að komast í
Menntaskólann, og þá getur maður ekkert átt
við að spila nema á sumrin.
— Taka félagar þínir sér lika frí í vetur?
— Ja, ég veit það ekki.
— Hafið þið ferðast mikið í sumar?
— Nei, ekkert ennþá, en okkur langar til að
komast eitthvað úr bænum fyrir haustið, þó ekki
væri néma 4 eða 5 daga.
— Gerir þú útsetningar fyrir hljómsveitina?
— Við gerum þær allir eftir beztu getu. Annars
lærum við flest þessi lög eftir útvarpinu og af
plötum. Svolítið kaupum við líka af nótum.
— Finnst þér ekki bagalegt að hafa ekki
kontrabassa með?
— Jú, það má segja að hann sé ómissandi. En
það er líka þægilegt að vera aðeins fjórir, vinnu-
möguleikarnir verða meiri.
— Hvað ertu gamall, Pétur?
— Ég er fimmtán ára.
— Þú ert þá sennilega yngsti hljómsveitarstjór-
inn á landinu? i
— Það er ekki gott að segja, en ég hugsa að
þeir séu ekki margir yngri.
Auk Péturs leika í Junior-kvartettinum þeir
Jón Öttar Ragnarsson, pianó, Þorkell Árnason,
gitar (efst t. v. hér að neðan) og Fretz Hendrek
Berndsen einnig á gítar. Söngvari er Þór Nielsen.
HLJÓMPLÖTUR Á MARKAÐNUM
Ekki alls fyrir löngu kom á markaðinn ný
hljómplata leikin og sungin af hljómsveit Svavars
Gests og Sigurdóri og reyndar sú fyrsta, sem
þessir ágætu skemmtikraftar gera. Lögin á plöt-
unni heita Mustafa, tyrkneskt þjóðlag með is-
lenzkum texta eftir Jón Sigurðsson og Þórs-
merkurljóö, þýzkt alþýðulag með texta eftir
Sigurð Þórarinsson Bæði þessi lög hafa verið
óhemju vinsæl hér undanfarna mánuði og fræðir
Svavar okkur um það í skýringartexta á plötu-
umslaginu að „... af þeim hundruðum laga, sem
hljómsveitin hafi tekið til flutnings á starfsferli
sinum, hafi engin önnur lög vakið jafnmikla
hrifningu". Islenzkir tónar gefa plötuna út.
hmmm
•a'r.:*.. .
W'";