Vikan


Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 3

Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 3
Ekki írumleg. Iíæra Vika. Ég á vinkonu, sem er annars alveg úgæt, en hún hefur einn galla, sem er óþolandi. í hvert skipti, sem ég kaupi mér einhverja nýja flík, rýkur hún til og kaupir sér alveg eins. Þetta fer svo í taugarnar á mér, að ég gæti öskrað. Hvað á ég að gera til þess að venja hana af þessu, því svo lialda náttúrlega allir, að ég sé svona ósmekkleg og ófrumleg. T. Ó. A. Ekki skal ég rengja það, að þessi ávani stúlkunnar sé þér hvimleiður. En um leið er hann í ruuninni traustsgfirlgsing til þín. Hún tregstir þínum smekk betur en sínum eigin. Eigi að síður finnst mér, að þú ættir að færa þetta í tal við hana og benda henni á, að þér líki þetta ekki, og koma henni í skilning um, að betra muni að skapa sér eitthvert persónueinkenni í klæðaburði. Þú gætir t. d. leiðbeint henni um klæðaval, cf hún skgltli vilja það. Bréfaviðskipii við útlönd Kæra Vika. Getur þú hjálpað okkur? Okkur langar til að eignast pennavini í Bandarí’ junum, en vitum ekki, hvert við eigum að snúa okkur. Getur þú gefið okkur upp adressu á einhverju blaði í Bandaríkj- unum? Við vonum, að þú gerir þetta, heizt nokkuð fljótt. Með fyrirfram þökk, Tvær óþolinmóðar. The Saturday Evening Post, Independence Square, Phila. 5, PA U.SA. Kæra Vika. Mig langar til að eignast pennavini i Ind- landi og Japan. Geturðu gefið mér ujjp adressur á einhverjum blöðum i þessum lönd- um? Svaraðu mér eins fljótt og þú getur. Magga. Við skutum á ráðstefnu um málið. Við á Vikunni erum sem sé öll ólæs á indverskn og japönsku og fáum því engin blöð á þetm máilum. Okkur datt í hug að benda þér á að stíla bréfið þitt til keisarans í Japan eða Nehrns gamla í Indlandi, og biðja þá að koma því fram, en ef þú vilt það ekki, er kannski ráð fgrir þig að skrifa utan á bréfið: To the Biggest Neivspaper in Tokgo (Bombay). ' ■ . ■■ - ■ | EEVIHI LEVIN KÆLI- OG FRYSTIBORÐ Einkaumboð: SAMBAND ISL. SAMVINNUFELAGA VtLADEILD

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.