Vikan


Vikan - 01.12.1960, Síða 35

Vikan - 01.12.1960, Síða 35
Sólar-rennibraul Edwin Arnason í litlu landamæra- þorpi Framh. af bls. 11. í fang annarrar, var ótt.inn og hættan, sem þau höfðu lent í, dauðinn, sem þau höfðu umflúið, og þráin til að lifa liíinu, sem þau höfðu öðlazt á ný, út í yztu æsar. Tveir hanar göluðu hátt. Sólin var komin upp. Nýr dagur hafði fæðzt. En töfrahringurinn var enn í kring- um þessar tvær mannverur. Allt um- hverfið hafði breytzt við kraftaverk- ið. „Hvað heitir þú? Hvað á ég að kalla þig?“ „Nei, nei, við skulum ekki nefna nein nöfn.“ Þú hefur rétt fyrif þér, það er engin önnur kona til, aðeins þú, og ekkert skal komast á milli okkar." „Tilheyrir þú einhverjum þarna úti?" „Nei, ég er aðeins þin.“ „Hve lengi?" „Alltaf og eiliflega. Og þú, ert þú 'kvæntur? Áttu börn, sem þú elskar og munu taka þig frá mér?“ „Nei, ég á engan, ég er aleinn I heiminum." Slík orð eru áfeng og töfrandi og :gefa ævintýrinu dýpt. Allan daginn reika þau tvö um skóg 'Og engi. 1 þorpskirkjunni litu þau upp til heilagrar guðsmóður og gengu á milji grasi gróinna leiðanna í kirkjugarðinum. „Hver ert þú? Hvernig var líf þitt hingað til?“ :spurði Grúsinskaja. ,,Mitt líf, lífið mitt? Sérðu hest- inn þarna, sem dregur plóginn? Hann .markar eitt far í eina átt og annað í aðra, og hvert far verður að vera þráðbeint og liggja eins. Þannig var líf mitt þar til í dag,“ svaraði mað- urinn. „En þú, hvernig hefur þú lif- að lífinu?" „Ég? Ég er aðeins lítil býfluga. Þú veizt, hvernig býflugur lifa, — þær vinna og vinna. Þær eru aidrei þreyttar, þær þekkja aðeins skyldu sína. E'n aðeins ein af þeim er kven- fluga. Einu sinni á ári getur hún valið sér maka, og þá er hún drottn- ing.“ „En hvað þú segir fallega frá, ást- in mín.“ „Og í dag er ég drottningin," hvísl- aði konan. Loftið var mettað ilmi villtra rósa. Maðurinn og konan gengu fram hjá öðrum farþegum, sem höfðu bjarg- azt, en kveinuðu yfir missi farang- urs síns og yfir töfinni. Síðan sneru þau aftur heim að myllunni. Þau báru líka merki slyssins. Þau voru föl og föt þeirra sundur tætt, en þau tóku ekki eftir því. Meðan þau borðuðu kvöldmatinn, báðu mal- arinn og kona hans þau að segja frá slysinu. Þau gerðu eins og þau voru beðin, en það þreytti þau. Eftir matinn létu þau sig berast með straumnum upp við ströndina í gömlum bát, þar sem trén köstuðu skuggum sínum yfir vatnið. Brátt voru þau farin að tala um framtíð- ina, óvissa og óljósa framtíð, sem tók við á því augnabliki, er lestirnar byrj- uðu að ganga aftur. „Ég vildi, að hingað kæmi aldrei nein lest framar, enginn hugsaði lengur um okkur og lífið væri alltaf eins og í dag,“ sagði Grúsinskaja, ,,Er slík hamingja til? Er yfirhöfuð hægt að hugsa sér það?“ „Ó, já, við skulum gera okkur í hugarlund, hvernig hamingja okkar yrði. Hví ætti hún ekki að geta enzt til eilifðar? Við getum stjórnað þvi sjálf. Við getum verið hér áfram saman eða farið eitthvað annað ...“ Hann horfði á hendur hennar, sem léku við sefið. Já, hann elskaði þessa konu. Hann elskaði hana takmarka- laust. „Við verðum saman, alltaf sarnan," sagði hann. „Við getum farið til Italíu eða Englands. Alls staðar i heiminum er hægt að finna afskekkta staði. Eíða hvernig væri japan? Hefurðu nokk- urn tima verið þar? Eða kannski Havaí? Þar er dásamlegt." „Ég er viss um það. Við skulum alltaf vera saman. Tíminn mun líða, og við verðum gömul, en við skulum alltaf, alltaf vera saman.“ Þannig töluðu þau saman í bátn- um, i skugga trjánna. Þau töluðu eins og aliir aðrir elskendur hafa alltaf talað alls staðar, síðan heim- urinn var skapaður. En í huga þeirra leyndist kviðinn. Það var eins og þau dreymdi og að þau kviðu því að vakna. Þögul gengu þau aftur að myllunni. Um kvöldið komu tveir embættis- menn og tóku skýrslu af þeim, sem höfðu bjargazt. Þeir komu líka í herbergið í myllunni og spurðu hæ- verskra spurninga. Hvert var nafn mannsins? Hvaðan kom hann? Stetten svaraði lágt. Grúsinskaja var þreytt og hafði lagzt á rúmið með andlitið upp að vegg. Hún vildi ekki heyra, hvað sagt var. „Og konan? Frúin er auðvitað eig- inkona yðar?“ spuröi embættismað- urinn, mestmegnis til málamynda til aö fylgja settum reglum og fylla út skýrsluna. Stetten hikaði andartak. „Nei,“ svaraði hann svo, EmbættismaÖurinn duldi undrun sína. Svo sneri hann sér að Grúsins- kaju og beindi nokkrum spurningum til hennar. „Ef þið óskið eftir aö gera fjöl- skyldum ykkar viðvart, skulum við með ánægju taka við símskeytum og senda þau úr næsta þorpi,“ sagði hinn maðurinn. Stetten hikaði aftur, en sagði svo, að hann vildi senda þrjú símskeyti. Þau voru til móður hans, unnustu og fyrirtækisins. Grúsinskaja bað líka um að fá að skrifa símskeyti. Embættismaðurinn rétti henni blýant. Hún sendi stutt- ar hamingjuóskir til Búdapest og til- kynningu til Sardowskýs. Embættis- mennirnir kvöddu með þeim orðum, að líkur væru til, að lestir byrjuðu að ganga aftur morguninn eftir. Það var hljótt í herberginu. Stetten gekk að rúminu og strauk Grúsinskaju blíðlega um svart hárið. „Hjartað mitt, því græturðu?" „Ég græt ekki, þetta líður hjá,“ sagði hún á rússnesku og dró hann niður að sér. Aftur göluðu hanarnir, en sólin kom ekki upp. ömurlegur austan- vindur þaut eftir götunni. Það féllu dropar úr trjánum, þó að engin rign- ing væri. Það var kalt. Stetten vaknaði með sáran höfuð- verk. Honum fannst hann vera veik- ur, og hann hafði verk i meidda handleggnum. Hann dró höndina varlega undan höfði Grúsinskaju og horfði á hana. Hún svaf. E'ftir að hann hafði skoðað hana stundarkorn, andvarpaði hann. „Hún hlýtur að vera þreytt," hugsaði hann. En undir- vitund hans sagði allt annað, sem hann vildi ekki viðurkenna. „Hún er gömul,“ sagði hún. Það fór hrollur um hann. Hann reis upp, klæddi sig lauslega og flúði. Oti gekk hann í kringum húsið. I dag hefði átt aö vera brúðkaupsdagur hans, og hann, Arnold von Stetten yfirverkfræðing- ur, trúlofaður yndislegri ungri stúlku, maður, sem alla ævi hafði hagað sér óaðfinnanlega, skildi ekk- ert í sjálfum sér. Þegar Grúsinskaja vaknaði, var hún ein. Hana hafði dreymt Gailew. Hann var óáreiðanlegasti meðdans- ari, sem hún hafði haft. Oft var hann jafnvel drukkinn, þegar sýning átti að hefjast. Þegar hún fór á fætur, lögðust áhyggjur ballettstjörnunnar á hana. Það var miðvikudagur. Ef það væri rétt, að lestirnar gengju í dag, gæti hún komizt á búningsæf- inguna. Ef það væri ekki, yrði hún Framhald á bls. 38. BISSAR eru prjónavélarnar sem mesta mynzturmöguleika hafa. Verzl. PFAFF h.f. Skólavörðustíg 1. — Sími 13725. V.IXANl 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.