Vikan


Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 31
Nýsmíði - Skipa- og vélaviðgerðir Vélaverzlun HÉÐINN VÉLAUMBOÐ annast VÉLAKAUPIN. — Hvers konar vélar og tæki á hagstæðustu verði. — Leitið því til vor með vandamál yðar á sviði véltækninnar = HÉÐINN hefur um árabil leitazt við að vera í fararbroddi. íslenzkrar tækniþróunar, = HÉÐINN = UéQGumBoð Seljavegi 2 — Reykjavík — Sími 2 42 60 (10 línur) Kýjárs- mat- seðill Framhald af bls. 16. Nougaísterta. Nougi. 2 dl. möndlur, afhýddar, sax- aðar, 150 gr. sykur. ísinn. 3—4 egg, 4 msk. sykur, Vi 1. rjómi, vanilja. Sykurinn er settur á þurra, heita pönnu og brúnaður hrært vel í á meðan. Þegar myndast hefur hvit froða eru möndlurnar sem áður hafa verið afhýddar og saxaðar látnar saman við, hrært vel saman. Látið á smurða plötu, kælt, mulið smátt, dálitið tekið frá. Eggjarauð- urnar eru þeyttar með sykrinum, nouga, vanilju, þeyttum rjóma og stífþeyttum hvítum blandað saman við, fryst í djúpu, kringlóttu móti. Þegar það er horið fram er ísnum hvolft á fat og skreyttur með þeytt- um rjóma og nouganum, sem áður hefur verið tekinn frá. Fallegt er að raða ískökum eða súkkulaði- marange í kringum tertuna. Peysa og sporthúfa Framhald af bls. 16. Hnappagatalisti: Fitjið upp 14 1. á prj. nr. 2% og prjónið fyrst lista á vinstra framstykki, 51 sm langan og prjónið er 1 1. sl. og 1 I. br. Prjónið nú listann á hægra fram- stk. og um leið hnappagötin 5. Fyrsta hnappagatið prjónast 2 sm frá upp- fitjun þannig: prjónið 5 1., fellið 4 1. af, prjónið 5 1., á næsta prjóni eru síðan fitjaðar upp 4 I. yfir þeim affelldu í fyrri umferð. Prjónið ca. 12 sm milli hnappagatanna. Ef peys- an vill opnast milli hnappagatanna, er ágætt að festa plastsmellur á milli, svo að lítið beri á. Kragi: Fitjið upp 102 1. á prjóna nr. 2% og prjónið 10 sm brugðning, 1 1. sl. og 1 1. br. Þá eru fitjaðar upp í enda prjóns báðum megin 34 lykkjur (170 1. á prjóninum). Prjón- ið síðan 2 sm sléttprjón yfir allar lykkjurnar, fellið af. Pressið nú öll stykkin lauslega frá röngu, saumið saman axlar-, hliðar- og ermarsauma, saumið ermarnar i. Saumið listana framan á peysuna. Brjótið inn af sléttprjónuðu röndina kringum kragann og saumið niður frá röngu. Festið tölur á mótstæðan stað við hnappagötin. Sport-húfa. Efni: 100 gr. af bláu fjögurra þráða ullargarni, 25 gr. af hvítu garni af sömu gerð. Prjónar nr. 3. Fitjið upp 134 1. og prjónið brugðn- ing 2 1. sl. og 2 1. br. Eftir 14 sm er hvíta garnið prjónað í þannig: að prj. er 1 umf. sl. frá réttu og síðan 3 umf. 2 1. sl. og 2 1. br. Takið nú bláa garnið og prj. 1 umf. slétta frá réttu, síðan 2 i. sl og 2 1. br. Þegar allt stykkið mælist 31 sm, er aftur prjónað með hvíta garninu og tekið úr þannig frá röngu, 2 1. sl. * 2 1. sl. prj. saman, 2 1. sl. *, end- urtekið frá * til * umf. á enda. Prjónið nú 2 1. sl. og 1 1. br. Þegar hvíta röndin mælist 4 sm er tekið úr þannig: prj. 2 1. sl. saman * 1 1. br., 2 1. sl. sm. * Endurtakið frá * til * umf. á enda. Prjónið nú 1 1. sl. og 1 1. br., 2 sm. Prjónið 1 1. sl., og 2 1. sl. saman umferðina á enda. Prjónið 1 umf. br., prj. 2 1. sl. sam- an umf. á enda. Dragið nú garnið I gegnum lykkjurnar, sem eftir eru, og festið það vel á röngu. Saumið húfuna saman með úrröktu garni og aftursting, byrjið að neðan og saumið upp ca. 25 sm með sauminn út á réttu, snúið síðan húfunni við og saumið það, sem eftir er af saum- unum frá röngu. Brjótið húfuna þannig, að hvíta röndin komi á miðju uppábrotinu. sklpasalan Austurstræti 12 II. hæð. Reykjavík. Síml 35639. Póstbox I 155. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.