Vikan


Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 5

Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 5
Bifreiðastöð Steindórs Sími 11580 — Talstöðvabílar óskar öllum viðskiptavinum sínum f jær og nær gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. annan mann í fyrsta skipti, og sama máli skiptir um að liitta nýfætt barn sitt. Hins vegar þarf hún ekki að vera i vafa um, að allt liiÖ yndislega og óumræðilega, sem bún hefur heyrt talað um og lilakkað til, það kemur. Fæstar mæður fara algjörlega varliluta af ofurlitlu kjarkleysi eftir fæðingu. En það riður á því, að þær viti það fyrir fram, slíkt lijálpar þeim til að komast yfir það, og að skömmum tima liðnum mun með- göngutíminn með öllum hans óþægindum vera gleymdur og horfinn út í veðnr og vind. Fortiðin liverfur, en framtíðin verður fyrir öllu. Þegar karlmemi ætla að „falla saman“. Þarna framdi ég refsivert athæfi, er ég skrif- aði á blaðið önnur eins orð og þetta: .... „meðgöngutiminn með öllum hans óþægind- um“. Það er hætt við að ég skjóti öllum verðandi mæðrum skelk i bringu með þvi, svo að þær fari að óttast að níu mánuðir meðgöngunnar séu óslitin dvöl í pyndingaklefa. Ég hef það eitt mér til afsökunar, að orða- tiltækið er tekið úr grein þeirri sem getið var hér að framan. Heilsufarslega séð er með- göngutíminn yfirleitt bezti tími konunnar, og með óþægindum er aðeins átt við örðugleika þá og höft, sem ástand þetta hefur i för með sér fyrir konur, sem til dæmis vinna fyrir sér sjálfar. Sömuleiðis er átt við ótta þann, er ýmsar konur verða slegnar og síðar mun verða minnzt á hér. Og mundi það ekki oft og tiðum einmitt vera þessi ótti, sem verður þess vald- andi að meðgöngutíminn virðist þrunginn þjáningum? Mér væri næst að halda það. Það er jafnan ágætt efni fyrir skopteiknara og skemmtisagnahöfunda, að lýsa framferði föður, sem er æstur og yfirspenntur á taugum, . . . ef ekki kolbrjálaður af ofvæni. Þó taka kvikmyndastjórar út yfir .... allir skoða hann sem hreinasta hræ .... þann stóra og sterka karlmann, sem er að því kominn að falla saman. Svo þegar allt er um garð gengið, liggur við að hann þakki sér allt saman, lætur vini og starfsbræður óska sér til ham- ingju og býður þeim vindla á báðar hendur. En ætli hann sé nú svo heppilegur i sinu hlutverki? Hann er þarna eins og „ titrandi taugahrúga“ og fer auðvitað ekki lijá þvi að með óstyrk sinum verkar hann afar illa á konu sina. En einmitt á þessum liluta meðgöngutímans þarfnast hún hvað mestrar stoðar og styttu, en hefur ekkert við flón að gera. Já, afsakið að ég segi rétt eins og ég meina það. Virk eða hlutlaus afstaða konunnar. Meðan kona gengur með barn sitt, sækir jafnan á hana kviði með köflum. Hún er þá að hugsa um, hvort barnið sem hún eignast verði rétt og fagurlega skapað, hvort fæðingin verði afskaplega kvalafull . . . . og hvort hún muni bera menjar hennar á eftir. Það getur jafnvel komið fyrir, að hún spyrji lækninn með lágri og skjálfandi röddu, hve margir hundraðslilutar kvenna deyi af barnsburði. En þetta er sem sagt aðeins með köflum, og kemur oftast til af einhverju, sem hún hef- ur heyrt . . . kerlingabókum, sem gamlar frænkur hafa talið henni trú um. Móðurgleðin og eftirvæntingin yfirvinnur þó að jafnaði mjög fljótlega þessar amastundir ótta og kvíða. Hitt er sannarlega von, að kvíði sæki að henni, þegar líður að lokum meðgöngutimans og fóstrið leggst i þá stöðu, er það fæðist úr, þegar hreyfingar þess taka að gerast hraðari og hún fer að búast við fyrstu hríðunum. Ótti þessi eykst og margfaldast, ef hún skyldi eiga mann, sem er úr öllu jafnvægi út af þvi að liann skuli eiga að verða faðir á næstunni. Tveggja sálrænna þátta gætir mjög í lífi konunnar, á síðasta stigi meðgöngutimans: Að halda aftur af fóstrinu og að fæða það. Og þessir þættir endurspeglast í athöfn hennar við fæðinguna. Þá er afstaða sumra kvenna virk, en annarra hlutlaus. Ósjálfráð eðlishvöt liennar, sem kemur henni til að halda aftur af fóstrinu, kemur fram í „slow motion“, að- gerðaleysi, meðan á fæðingu stendur, en eðlis- livötin, sem óskar fæðingar, herðir á og flýtir fyrir. Afar virk afstaða getur einkennt eina fæð- ingu, og of hlutlaus afstaða aðra. Af þvi er svo með nokkurri varfærni unnt að gera sér hugmyndir um sálarlíf hvers einstaklings og taugaástand, ef hún siðar meir kynni að leita sálfræðilegrar læknishjálpar. En sú hlið málsins verður að biða annars þáttar. ^ llngírú Yndisíríð er enn á ferðinni og óskar lesendum Vikunnar gleðilegs árs. Hún er ný- komin á fætur eins og þið sjáið og ætlaði að fara að púðra sig, en þá fann hún hvergi púðrið. Hún segir, að púðrið hljóti að vera einhversstað- ar í blaðinu og biður ykkur að finna púðrið fyrir sig. Þið eigið vinsamleg- ast að tilgreina þá blaðsíðu, sem púðrið er á og skrifa síðan fullt nafn og heimilisfang þar fyrir neðan og senda til Vikunnar. Síðan verður dregið og verðlaunin eru Carabella náttföt. Púðrið er á bls. Nafn Heimilisfang * Smiðum miðstöðvarkatla fyrir all- ar gerðir oliukynditækja, með inn- byggðum vatnshiturum. Einangrum katlana. * Sérbyggðir vatnshitarar (spíralar), ýmsar gerðir. — * Forhitarar fyrir hitaveitu. * Lofthitunarkatlar, ýmsar stærðir. * Olíuofnar fyrir beitingar- og vinnu- hús. * Frarakvæmum allskonar járnsmíði, vélaviðgerðir og pípulagningar. * Leggjum áherzlu á góða þjónustu og vandaða vinnu. Miðstöðvarkatlar vor- ir fyrir súgkyndingu eru óháðir rafmagni og þvi sérstaklega heppilegir þar sem rafmagn er enn ekki fyrir hendi. — ★ öllum fyrirspurnum svaraö fljótt og vél. Tækni miðstöðvar- katlar Sparneytnir — Ódýrir. YIXAN. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.