Vikan


Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 35

Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 35
 Þau seldu mest og hlutu * flugferð Fyrir nokkru efndi Vikan til keppni meðal sölubarna og skyldu sex hin söluhæstu fá að verðlaun- um flugferð yfir Reykjavík. Það eru oftast hin sönm, sem mest selja og hæstur varð i þetta sinn Svanur Gestsson, sá er reiðhjólið hlaut í söluverðlaun fyrir tveim árum og hefur hann haldið forustu siðan. Svanur seldi i Jætta sinn 80 blöð og flest hin voru með 50—60 blöð hvert. Sölubörn fá jjrjár krónur af hverju blaði og má af Jnví sjá, að Svanur getur komizt í 900—1000 krónur á mánuði. Ef joau selja allan ársins liring, geta Jjau haft að laun- um kr. 7.000,00 eftir árið. Flugvélin, sem flogið var í, er frá Flugskólanum Þyt. Hún er af Cessna-gerð og rúmar Jjrjá farjjega. Það varð Jæss vegna að skipta hópn- um og var flogið um Jiað bil stund- arfjórðung með hvern lióp. Flest höfðu Jsau aldrei flogið áður og var almenn ánægja með flugið, enda var veður fagurt, sólskin og logn. Þau urðu söluhæst og hlutu flugferðina. Flugvélin, sem flogið var í sést í baksýn. Það er Cessna-vél frá Flugskólanum Þyt. Næstu lirír, gjörið þið svo vel. Þeir sögðust vera ógurlega kaldir og ekkert kvíða fyrir. Það stóðu fleiri vélar frá Flugskól- anum framan við flugskýlið og Svanur Gestsson, sölukóngur, sett- ist í flugmannssætið, meðan hann beið. Flugvélin bíður eftir merki um að mega fara á loft og þeir sem voru í síðustu ferð, horfa á eftir og gætu víst hugsað sér að fara aðra ferð. PRENTSMHWAN — SIMAU: 35320, 35321, 35322, 35323 S«! «$» m i m

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.