Vikan


Vikan - 01.12.1960, Side 24

Vikan - 01.12.1960, Side 24
Fyrir hverju er draumurinn? Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar Ef yður dreymir þá drauma, að yður leiki forvitni á um þýðin^u þeirra, þá skrifið Yikunni, pósthólf 149 og bréfinu verður komið til draumráðninjjamarrn'in >. Ráðning kostar ekki neitt, nema menn vilji fá skriflegt svar, beint frá draumráðningamanninum. Þá kostar ráðn- ingin 50 krónur og bréfið verður að láta í ábyrgð. Kæri draumráðningamaður. Mig dreymdi nýlega, að maðurinn minn var að ldæða sig í svarta, mjög þrönga peysu og að móðir mín var að sauma á hann svarta skyrtu, og skömmu seinna dreymdi mig, að ég frétti, að hann væri drukknaður. (Hann er sjómaður.) Ég grét ákaflega mikið og fer ]>á til spákonu með bolla og bið hana að spá fyrir mig. Þegar ég kem til hennar, segir hún: ,,Þennan bolla þarf ég ekki að spá i, þú sérð sjálf, hvað í honum er.“ Þá lít ég í bollann og sé i honum þrjár myndir. í botninum var ég sjálf og sat niðri við sjó, en upp við barm- inn sín hvorum megin í hollanum voru and- litsmyndir af okkur. Rúna. HvaO segja stjörnurnar urn Tiœfileika yðar, fi‘öguleika og framtíö? Viljiö þér fá svar viö þessu þá sendiö upplýsingar um nafn, heimilis- fang og ár, fæöingarstaö og hvenær sólarhrings- ins þér fæddust ásamt greiöslu í umslagi merkt póslhólf 2000 Kópavogi og svariö mun berast yö- ur meö pósti. L.mslegt yfirlit (sólkort) ........... kr. 50.00 Lauslegt yfirlit meö hnattaafstööum .. — 100.00 i’i.ádómar fyrir eitt ár kostar ...... — 200.00 Nákvæmt yfirlit meö hnattaafstööum — 500.00 AÖ gefnu tilefni tökum viö fram aö fæöingar- st-i’nd má helzt ekki skakka meira en 15 mínútum. Þór Baldurs. Svar til Ri'inii. . .Draumurinn mcrkir, að eiginmaður þinn verður gagnri'indur harðlega fgrir athæfi, sem hann gerði i góðum tilgangi. Ekki þykir mér ósennilegt, að það sé í sambandi við fjölskylduna, þar eð móðir þin var að sauma svarta skyrtu á hann. Siðari hluti draums- ins, það er að segia för þín til spákonnnnar með bollann, er talinn merkja velgengni i ástamálum. Kæri draumráðandi. Mig dreymdi um daginn merkilegan draum og langar að vita, hvað hann táknar. Ég og vinkona mín lágum uppi á fæðingardeild inni á gríðarstórri stofu, og voru bara tvö rúm okkar þar inni. Fannst mér við hafa eignazt hörn, en ekki hafa séð þau. Svo fannst mér dyrnar opnast og tveir menn birtast þar, sem ég og vinkona mín þelckjum, Jóhann og Sig- urður. Þeir stóðu þar og hrostu út undir eyru, en við vorum frekar „domm“. Með kærar kakkir fyrir fram, K. Á. K. Svar til Ii. Á. K. Þegar gifta konu dreymir, að him fæði barn, má búast við mikilli heppni eða miklum arfi. En þ'egar ógiftar konur dreym- ir slíkan draum, táknar hann missi gó&s mannorðs og uppsagnar elskhuga hennar. slikur draumur er ógiftum konum viðvörun við kæruleysislegri hegðun. Eins og draum- itrinn er settur fram, má búast við, að hið siðastnefnda eigi við. Herra draumráðandi. Mig dreymdi, að ég segði við mömmu mina, að ég væri að fara á stefnumöt, en þó fannst inér ég vera að skrökva því. Svo kemur mamma með skyrtu af pabba mínum, sem ég á að fara í. Ifún rífur stórt stykki úr skyrtunni. Fer ég þá út, og finnst mér ég koma inn i stóran sal, sem líkist lielzt hlöðu. Þar voru tveir stólar. Á öðrum situr stúlka, en cnginn á hinum. Svo lcemur jiangað maður, sem ég þekki lítið. Kyssir hann stúlkuna, og ég óskaði, að hann hefði gert liið sama við mig. Við það vaknaði ég. Maðurinn heitir Ásgeir. h E. S. Fyrsta atriðið i draumnum er stefnumót- ið, sem talið er merkja, að þú verðir snið- gengin af þeim, sem þú annt mest, og er stefnnmót i draumi talið vera slæmt tákn. Einnig þar, sem þig dreymir rifna skyrtu, má búast við ósamkomnlagi við fjölskyldu þina. Ástarsenan, sem þú horfðir á, er fyrir vonbrigðum hjá þér. Framh. á bls. 32. Það var einu sinni brúða, sern var svo fínt klædd, að hún vildi vera drottning. Hún leit niður á rauða silkikjólinn sinn og fallegu lakkskóna. „Aii, hvað ég er fin,“ sagði hún. Það var spegill heint á móti hcnni. „Þú hefur stór, blá augu, yndislegt, liðað hár og fallegustu rauðu varir í heiminum,“ sagði spegillinn. Brúðan kinkaði kolli. „Já, ég er mjög fal)eg,“ sagði hún. „Þegar fólk sér mig, veit það, að ég er reglulega fín dama.“ Hún horfði út um stóra gluggann. Fólk gekk fram og aftur á götunni fyrir utan, en smátelpurnar stönzuðu og horfðu i gegnum gluggann. Þær þrýstu nefinu upp að rúðunni og andvörpuðu: „Ó, hvað þetta er falleg brúða. Ég vildi óska, að ég ætti hana, en hún er víst allt of dýr ...“ Brúðan kinkaði kolli með sjálfri sér. Hún var hræðilega dýr, ]>að var satt. Hún gat opnað og lokað augunum, hún gat einnig horft til hliðar. Hárið á henni var ekta kinverskt, kannski var það af kín- verskri prinsessu. Þegar hún lá út af og reisti sig upp, sagði hún: „Mamma“, og hún gat líka gengið, þegar einhver hélt undir hendurnar á henni. Já, mikið var hún fin, hún varð bókstaflega að verða drottning. Dag nokkurn stóð lítil, fátæk stúlka fyrir utan rúðuna og horfði inn stórum augum. Skórnir hennar voru skældir og kjóllinn rifinn. liárið lá í þunnum, úfnum fléttum umhverfis magurt og fölt andlitið. „Almáttugur, hvað hún er falleg,“ hvíslaði hún og þorði ekki einu sinni að imynda sér, að hún ætti liana. Brúðan hnykkti til höfðinu og sagði: „Já, ég er fín, og til allrar hamingju átt þú ekki að fá mig, fátæka stelpa. Ég ætla að verða drottning, — ég.“ Daginn eftir kom stór og feátur herramaður inn i búðina með litla dóttur sína. „Eigið þér fallega brúðu handa Önnu litlu?“ spurði hann. „Hvernig finnst yður þessi?“ sagði búðarstúlkan og sýndi þeim snotra brúðu. „Uss, það er ekkert varið í hana,“ sagði stelpan og stuppaði í gólfið. „Brúðurnar minar eru miklu fallegri.“ Þá kom hrúðarstúlkan með brúðu, sem var enn fallegri en hin. „Þessi er falleg," sagði pabbinn. „Ég vil hana ekki,“ sagði stelpan og ýtti við henni. „Ég vil fá brúðuna í glugganum.“ Daman brosti. „Það er sýningarbrúða og mjög dýr,“ sagði hún. Dúkkan sem vildi vera drottning 4 hxan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.