Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 10
Andlitsmynd af ungri stúlku.
Skip í höfninni.
Kári Eiríksson hefur haft heldur hljótt um sig,
síðan hann kom frá námi á Ítalíu og efndi til
svningar á verkum sínum i Listamannaskálanum.
Ég frétti af honum á fasteignasölu og var farinn
rð halda, að hann hefði horfið af listabrautinni
t;i annarrar arðsamari atvinnu. Svo stóð ég hann
rð verki með pensla og litabretti í salnum á
"reyjugötunni. Hann hafði fengið inni þar og
verið afkastasamur: Meðfram öllum veggjum
voru myndir í bunkum, og á miðju gólfi var heilt
borð þakið litahrúgum, túpum og öðrum áhöld-
ira, Kári virtist í essinu sínu, og ég býst við
því, að svo mikil málning hafi verið komin í
buxurnar hans, að þær hefðu staðið einar.
— Velkominn úr fasteignasölunni, sagði ég. •—
Það var gott, að þú gazt slitið þig frá henni.
— Það var ekki erfitt. Ég hef aldrei ætlað
mér að standa i svoleiðis þrasi til lengdar. Maður
var í símanum guðslangan daginn og svaraði þess-
um sömu spurningum aftur og aftur.
— Og málaðir alls ekki neitt?
— Bara um helgar og stundum á kvöldin. Ann-
ars verður maður svo svekktur á svona starfi,
að það þarf hörku til að koma sér á strik við
að mála á kvöldin. Ég er hættur því og geri
það ekki aftur, nema mikla nauðsyn beri til.
—- Ég er hræddur um, að Það hafi eitthvað
orðið eftir af Þér í fasteignasölunni. Eru þetta
ekki fokheldir hússkrokkar á þessum myndum.
Ég sé ekki betur.
— Jú, það er vist rétt. Kannski hefur maður
uppgötvað þarna eitthvað nýtt, sem á eftir að
blómstra. Ég hafði aldrei tekið eftir því, að fok-
held hús væru „malerísk". Þú sérð, að þetta eru
ekki svo galin mótív.
— Ertu alveg að hætta að nota liti? — þetta
er mest grátt hjá þér.
— Ja, fokheld hús eru grá, ekki satt? Arinars
held ég mikið upp á grátt og hvítt og svart. Ég
fer mjög hóflega með sterka liti, eins og þú sérð
á myndunum hérna.
— Mest af þessum myndum eru alveg gerólíkar
þeim, sem þú sýndir við komuna frá Italíu. Hvað
kemur til?
— Það er ekki gott að segja. Stundum losnar
um mann, þegar maður hættir og gefur sig að
öðru starfi. Þá er eins og hlutirnir séu öðruvísi
— eða þá, að maður sér þá í nýju Ijósi, þegar
byrjað er aftur.
— Mér finnst Þetta alveg ótrúlegar framfarir
hjá þér, og ég skil það varla, fyrst þú hefur ekki
unnið svo mikið að því að mála.
— Ég hef hugsað þeim mun meira. Það er
rkki endilega vist, að maður bæti sig mest á því
r,ð hamast eins og óður maður með pensil og liti.
Svo getur verið, að ég sé enn þá að taka út
þroska.
— Það var talsvert af landslagsmyndum hjá þér
á sýningunni. Ertu að falla frá þeim?
— Nei, þær eru hér enn. Það þarf kannski að
virða þær ögn fyrir sér til þess að sjá, hvað um
er að ræða, og kannski er ekki lengur hægt að
sjá, að þar sé um landslag að ræða, en margar
af þessum myndum eru beint úr náttúrunni. Ég
hef notað litina og jafnvel formin líka, en það
er rétt, að stílfærslan er orðin nokkuð mikil. Þó
eru þarna myndir frá Þingvöllum, sem ætti að
vera hægurinn hjá að þekkja.
— Þannig máluðu gömlu meistararnir, sagði
Kári og hélt reglustikunni laust frá myndinni. ♦
— Nú er ekki verið að dunda við smáatriðin
—• Ég sé, að þú notar brons.
— Já, finnst þér það ekki fara sæmilega?
Bronsið er svo „dekoratívt", en ég nota það bara
einstöku sinnum. Sjáðu þessa hérna. Þetta er bara
fantasia með andliti og einhverjum dularfullum
jurtum. En bronsið fer ágætlega i henni með
svarta litnum.
— Er það nú tilviljun, að þessi mynd varð
svona, eða var hún þrauthugsuð fyrir fram?
— Ég býst við þvi, að hún hafi orðið til í
mcðförunum að einhverju eða miklu leyti. Mál-
verkið er ekki orðið eins útspekúlerað eins og
þegar þeir voru að mála gömlu meistararnir. Á
ég að sýna þér, hvernig þeir fóru að? Þeir höfðu
sérstakan stokk, — ég get sýnt þér það með
reglustikunni, — því línurnar voru svo hárfínar,
að hvergi mátti skeika agnarögn. Það er gott að
vera laus við svoleiðis vinnubrögð.
— Þú hefur þá ekki þurft að vinna þannig
í skólanum á Italiu?
— Það var að vísu lögð á það mikil áherzla
að kenna okkur ýmis gömul grundvallaratriði,
en ekki beinlinis þetta, enda er það óþarft. En
við áttum að vinna nákvæmlega í skólanum.
— Þið hafið auðvitað notað fyrirsætur eins og
í öðrum sambærilegum skólum. Áttuð þið þá
að teikna þær og mála mjög nákvæmlega?
— Skólinn ætlaðist til, að svo . væri gert, en
það var svo sem ekki brottrekstrarsök, þótt mað-
ur gerði það ekki. En maður fékk að vita það
á kurteislegan hátt, að til þess þyrfti maður ekki
að vera í skóla. Ég man það, að ég fór eitthvað
að stílfæra módelið um of, og þá kom kennarinn
og spurði mig, hvort ég hefði verið í Paris. Hann
sagði það í þeim tón, að ég skildi, að þar var
engin aðdáun á ferðinni.
Framhald á bls. 33.
Fólk á götunni.
!□ VIAAM