Vikan


Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 27

Vikan - 08.09.1960, Blaðsíða 27
Hafnargötu 90, Keflavík. Ávallt i fremstu röð með allt, sem lýtur að olíukynditækjum. Þér lesið um nýjungar i auglýsingum þessara dálka Það gjöra einnig tugþúsundir annarra íslendinga. Gf þér eða fyrirtæki yðar viljið bera fjöldan- um fregnir af vörum yðár eða þjónustu þá segið sögu yðar hér í smáauglýsingadálkum VIKUNNAR. Hringið í 3.'>320 og fáið upplýsingar um verð og kjör. Aðeins nokkrir dropar og þér hafið alltaf mjúkar og fallegar hendíir. — Mig langar ekki til að gera ykkur mein, sagði hann. — En ef þið reynið að kasta mér út i ána, neyðist ég vist til þess. Mennirnir tveir skelltu skolla- eyrum við öllum tilmælum Daní- els. Þeir voru báðir á fertugsaldri, — stórir og stríðsvanir veiðimenn. Og Daníel var aðeins tíu ára gamalt barn, — barn, sem var 219 senti- metra hátt á „sokkaleistunum“ og vó nærfellt 100 kílógrömm . . . Þegar niður á árbakkann kom, baðst Daniel þess í síðasta sinn, að þeir létu hann lausan. Þeir virtu hann ekki svars, — en settu sig í stellingar til að fleygja hon um út i. Þá beygði Daniel sig skyndilega i hnjánum og stökk sið- an upp í loftið af öllu afli. Báðir árásarmennirnir lyftust frá jörðu, og urðu þeim laus tökin á hand- leggjum Daníels. f sama vetfangi greip hann bjarnarhrömmum sin- um um hnakka þeirra og sló sköll- unum saman, svo að söng i. — „Daniel hefur áreiðanlega ekki hugmynd um afl sitt,“ sagði dómar- inn seinna i skýrslu sinni til Iand- stjórans. „Höfuðkúpur beggja þess- ara manna brotnuðu i mél af hinu ofsalega átaki, svo að þeir létust á stundinni. En þeir höfðu sjálfir einsett sér að drepa Daníel. Ég legg því til, að ekki sé hafin sök gegn honum, þar sem hann gerði þetta í sjálfsvörn.“ Funn hvergi frið. Eftir að þetta gerðist, fékk Daníel aldrei að vera óáreittur. Alltaf voru einhverjir að skora á hann til ein- vigis. Mikillátir og metorðagjarnir stríðsmenn vildu reyna afl sitt á „tröllbarninu“. Og Daniel varð að berjasl. Annars liefði hann verið lalinn ragur, -og Nigeriubúar er j)jóð, sem ekki þolir huglausa karl- menn sin á meðal. Hið sorglegasta var, að viðureignir Daníels enduðu sjaldan eða aldrei með því einu, að andstæðingurinn fengi brákaðan arm eða brotinn fót. Þegar þessi undramaður spennti ægivöðva sina að einhverju, voru afleiðingarnar ætið brotinn hryggur eða moluð hauskúpa. Þegar frá leið, gerðist honum æv- in óþolandi. Loks gekk Daníel á fund héraðsstjórans í Kano og bað þess eindregið, að hann yrði sendur eitthvað þangað, sem hann fengi að vera óáreittur. Þetta var árið 1942 , og var pilturinn þá 12 ára gamall, 240 sentimetra hár og 115 kg að þyngd. Á likama hans sást livorki fita né afllaust liold, — að- eins vöðvar og bein. Héraðsstjórinn stakk upp á þvi, að bezta ráðið fyrir Daníel væri sennilega að kvænast og stofna lieimili. Þegar liann væri orðinn fjölskyldufaðir, yrði meiri virðing borin fyrir honum. Daniel fylgdi þessum ráðum og fann sér konu, sem var 190 sentimetra há. Hún var átta árum eldri cn hann og talin ófreskja sökum stærðar sinnar. En á hjónabandinu græddi Daní- el ekki annað en illmæli og upp- nefni. Þau lijónin voru kölluð fjandafætur, og ástandið versnaði, er fram liðu stundir, i stað þess að batna. Þegar hann var sextán ára, hafði hann orðið fjörutiu full- orðnum mötjnum að bana og sex unglingum, sem af einhverjum á- stæðum liöfðu skorað á hann til einvigis. Daniel notaði aldrei vopn. Þegar — Komdu blessaður vinur ■ við skemmtilegri aðstæður. það var leiðinlegt að hitta þig eþkí hann var á sextánda ári, leituðu hann uppi þrir vígreifir stríðsmenn frá Austur-Nigeríu og létu hann ekki i friði, fyrr en hann féllst á að mæta þeim i viðureign upp á lif og dauða. — Það er sagt, að þú sért þriggja manna maki. Komdu þá og reyndu þig við okkur, sagði einn þeirra, sem var höfðingjasonur. — Farið heldur héðan í friði, svaraði Daníel. — Mig langar ekk- ert til þess að drepa ykkur. — Raggeit, öskraði striðsmaður- inn og hrækti framan i Daniel. En Iröllið lét ekki reita sig til reiði. Þá sparkaði aðkomumaður i kvið- inn á konu Daniels. Það var ófyrir- gefanlegt. Daníel stóð upp, þreyttur og leiður og mælti: —- Ég skal hitta ykkur eftir tiu minútur. Þrír gegn einum. Tvö hundruð þorpsbúar höfðu safnast saman til að horfa á undra- mann sinn takast á við þrjá ókunna stríðsmenn. Elzti maður þorpsins reyndi árangurslaust að koma í veg fyrir viðureignina. Þremenningarn- ir héldu fast við kröfu sina. Seinna báru sjónarvottar, að Dani- el hefði ekki hreyft sig úr sporun- um, þegar hinir gerðu áhlaupið á iiann. Hann seildist bara til og greip tvo þeirra, herti svo að. Þeir urðu báðir eins og tuska i þessu skrúfstykki, sem þeir voru komnir i. Þegar hann sleppti takinu féllu þeir báðir meðvitundarlausir til jarðar. Hinn þriðji lét hnefahöggin dynja á Danfel af öllum kröftum. En tröll- ið stóð bara og starði á hina tvo, sem hnigið höfðu fyrir fætur hon um. Þegar hinn siðasti árásarmanna fann, að ekkert beit á Daniel, tók hann stóran stein og kom með hann á fleygiferð til hins unga risa. Daniel sparkaði i kviðinn á honum, svo að maðurinn hneig æpandi tií jarðar. Daniel gekk burt af vfgvell- inum án þess að lita um öxl. Maður sá, er fyrir sparkinu varð, lézt nokkru síðar vegna innvortis meiðsla. Hinir tveir komust aldrei til meðvitundar eftir þetta. Eftir atburð þenna, fékk Danjel að vera i friði um langan tfma. En konan skildi við hann. — Ég held það ekki út að búa með honum, sagði hún. — Ég er hrædd um, að hann kreisti úr mér líftóruna hvert sinn, er hann snertir á mér. Hann kann ekki að hafa stjórn á kröft- um sínum. Nú var Daniel aftur orðinn einn sins liðs. Átján ára gamall og nærri 270 sentímetra hár. Hann hvarf úr þorpi sinu og flakkaði einsamall um í Nígeríu nokkurn tima. Þá var það, að forstöðumaður fjölleikahúss nokkurs varð á vegi hans og tók liann í þjónustu sína. Hét hann hverjum þeim þúsund króna verð- launum, er lagt gæti risann að velli. Þetta leiddi til þess, að Daniel varð tveimur andstæðinga sinna að bana i ógáti með því að klemma saman brjóstkassa þeirra, unz hann brotnaði. Hann gat aldrei gert sér grein fyrir þvi firnaafli, sem nátt- úran hafði gætt hann. Enskur fjölleikahússstjóri bauð honum nýja atvinnu, en Daniel hafnaði henni, þótt hann ætti fullt í fangi með að afla sér næringar fæðu til lifsviðurværis. Hann þurfti daglega sex manna mat. Þegar hann Framhald á bls. 29. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.