Vikan


Vikan - 01.12.1960, Side 8

Vikan - 01.12.1960, Side 8
Eins og kunnugt er, á kaþólska kirkjan marga helgidaga, og er þeirra minnzt á viðeigandi hátt í kirkjum hverju sinni. Sá dagur, sem einna mest helgi hefur verið á í kaþólskri trú á Islandi, er messudagur heilags Þorláks Árið 1433 var að venju fjöl- menni mikið í Skálholti saman kom- ið til að hlýða á hátiðarmessu heilags Þorláks. Þá gerðist það öndverðan messudaginn, að mikill flokur manna kom ríðandi austan Skálholtshamar, og fóru fyrir liði þessu tveir menn höfðinglegir. Hélt liðið yfir Hvítá á Þengilseyri, og var það í fyrsta sinn, er áin var þar riðin, að talið var. Var biskupi mjög brugðið, er hann sá þessa mannaferð og hafði fregnir af, hverjir þar færu. Gekki hann til kirkju með öllum klerkum sínum og sveinum og lét læsa öllum dyrum á kirkjunni og staðnum. Æiðan skrýddist biskup og klerkar hans, hver sínum skrúða. Hóf biskup þá messu og tók í hönd sér kaleik og patínu, helgaði oblátu eina og hélt á sér til hlifðar. Þannig stóð hann við altarið og kennidómur hans allur og klerkar í kringum hann. En það er af riddurum þeim, er áður voru nefndir, að segja, að er þeir komu heim á staðinn, kom i ljós, að þeir voru vel vopnum búnir, og héldu þeir þegar til kirkjunnar og tóku að bera að henni stóríé og viðu mikla, komu þeim innan undir stokk- ana og undu síðan upp, svo að kirkjan tók að hallast. En fimmtíu þeirra, er öruggastir voru taldir, greiddu inngöngu í kirkjuna. Var fyrir þeim maður sá, er Dalskeggur kallað.st, og er hann sá biskup alskrýddan og presta hans, mælti hann: „Ekki er nú lítiö um dýrðir!“ Síðan gengu þeir snúðugt inn að altarinu, þar sem biskup stóð og hélt á oblátunni, lögðu á hann hendur og drógu hann held- ur harðfengilega utar eftir kórnum. Klerkar bjskups héldu honum sem þeir máttu, en það kom fyrir lítið, sem von var, þangað til þeir komu í miðja framkirkju, þar féll niður oblátan. Löfðu klerkar þó á herra sínum fram á stöpulinn, en slepptu þar taki og forðuðu sér síðan innar í kirkjuna En kirkjupresturinn skreið þangað, sem oblátan lá á gólfinu, tók hana upp með munninum og gleypti. En það er af biskupi að segja, að þegar hann var kominn fram í stöp- ulinn, var hann orðinn móður mjög og dasaður af stími þessu og bauð smásveini sínum einum að sækja sér góðan svaladrykk í kjallara sinn. Gerði hann það og kom aftur með silfurskál mikla fulla mjaðar, en að- gangsmenn biðu á meðan og glfu honum tóm að svala sér og drekka til botns. Færðu þeir hann síðan úr biskupsskrúða sínum og héldu með hann til tjalda sinna, sem slegið hafði verið upp rétt undan staðnum. Beiddi biskup sér þá lífs, en var synjað. Sveina hans drápu þeir félagar, hvar sem þeir náðu, og jafnvel í sjáifri kirkjunni eða skutu Þá ofan af skammbitum með bogum eða spjót- um, og voru þeir síðan dysjaðir þar, sem kallað er Iragerði, fyrir vestan Brekkutún, og þótti þar lengi reimt eftir. E'n með biskup fóru þeir út að Brúará, létu hann i poka, bundu stein við og drekktu honum i ánni við ferjustaðinn hjá Spóastöðum. Teifur hinn riki og Þorvarður á Möðruvöllum voru teknir hönd- um, fluttir í Skálholt og látnir sitja i myrkrastofu eða berja fisk, þeir sluppu úr haldi og hefndu þessara ófara á biskupi B VIKAH

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.