Vikan


Vikan - 01.12.1960, Page 7

Vikan - 01.12.1960, Page 7
VERÐLAUNIN: Ferð fyrir tvo til New York og uppihald þar í viku. Vðrðmæti kr. 30,000,00 Ferðin verður farin nálægt 15. apríl. New York er háborg kapítalismans, og höfuðvígi hans er jafnan talið viðskiptahverfið á enda Manhattan-eyjar og ekki sízt gatan Wall Street, sem þeir á Þjóðviljanum skrifa bara Vollstrit. Þar eru til húsa kauphallir og auðugir viðskiptahringar. Mitt í ósköpunum stendur kirkja heilagrar þrenningar, sem þótti á sínum tíma engin smáræðisbygging, en er nú aðþrengd mjög milli skýjakljúfanna. Kjarni New York-borgar stendur á eyju milli Austurár og Hudson-fljóts. Þar er byggðin þéttust og skýjakljúfarnir hæstir. E'f til vill flýgur Loftleiðavélin yfir einhvern hluta borgarinnar, og verður þá útsýnið svipað þessu: tröllaukinn skógur fúnkisbygginga. Myndin er tekin beint niður á 34. stræti og á horni þess og Fimmtu breiðgötu, — Fifth Avenue, — stendur hæsta bygging heims, Empire State Building. 1 New York-borg eru tvö yfirbyggð íþróttasvæði, risavaxin að stærð. Það eru Polo Grounds og Madison Square Gardens, sem hér sjást á myndinni. Á þessum stöðum fara fram fræg íþróttamót, svo sem einvígi í hnefaleikum og öðrum við- lika göfugum sportgreinum. Sjálfsagt verður eitthvað um að vera á þessum stöð- um i apríl næstkomandi, og þá er tilvalið fyrir vinnendurna í verðlaunakeppni Vikunnar að leggja leið sína þangað. VlKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.