Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 29
Litía sagan
Framhald af bls. 18.
— Heyrið þér mig. E'ruð þér ráð-
in í þessa verzlun til þess að afgreiða
eða til þess að standa og rífast við
viðskiptavinina? Mér þætti gaman að
fá þeirri spurningu svarað.
— Ég . . .
— Nei, nú er nóg komið af svo
góðu. Reynið þér að átta yður, mann-
oskja. Ég'er áreiðanlega ekki komin
hingað inn til þess að þjarka við yð-
ur um skoðanir yðar á skyldum af-
greiðslustúlkna, heldur til þess að fá
afgreiðslu, — til þess að fá kurteisa
og vingjarnlega afgreiðslu. Þessu
hljótið þér þó að geta komið inn í
höfuðið. Eða getið þér það ekki?
Annars leyfi ég mér að efast ofurlítið
o°
— Hvað segir þú um gómsætan
eftirmat?
um þá hlið málsins, ég leyfi mér
:sannarlega að efast um það. Eða
.hvað finnst yður sjálfri?
— Ég ...
— Jesús minn almáttugur, þér
haldið áfram, eins og þér væruð að
byrja. Þér eruð einhver versti kjaft-
askur, sem ég hef fyrir hitt á minni
lífsfæddri ævi, og er þá mikið sagt.
Er ekki bráðum kominn tími til, að
þér farið að afgreiða mig?
— Jú, en ég, — hvers óskar frú
— frúin?
— Frú ■—- frúin? Málið, sem þér
talið, er fyrir neðan allar hellur,
stúlka mín. Það er hræðilegt. Hræ —
hræðilegt, munduð þér sjálfsagt
segja. Aldrei á minni lífsfæddri ævi
hef ég heyrt annað eins. Segið mér,
eruð þér annars viss um, að þér haf-
ið afgreitt manneskju áður?
AUGU afgreiðslustúlkunnar voru tár-
vot, — andlitssnyrting hennar rann út
i vatnskennt litróf, er draup niður
á slopp hennar og varð þar að mis-
litum röndum.
— Hvað, — hvers óskar frúín?
endurtók hún í örvæntingu sinni.
Það hnussaði i þeirri aðkomnu.
— Þér haldið áfram, hvæsti hún.
Þér leyfið yður að gera gys að mér.
Þér takið þessu eins og það sé spaug
og eruð svo frek í þokkabót að gera
gys að mér upp i opið geðið á mér.
Það kalla ég götustelpuhátt. Ég kalla
það hreint og beint hneyksli. Alveg
makalausan dónaskap kalla ég það,
— ekkert annað.
Má ég tala við húsbónda yðar —
á stundinni! •— Ég heimta að fá að
tala við húsbónda yðar á auga-lif-
andibragði, heyrið þér ekki? Ekki
hefði mér til hugar komið i fjarstæð-
ustu draumórum, að til væru önnur
eins úrþvætti. Ég skal sjá um, að yður
verði sagt upp þegar i stað. Mig skul-
uð þér ekki ieika með, það getið þér
reitt yður íi. Eg sltal látg. faka til
— Lögregluþjónn, þessir menn elta
mig. Viltu vera svo góður að taka
þann minni fastan.
yðar, að mér heilli og lifandi!
— Já, en frú ■—■ frú ...
— Ég þakka fyrir mig, en þetta
er nóg. Nú kæri ég mig ekki einu
sinni um að tala v!ð húsbónda yðar.
Það kemur í sama stað niður, en ég
nenni ekki að eyða mínum dýrmæta
tíma á yður í þetta sinn. Og þér getið
reitt yður á, að ég stíg ekki fæti
mínum inn í þessa búð framar, ekki
þótt mér væri gefið gull til þess, —
ekki þó að einhver byði mér milljónir
króna! Þér ættuð að skammast yðar,
það er það, sem þér ættuð að gera.
Sælar, þér!
HIN bálreiða viðskiptakona yppti
öxlum háðslega og rigsaði hnakka-
kerrt út úr snyrtivöruverzluninni.
Hún gekk hægt og virðulega niður
eftir gangstéttinni, Þar til hún var
komin spölkorn frú búðinni. Þá leit
hún snöggt um öxl. Svo tók hún til
að hlaupa, fyrst hægt, síðan hraðar
og loks á harðaspretti.
Þegar hún var komin fram hjá
nokkrum þvergötum, beygði hún fyr-
i- horn og hélt inn í næstu götu, unz
hún kom að snyrtivörubúð. Þar fór
hún inn, gekk inn fyrir afgreiðslu-
borðið og smeygði sér í hvítan slopp.
Síðan leit hún virðingarfyllst til
verzlunareigandans, sem var öldruð
kona og allvel í skinn komið.
— Afsakið, að ég kem nokkrum
— Hann er víst í leynilögregl-
unni.
minútum of seint úr matarhléinu,
mælti hún niðurlút.
— Nóg um það, ungfrú Hólm. Ef
það kemur fyrir aftur, verður yður
tafarlaust sagt upp.
Ungfrú Hólm lokaði augunum. Hún
var búin að bæta sér upp þessa vik-
una. Á hverjum miðvikudegi hafði
hún þann sið að leita uppi einhverja
snyrtivöruverzlun og hella sér yfir
afgreiðslustúlkuna með ærumeiðandi
skömmúm. Henni var eins konar fró-
un að þessu. Fyrir það átti hún hæg-
ara með að þola allar svívirðingar
og aðfinnslur sinna eigin ósvífnu við-
skiptavina.
Hún sneri sér í skyndi að frú einni,
sem inn kom.
—■ Hvers óskar frúin? spurði hún
piað undirgefnisbrosi, ^
KLÚBBURINN
Lœkjarteig 2
Höfum opnað nýtt veitingahús
ÞAR BÝÐUR
YÐAR
FULLKOMIN
ÞJÓNUSTA
OG
ÞÆGINDI.
Susturlen^kur Bnr
ftnlskur Bnr
Cocktnil Lounge
SÉRKENNILEG
HÚSAKYNNI
FAGURT ÚTSÝNI
BORÐIÐ í
Hlúbbnum
Klúbburinn leigir út yeizlusali fyrir
10—50 MANNS.
Látið Klúbbinn annast allar veizlur fyrir yður.
FuIIkomin og örugg þjónusta.
NJÓTIÐ KALDA
BORÐSINS 1
Kiúbbnum
SEM ER FRAM-
REITT ALLA
DAGA SEM
OPIÐ ER.
Klúbburinn er opinn fimmtudaga, föstudaga,
jaugardaga og sunnudaga í hádegi og um kvöldið,
VERIÐ ÖLL VELKOMIN I
- KtÚBBINN -
mt(Au 29