Vikan


Vikan - 01.12.1960, Síða 6

Vikan - 01.12.1960, Síða 6
 ; * Flugfélög um allan heim hafa lagt á það sórstaka áherzlu að gera þjónustuna sem glæsilegasta, og Loftleiðir hafa ekki látið sitt eftir liggja í þvi kapphlaupi. Hér eru tvær af hinum föngulegum frugfreyjum félagsins, Rúna Brynjólfsdóttir og Anna Þrúður Þor- kelsdóttir. Önnur býður farþega velkomna um borð, hin gengur um beina í vélinni sjálfri. Þær eru góðir fulltrúar fyrir starfs- lið Loftleiða, sem þekkt er að lipurri afgreiðslu og fágaðri framkomu. Þess munu vinnendur í þessari verðlaunakeppni njóta, og það verður snar þáttur í minningum þeirra um sjálft flugið. GETRAUNIN: Verðlaunakeppnin mun standa yfir í sex blöðum, og þeir, sem vilja taka þátt í henni, eru beðn- ir að halda saman öllum úrlausn- um og senda þær í einu lagi til blaðsins að keppninni lokinni. Lausnir verða því aðeins teknar til greina, að þær séu skrifaðar á getraunaseðilinn, sem prentað- ur er í hvert blað og hægt er að klippa út. Loftleiðir lialda uppi áætlunarflugi milli Bandríkjanna og tíu flugstöðva í Evrópu. Vikan birtir hér mynd af annarri hinna nýju Cloudmaster-véla Loftleiða, Snorra Sturlusyni. Ilún er stödd á einum þeirra ellefu flugvalla, þar sem oft má sjá Loftleiða- vélarnar koma og fara. Þessi flugvöllur er í útjaðri stórrar borgar. Það eru 4,310 km. írá Reykjavík til þessarar borgar. Eftir því eigið þið að finna út hvar flugvélin er stödd.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.