Vikan


Vikan - 01.12.1960, Síða 19

Vikan - 01.12.1960, Síða 19
Hver sá, er ætlar að ná tökum á skák, verður fyrst og fremst að kynna sér hvernig beztu skákmenn tefla og heyra hvað þeir segja. Alltof fáar bækur eru til á íslenzku, en samt hef- ur nýlega verið þýdd mjög góð bók, sem heitir hinu frumlega nafni „Svona á ekki aS tefla“. 1 henni eru á svo til hverri blaðsiðu heilræði og leið- beiningar, sem allir er skák unna ættu að kynna sér. Ég tek hér dæmi. Foröizt skyssur. Það er bæði upp- haf og endir skáksnilldar að forðast skyssur. Ef þið gerið engar skyssur, getið þið verið vissir um að tapa aldrei skák og vinna að öllum jafnaði. Jafnvel mestu skákmeistarar geta ekki komizt hjá þeim. Ötal skákir hafa tapast einmitt vegna þeirra. Tchigorin sást yfir mát í tveimur leikjum í síðustu skákinni í seinna einvígi sinu við Steinitz um heims- meistaratitilinn og varð þess vegna undir i keppninni. Leikið ekki byrjunarleikina liugsunarlaust. Eg hygg að þessar yfirsjónir eigi sér ýmsar orsakir. Fyrst er sú, að viðvaningar leika oft fyrstu leikina hugsunarlaust, gera sér ekki grein fyrir gildi þeirra. Þeir hafa séð þá í mörgum skákum eftir meistara, og þessvegna leika þeir þá, en skilja ekki hugmyndina, sem að baki þeim býr, veilur þeirra né hættur, né hótun þá, sem í þeim felst. Hér koma nokkrar tölur um skák, teknar saman af amerískum tölufrœö- ingum. 1. Þegar Alekliine tefldi á móti Bogolyubov í Hastings 1922 fórn- aði hann drottningunni, lék siðan upp peði og fékk aðra drottningu, fórnaði siðan nv.ju drottningunni og lék upp öðru peði og fékk drottningu og fórnaði henni auð- vitað líka. Hann var að undir- búa að fá sér fjórðu drottning- una, ltegar Bogolyubov sá sitt óvænna og gafst upp. 2. Þeir, sem hafa fallið í gildruna, sem kölluð er „Örkin hans Nóa“, munu nú vera um 37.653.186 og eru þá meðtaldir jteir, sem féllu i hana á síðasta ári. 3. Nimzowitsch tvöfaldaði hrókana á 7. línunni í 167 kappskákum og sló þá met Zukertorts sem var 152 kappskákir. 4. A. N. Other drap 8,645 peð í byrj- ununum. Ilann tapaði samtals (alveg af tilviljun) 8,645 skákum. kvikmyndir Nýjasta kvikmynd Fernandels hins franska, „Kýrin og ég“, kvað vera gráthlægileg gamanmynd. „Ég“ er frakkinn Charles Bailly, sem er striðs- fangi á bóndabæ einum í Þýzkalandi. Charles hefur í marga mánuði velt fyrir sér flóttamöguleikum og einn daginn fær hann ágætis hugmynd. Hann verður sér úti um þæga og gæflynda kú, Margrét að nafni og lallar af stað með hana eftir þjóð- skák veginum. Og engan grunar neitt. Jafn- vel Gestapo heldur að hann sé ósköp venjulegur bóndi á leiðinni heim með beljuna sína. E'n það er löng leið til landamæranna og frelsisins. Charles lendir i mörgum æsandi æfintýrum og það óvænta bíður hans við hverja vegbeygju. Og hinn djarfi flótti nær hámarki sínu við landamærin, þar sem . . . og meira vitum við ekki um söguþráðinn. Sennilega ^verður þessi ágæta mynd sýnd hér innan skamms og þá fáum við að sjá hvernig frans- manninum tekst að snúa á Þjóðverj- ana. Nú geta alir strákar frá átta ára til áttatíu hlakkað til að fara í bíó, því Tom Mix-myndirnar eru komnar á markaðinn aftur. Tom Mix var á sinum tima konungur „kábojanna" og lék i geysilega mörgum cowboy- myndum á árunum 1915—1935. Eng- inn stóð honum snúning, þegar skjóta átti af byssu eða þeysa á hestum. Tom Mix dó skömmu eftir siðari heims- styrjöldina, og nú hafa Amerikanar grafið upp vinsælustu myndirnar hans, endurbætt þær og sett á mark- aðinn á nýjan leik. Mynd þessi var tekin á frumsýningu í Hollywood árið 1928. Og stúlkurnar, sem eru með honum á myndinni eru kvikmynda- leikkonurnar Molly O'Day og Sally O'Neill, en þær voru óhemju vinsæl- ar á sínum tíma. Á tímabili eftir stríðið virtist franski kvikmyndaiðnaðurinn svo til staðna og alveg vanta nýtt blóð — gömlu „millistriðsstjörnurnar“ og gam aldags leikstjórar voru hæstráðandi. En þetta breyttist fljótlega. Fyrstu vitaminsprautuna fengu franskar kvikmyndir þegar Brigitte Bardot skaut upp kollinum. Og síðan hefur sandur af ungum kvikmyndaleikurum komið fram á sjónarsviðið og hópur af ungum leikstjórum með nýjar hug- myndir látið til sín taka. Auk Bardot er þekktasta franska kvikmyndanafn- ið sennilega Pascale Petit, sem fyrir rúmu ári var alveg óþekkt. Og í dag má sjá nafn hennar skráð með risa- letri á bíóauglýsingum Parisarborgar og kvikmyndaframleiðendurnir kepp- ast um að krækja í hana I næstu mynd sína. Sagan um það, hvernig hún var uppgötvuð, er mjög sérkenn- andi fyrir hin siðustu ár og sýnir ljóslega að kvikmyndirnar í dag hafa öllu meiri not fyrir „týpur“ en leik- ara. Hinn þekkti franski leikstjóri, Ray- mond Roulleau, var að vinna að und- Ekki alls fyrir löngu, er Nina og Friðrik voru að leggja af stað til Berlínar, en þar áttu þau að skemmta nokkur kvöld, var svo mikill asi á þeim hjúunum, að þau skelltu sér upp í flugvél, sem var að leggja af stað vestur um haf. Til allrar ham- ingju uppgötvuðu þau mistökin á síðustu stundu og gátu stokkið út í tæka tið. Og þau voru ekki fyrr kom- in út úr flugvélinni, en hún hóf sig á loft og hvarf sjónum þeirra með föt þeirra og allan farangur innan- borðs. En það dugði ekki að setjast niður og gráta. Þau Nína og Friðrik komust um borð i réttu flugvélina og lentu heilu og höldnu í Berlin, þar sem þau skemmtu í þeim fötum, sem þau voru stödd í, hann í peysu og hún í léttum sumarkjól. Auðvitað vakti þetta mikla athygli — og geysilega lukku. Hvort dótið þeirra er nú kom- ið í leitirnar, er okkur ekki kunnugt um. irbúningi að upptöku á kvikmynd, sem gerð er eftir leikriti Arthurs Miller, „1 deiglunni", eins og það var nefnt hér heima. Vantaði hann stúlku til að leika hlutverk hinnar ungu Mary. Hann bar upp vandræði sín við konu sína og lýsti nákvæmlega fyrir henni hvernig hann hafði hugsað sér að sú liti út, sem færi með hlutverkið. Og einn daginn, þegar frú Roulleau var stödd á hinni frægu hárgreiðslu- stofu Carita til að fá lagað á sér hár- ið, kom hún auga á unga stúlku, sem átti nákvæmlega við þá lýsingu, sem maður hennar hafði gefið henni og kom hún þessari stúlku að í reynslu- myndatöku með þetta umrædda hlut- verk fyrir augum. Pascale Petit — því þetta var auðvitað hún — hafði aldrei dreymt um að verða kvik- myndaleikkona, en eftir aðeins eins tíma tilsögn gekk henni svo vel í reynslumyndatökunni, að Raymond Roulleau hugsaði sig ekki um, áður en hann réði hana til að fara með hlutverkið. Ein af ástæðunum fyrir þvi að Pa- scale gek svona vel, var sú, að einn af aðstoðarmönnum Roulleau, ungur maður að nafni Jacques Porteret, fékk strax áhuga á þessari ungu rauð- hærðu stúlku og hjálpaði henni eftir megni. Og að því kom, að Pascale og Jacques felldu hugi saman og áður en kvikmyndaupptökunni lauk höfðu þau gengið í heilagt hjónaband. Það spor var að vísu nokkuð djarft, því hvorugt þeirra hafði efni eða aðstæð- ur til að stofna heimili. Þau urðu að búa á ódýrum gistihúsum og um tima heima hjá foreldrum Jacques. Við og við fékk Pascale smáhlutverk og þegar leikstjórinn frægi, Marcel Carné, valdi í hlutverkin i myndinni „Villt æska“ fékk Pascale sinn stóra „sjens“. Carné vildi fá nýtt og óþekkt andlit í hlutverk stúlkunnar Mic. Hann reynslumyndaði fjölda af ung- um stúlkum og varð Pascale hlut- skörpust og fékk hlutverkið. Myndin „Villt æska“ hlaut afbragðsdóma og hlaut Pascale m.a. Blanchetti-verð- launin fyrir leik sinn í myndini. Og nú var hún komin á græna grein og tilboðin fóru að streyma að. Siðan hefur hún leikið í hverri myndinni á fætur annarri og ávallt verið vel tekið. En hjónabandið fór ekki eins vel. Pascale sótti fyrir skömmu um skiln- að, m. a. vegna þess að Jacques er ekki, eins og hún sjálf, grænmetis- æta og af því að hann stríðir henni á því að hún iðkar Yoga. Síæöi eru tau iiú stödd í Hollywood og vinna hjá MGM» kvikmyndafélaginu. Nýjasta myndiú með Gustavo heitir „It started with a kiss“, þar sem hann leikur ásamt Glenn Ford, Deþbie Reyi)pl(j.s pg Gabor, textinn Okkur hafa borizt nokkrar óskir um að birtur yrði textinn Run Samson Run, sem sunginn er af Neil Sedaka á hljómplötu, sem mikið hefur verið leikinn I útvarpinu undanfarið og einnig verið mjög vinsælt á skemmti- stöðum hér I bænum. Við höfum reyndar hingað til haldið okkur við Islenzka texta eingöngu hér á síðun- um, en gerum nú þó undantekningu með þennan ágæta texta. RUN SAMSON RUN ln the Bible, a thousand years B.C. There's a story of ancient history ‘bout a fellow who was strong as he could be till he met a cheatin' girl who brought him tragedy. Oh, Run Samson Run, Delilah w on her way Run Samson Run you aint got time to stay, Run Samson Run, on your mark you better start. J‘d sooner trust a hungry lion that a girl with a cheating heart. She was a deamon, a devil of disguise, he was taken by the angel in her eyes That lady-barber was very well equipped, you can bet your bottom dollar, he was gonna get clipped. Oh, Run Samson Run o.s.frv. 0h, Delilah made Sammys life a sin (ind he perished when t}ie roof fell in. fhere‘s a moral, so listen to me pal There‘s a little of Delilah in eacli and every gal. Oh, Run Samson Run o.s.fm,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.