Vikan


Vikan - 01.12.1960, Síða 22

Vikan - 01.12.1960, Síða 22
FORSAGA Wheeler leynilögreglu- manni í Pine City hef- ur veriö faliö aö rann- saka moröiö á frænku lögreglustjórans þar í borg, en meöal fieirra grunuöu er Howard fyrrverandi spilavítiseigandi í Las Vegas, sem flúöi til Pine City, og var hin myrta þá í fylgd meö lionum. WKeeler grunar aö rekja megi orsakir morösins til Las Vegas, fer þangaö, kemst þar í kynni viö nektardansmœr Gabriellu, sem segir honum ýmis- legt, nóg til þess aö hún er relcin úr starfi, heldur til Pine City og sezt aö hjá Wheeler, sem er pipar- sveinn. Wlieeler fer nú aö athuga Rex Schafer blaöamann, sem reynist hafa veriö náinn vinur hinnar myrtu, en Schafer þessi gerir allt til aö beina grun manna aö Howard, og fær lögreglu- stjórann þar í liö meö sér. Og nú er skammt stórra atburöa aö bíöa i þessu máli. ÞaÖ er þá fyrst til aö taka, aö þau Wheeler og Gabriella heimsœkja Nínu Booth, sem einnig er á snærum Howards Fletchers. Sú heimsókn veröur eins kon- ar uppgjör milli þeirra kvennanna, en Nínu biöur og annaö uppgjör og alvarlegra. Skömmu siöar finnst hún myrt l ibvö sinni, og Wheeler fær þarna nnnaö morömál til rannsóknar. Honum veröur fyrst fyrir aö tala viö umboösmann spilavíta- hringsins, en hann hefur fjarvistarsönnun. Lög- reglustjórinn lætur þá liandtalca Fletcher en Wheeler útvegar honum fjarvistarsönnun, svo um munar. Þaö kemst þó upp aö eitthvaö muni gruggugt viö hana; Schafer hótar honum aö fletta ofan af því í blaöi sínu. Samstarfsmenn Wheelers ráöleggja honum aö flýja, en hann er ekki á þvi. Fer hann heim til Fletchers og neyöir hann til aö aflienda sér nokkra fjárupphæö, en þegar hann lcemur út, bíöa þau hans, Salter og Gabriella. hetja, en þó því aðeins að maður lifði af hetju- dáðina og gæti notið frægðarinnar. Það brakaði ekki hið minnsta í stigaþrepunum, og það var þó alltaf d lítil huggun. Ég fór mér hægt, eitt og eitt þrep í spori. Þá gerðist það. að ég heyrði fótatak á eftir mér. ..E'kki neina heimsku. Schafer," hvislaði ég, „hann skýtur þig eins og hund. Komdu þér niður aftur hið bráðasta." En Schafer lét sér ekki segjast, fótatak hans nálgaðist stöðugt. Ég reyndi að láta það lönd og leið, ég varð að einbeita mér að átökunum við Johny Torch; mátti við því búast, að hann birtist á stigapallinum þá og þegar. Ég gekk upp þrjú þrep enn, og þá kom Schafer — að ég hélt allt i einu á hlið við mig. Fyrr en ég vissi orðið af, var skammbyssuhlaupi þrýst fast að siðu mér. „Slepptu skammbyssunni," yar hvíslað að mér. „Slepptu skammbyssuni." Ég hiýddi og skammbyssan féll úr hendi mér, stöðvaðisl a stigapallinum tveim þrepum neðar en ég stóð. Ég hafði þegar misreiknað mig tvívegis; er ég taldi það ívo víst að það væri Schafer, sem kom á eftir r.icr upp stigann, að ég taldi mér ó- Jiarft að Jita um öxl, og er ég taldi útilokað að ég ætti árásar von nema úr einni átt. „Allt í lagi,‘‘ hvíslaðí IJpward FJetcher enn, og þó eilítið hœrra en áður, „Nú höldum við áfram ppp stigann. Þú reiknaðij? skakkt, þegar þfj Jézt þér ekki nægja sjö hundruð dollarana, Wheeler.“ „Ég reiknaði skakkt, þegar ég lét mér ekkí nægja að sitja heima og lesa í bók,“ varð mér að orði. Við gegnum upp stigann, námum staðar á pali- inum og litum í kringum okkur. Svefnherbergis- dyrnar voru beint framundan, baðherbergisdyrnar til vinstri og loks tvennar dyr að minni svefnher- bergjum. „Kallaðu á hann,“ hvíslaði Fletcher í eyra mér. „Hvað meinarðu?“ „Kallaðu á hann,“ endurtók hann skipandi og þrýsti skammbyssuhlaupinu fastar að síðu mér. „Þá það,“ varð mér að orði. „Johny Torch“, sagði ég, dálítið hærra en venjulegri samtals- röddu. „Johny Torch . . . Johny. . Nokrar sekúndur liðu án þess nokkuð gerðist eða heyrðist. Loks svaraði John Torch: „Hér er ég löggi . . . Komdu ef þú þorir . . . komdu ef Þú þorir, löggi. . Svo var að heyra sem rödd hans bærist úr þriðja svefnherberginu, eða þvi sem var fjærst okkur. „Þarna heyrðirðu í honum," mælti Fletcher lágt. „Svona nú, lagsmaður; áfram með þig. . Við komumst alla leið að innstu dyrunum án þess nokkuð gerðist. Þær voru lokaðar. „Opnaðu,“ hvíslaði Fletcher enn. „Inn með þig. . . .“ „Og láta hann skjóta mig eins og hund,“ svar- aði ég. „Þú getur valið um hver framkvæmir það verk“, hvislaði Fletcher enn. „Ef þú hlýðir ekki, þá neyð- ist ég til að skjóta þig . . . eins og hund.“ Og enn einu sinni sá ég likin 5 kæliklefanum fyrir hugskotssjónum mínum. Sá mitt eigið lík liggjandi þar á hillu. . . . Satt bezt að segja hef ég ekkert á móti því að velja á milli kosta, þegar einhver munur er á; en að velja á milli kosta, sem háðir voru jafnillir, var dálítið annað. Fletcher þrýsti skammbyssuhlaupinu að síðu mér, orðum sínum til enn frekari áherzlu. „Þú færð frest í tvær sekúndur,“ hvíslaði hann. „Veldu á milli, Wheeler. . Og ég valdi. Ég hratt hurðinni frá stöfum. Torch var ekki sjáanlegur þeim megin í herberginu sem við okkur blasti, svo að ég taldi sennilegast að hann héldi sig þeim meginn, sem ekki sá til hans. Það gat líka hæglega átt sér stað, að hann stæði að hurðarbaki. Ég þóttist sjá, að hann beindi hlaupi skammbyssunnar að mér — og um leið fann ég að Fletcher þrýsti skammbyssuhlaupinu að síðu mér. Ég gekk þrjú skref inn á svefnherbergisgólfið, svo langt sem hurðin hlífði mér, en í stað þess að taka fjórða skrefið, fleygði ég mér flötum á gólf- ábreiðuna. Um leið kvað við skot, síðan þrjú í rennu og ég heyrði að eitthvað féll niður á ábreið- una rétt hjá mér. Svo varð allt hljótt aftur, eins og í gröf. Það virtist ekki nema um tvennt að gera. Ann- að hvort var ég með öllu ósærður, eða þá að ég var steindauður. Ég afréð að komast sem fyrst að raun um hvort heldur væri; hreyfði höfuðið með gát og leit í kringum mig. „Stattu upp, Wheeler," sagði Johny Torch. „Rístu upp á afturlappirnar, löggi.“ Ég gerði eins og hann bauð. Joliny Torch sat á rekkjustokknum og hélt á skammbyssunni; það ruuk enn úr hlaupinu. Hann glotti við mér. „Kannski þig langi til að kveðja Howard karlinn hinnsta sinni,“ sagðJ þann Jágt Pg kjnnkaði JíplJi { átt tij dyra, Mér varð litið þangað. Skammbyssa Howards Fletchers lá á gólfábreiðunni, það var hún, sem ég hafði heyrt detta. Fletcher sjðlfur stóð upp við dyrastafinn, laut fram, rétt eins og hann væri að hneygja sig í kveðjuskyni, laut enn dýpra unz hann missti jafnvægið og féll fram yfir sig, inn á gólfábreiðuna. „Mitt á milli augnanna," mælti Johny Torch hreykinn. „Honum hefði verið nær að halda kýrru íyrir heima hjá sér.“ „Ég er öllu meira undrandi á því, að hann skuli hafa sleppt þér að heiman,“ varð mér að orði. „Ég rotaði hann og stalzt svo í burtu," svaraði Johny Torch og glotti enn. „En honum hefði verið nær að halda sig heima þegar hann raknaði úr rotinu. Og þú ættir líka að vera heima hjá þér, löggi, en ekki að vera að flækjast hérna fyrir mér. . .“ „Við skulum ekki vera neitt að þrátta um það,“ svaraði ég. „Hefurðu fundið peningana?“ „Nei, en ég finn þá. Þeir eru fólgnir einhvers- staðar hérna i húsinu. Ég skal íinna þá. Ég er búinn að þrautleita í hinum tveim svefnherbergj- unum, og ég finn þá ekki í þessu herbergi, hljóta þeir að vera faldir einhvers staðar niðri. Þú hjálp- ar mér að leita, löggi . . . þú getur leitað inni I baðherberginu. . . „Og þegar þeir eru fundnir?" „Tölum ekki um það,“ svaraði Johny Torch. „Það yrði aðeins til að valda þér áhyggjum, löggi sæll, svona — þú byrjar í baðherberginu .. Ég reis á fætur. Hélt fram á ganginn og inn í baðherbergið. Þar var ekki um marga felustaði að ræða. Gömul hlifðarúlpa, sem lögreglustjóri not- aði í veiðiferðum, hékk þar á snaga. Ég leitaði I vösunum, en þeir reyndust vitanlega tómir. „Allt í lagi,“ sagði Johny Torch. „Þá eru það skúffurnar í snyrtiborðinu." Ég hvolfdi úr skúffunum á gólfábreiðuna, en þar var ekkert að finna, sem einu sinni líktist pen- ingum. Johny reis úr sæti sínu og lét mig spretta upp rúmdýnunni, fór um hana annarri hendi, en hélt skammbyssunni stöðugt skothúinni í hinni. Þar var ekkert að finna heldur. „Kannske einhver hafi orðið þér fyrri til," varð mér að orði. „Ekki til í málinu," svaraði hann af einlægni. „Það er þessi fréttamaður," sagði ég. „Schafer heitir hann. ,,Það er slunginn náungi; hver veit nema hann hafi orðið þess áskynja, að pening- arnir væru faldir hér?“ „Áttu við náungann, sem Linda Scott lenti í slagtogi við?“ mælti Johny Torch. „Hann hét jú Schafer. Hvernig ætti hann að hafa komist á snoðir um það?“ „Hversvegna spyrðu hann ekki sjálfan?" „Vertu ekki með nein ólíkindalæti, löggi sæll. Það vill svo til að ég þarf ekki á aðstoð þinni að halda lengur. Og þá. . . „Ég meina þetta," sagði ég. „Schafer er staddur hérna niðri. Og þú sagðir einmitt að þú hefðir ekki leitað þar enn. . „Heldurðu að ég sé það fifl, að þú getir gabbað mig á svo einfaldan hátt, löggi sæll,“ mælti Johny Torch og herpti varirnar. „Þetta er dagsatt," mælti ég enn. „Ef þú trúir mér ekki, geturðu skroppið niður og sannfærst um það sjálfur." „Hver veit líka nema ég geri Það áíiur en lýk? Jtr,“ svaraði hann, „En fyrgt geng ég frá þér.“ „Ef þú reyndir aS hugsa máJið, Johny," sagði 22 ausm

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.