Vikan


Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 25

Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 25
 TEXTINN Siguröur Þórarinsson: Þórsmerkurljóð Ennþá geymist það mér í minni María, Maria, hvernig við fundumst í fyrsta sinni María, María. Upphaf þess fundar var i þeim dúr við ætluðum bæði í Merkurtúr. María, Maria, María, Maria, María, María. Margt skeður stundum í Merkurferðum María, María, mest þö ef Bakkus er með í gerðum, María, María. Brátt sátu flestir kinn við kinn og kominn var galsi í mannskapinn. María o. s. frv. í>ví er nú eitt sinn þannig varið María, María, að árátta kvensamra er kvennafarið. María, María. Einhvern veginn svo æxlaðist að ég fékk þig í bilnum kysst. María o. s. frv. Ofarlega mér er i sinni María, María, að það er fagurt í Þórsmörkinni. María, María. Birkið ilmaði, allt var hljótt, yfir oss hvelfdist stjörnunótt. María o. s. frv. Ei við eina fjöl er ég felldur María, María, og þú ert víst enginn engill heldur María, María. Okkur mun sambúðin endast vel úr því að hæfir kjafti skel. María o. s. frv. Troddu þér inn í tjaldið hjá mér, María, María, síðan ég ætla að sofa hjá þér. Maria, María. Svo örkum við saman vorn æviveg er ekki tilveran dásamleg? Maria, María, María, María, María, Maria. SKAK Okkar beztu meisturum getur stundum fatast illilega, en það er s.em betur fer mjög sjaldgæft. 1 eftirfarandi sjáum við einn okkar bezta skák- mann, Inga R. Jóhannsson, tapa i örfáum leikjum. Hvítt: Guðmundur Pálmason Svart: Ingi R. Jóhannsson Benóný-byrjun. 1. Rf3 Rf6 2. dJf c5 3. c!f cxdlf If. RxdJf e6 5. Rc3 BbJf 6. Rdb5 0—0 7. a3 Bel ? Þetta er afleikur- inn, sem gerir út um skákina. Hann virðist á yfirborðinu ekki vera svo slæmur, oft er gott að halda biskupaparinu, en nú kemst svartur i hinar mestu ógöngur. Nauðsynlegt var 7. — Bxc3 og síðan d5. 8. Bflf Rc6 ? Skárri leikur var 8. — Ra6 þó svartur sé ekki öfundsverður af stöðunni. 9. Bc7 De8 10. Rd6 Bxd6 11. Bxd6 gefiÖ. Svartur sér fram á skiptamunstap eða eitthvað ennþá verra. Ef t. d. 11. — Re7 þá 12. Rb5 Dd8 13. Bc7 De8 14. Rd6 og D er af. Lærdómsrík skák. 8 7 6 5 4 3 2 1 Svartur leikur og vinnur. 'Ö'JSO 'p iisoxa gea '£ iiSBxa fs 'Z iii9«a — T :usnu'i Colbourne — Blackburne Hastings — Hvernig missti Stebbi fingurna af Vicegri hendinni? ■— Hann stakk þeim upp í hest til aö vita hve margar tennur hann heföi. — Og hvaö skeöi svo? — Hesturinn lokaöi munninum til aö vita hve margar fingur Stebbi heföi. — Þú ættir að hafa auga með þessum náungum. KVIKMYNDIR VILTU DANSA VIÐ MIG? Aöalhlutverk: Brigitte Bardot, Henri Vidal, Dawn Addams, Noel Roquevert og Daniel Moreno. Aumingja Albert gamli. Einmitt þegar hann er úti að skemmta sér eitt kvöld með dóttur sinni, Virginie, fær hann heiftarlega tannpínu. Árang- urslaust reynir hann að ná sambandi við einka- tannlækni sinn, en lætua að síðustu tilleiðast og leitar til ókunnugs læknis, sem býr þarna nálægt. En það verður örlagarík heimsókn ... Albert fell- ur ekki við þenna unga lækni, en það sama er ekki hægt að segja um dóttur hans. Virginie og læknirinn, Hervé, verða alvarlega ástfangin í hvort öðru og innan tiðar eru þau gengin i heilagt hjónaband. Faðir hennar, sem hafði augastað á öðrum tengdasyni, verður ævareiður og vill hvorki sjá þau né heyra. En ungu hjónin eru samt ham- ingjusöm og ákveðin í því, að láta allt ganga vel ... En þrátt fyrir alla ástina, geta þau ekki látið vera að rífast við og við og einn daginn gengur það svo langt, að Virgine tekur saman föggur sínar og fer heim til pabba sins. Til þess að gleyma sorgum sínum ranglar Hervé út, drekkur sig fullan, og á næturklúbb einum hittir hann stúlku, Anitu, sem reynir að hugga hann. Hann fer með henni heim til hennar og það skeður ýmislegt. En Hervé grunar ekki að Anita er fjár- kúgari og hún hefur ljósmyndara í felum í her- bergi sínu ... E'n Anita getur auðvitað ekki fengið Hervé til að gleyma Virgine. Og hvers vegna skyldi hann gleyma henni? Því auðvitað kemur hún til hans aftur og allt fellur í ljúfa löð. Hervé getur ekki skilið hvernig hann gat fengið af sér að vera með annarri stúlku. Virgine er sú eina, sem hann elskar og mun nokkurn tíma elska .., En einn daginn fær Hervé heimsókn í lækninga- stofuna. Virginie, sem vinnur þar sem aðstoðar- stúlka grunar ekki hvað er á seyði, en þarna er komin Anita, sem býður til sölu filmurnar, sem, teknar voru af henni og Hervé í hneykslan- legu ástandi. Hervé neitar að borga, en fær eftir- þanka og fer til skólans, sem Anita veitir forstöðu, en finnur hana myrta. Virgine, sem veitt hefur honum eftirför, gerir sömu uppgötvun. En ein- hver hefur séð Hervé halda til herbergis Anitu, og hann er strax grunaður um morðið. En Virgine er fullviss um, að hann er saklaus .. . Morðinginn hefur komizt undan, og Virgine þyk- ist sjá, að hann hafi skriðið út um þakglugga, Til þess að fá tækifæri til að rannsaka málið nán- ar, ræður hún sig sem danskennara við skólann, sem nú er stjórnað af eiginmanni Anitu, Monsoeur Flores. Hún setur sig einnig í samband við lög- regluna, sem vinnur að þvi af miklum krafti að upplýsa málið . .. Virgine og Hervé verða að hitt- ast á laun. Lögreglan veit ekki enn að snotra danskennslukonan, sem daðrar við þá er gift hin- um grunaða tannlækni. Og Hervé gr ekki sá eini, sem liggur undir grun. Anita var kunnug fjqlda manna, sem höfðu ástæðu til að koma henni fyrir kattarnef. ... Dag einn er Hervé handtek- inn, og Virgine biður pabba sinn að hjálpa sér við rannsókn málsins, Þð að faðir hennar þafi á móti tengdasyni sínum vill hann ógjarna sjá hann dæmdan saklausan. Þau feðginin rekja ný spor, en gæta þess að hafa jafnframt stöðugt samband við lögregluna. Og að lokum er morðinginn af- hjúpaður og Hervé er látinn laus ...

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.