Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 22
J&enJLf
Ci£ölJMu£lr>K!
Draumspakur maður ræður drauma fyr
ir lesendur Vikunnar.
Kæri draumráðningamaður.
Um daginn dreymdi mig að mér fannst ég
vura komin í Tivolí og fannst mér þar vera
nokkuð breytt. Finnst mér þá koma maður, sem
ég þekki. Og finnst mér hann vera fárveikur.
Ég hjálpa honum þá inn í eitthvað sjúkraher-
hergi, sem er þarna. Þar voru 2 rúm, sem
snéru þannig að höfðalögin snéru saman og
mynduðu rétt horn. Mér finnst ég lijálpa honum.
Síðan fer ég upp í hitt rúmið af ]>vi að mér
fannst hjúkrunarkonan vera að koma og ég
vildi ekki láta hana sjá mig.
Ein áhugasöm.
Svar til Einnar áhugasamar.
Þú munt hitta ungan mann sem þarfnast
þín mjög. Þið munuð verða mjög samrýmd
um stundarsakir, en samt muntu ávallt blygð-
ast þín fyrir samband vkkar. Þér góðviljuð
manneskja mun hjálpa ykkur mikið.
líæri draumráðandi.
Mig dreymdi í nótt, sem leið að bróðir
minn, sem er búsettur i öðru landi var búinn
að missa konu sína, lnin hafði dáið úr krabba-
meini í nýrnunum og hann sagði að hún hefði
dáið klukkan tíu í gærkvöldi. Ég var að furða
mig á hvað liann var fljótur milli staða og enn
furðulegra fannst mér livað hann tók þessu
rólega, en ég grét þessi lifandis ósköp. Ég hugs-
aði með mér livað það væri leiðinlegt að ég
skildi ekki vera búin að senda henni belti af
kjólnum, sem ég saumaði á hana fyrir nokkrum
mánuðum, þegar bróðir minn var hér staddur.
Hann sagði að henni hafi fundist kjóllinn mjög
fallegur. Hún gat ekki notað hann vegna þess
að hún var barnshafandi. Þess skal getið að
hún er barnshafandi og átti von á sér í þessum
mánuði, en ég hef ekki heyrt frá þeim svo lengi.
Hún var lika barnshafandi, þegar ég saumaði
kjólinn, þess vegna hef ég ekki enn sent belti.
Ég grét ofsalega i svefninum. B. H.
Svar til B. H.
Draumur þessi er greinilegt tákn um að á
næstunni muni þér berast fregn um fæðingu
barns mágkonu þinnar. Venjulega táknar
dauði endir einhvers málefnis, sem er í þessu
tilfelli, barnsmeðganga mágkonu þinnar.
Annað merki um þetta er beltið sem auðvit-
að fellur ekki að henni fyrr en hún er aftur
léttari. Krabbi er talinn merkja batnandi
heilsufar, þrátt fyrir hvað hann táknar
venjulega fyrir fólk f raunveruleikanum.
Til draumráðandans.
Fyrir nokkru dreymdi mig að ég var stödd
inni á Gildaskálanum í Aðalstræti, ásamt systur
minni. Finnst mér hún fara þar á bak við og
koma aftur i tveimur kápum, annarri ljósblárri
og fylgdi húfa með henni, líka blá. Hin kápan
var gul að lit. Hún segist hafa fengið þær með
tækifærisverði. Ég verð svo liissa á þessu og
fer að hafa orð á því hvort henni finnist það
fara nógu vel yfir axlirnar, en hún gefur litið
út á það. Kápurnar voru báðar með frakka-
sniði, en svo er ég líka allt í einu farin að
verzla og eru það herranærföt, sem ég kaupi.
Mér fannst ég þurfa að kaupa tvenn en ég hafði
bara nóga peninga fyrir einu setti og í því
vakna ég. Fyrir hverju er draumurinn?
Linda.
Svar til Lindu.
Merking draumsins er sú að á næsjtunni
komi eitthvað það fyrir sem mun koma þér
og systur þinni í vandræði, þannig að þið
munuð hljóta hina mestu hneisu. Frakkarnir
og karlmannsfötin eru í þessu tilfelli tákn
um gerfi hneisunnar, og verður þó málsstað-
ur systur þinnar lakari heldur en þinn.
Hvaö segja stjörnurnar um hæfileika yöar,
,ii,öguleika og framitíö? Viljiö þér fá svar viö
/tessu þá sendiö upplýsingar um nafn, hewiulis-
fang og ár, fœölngarstaö og hvenær sólarhrings-
ins þér fæddust ásamt greiöslu i umslagi merkt
nósihólf 2000 Kópavogi og svariö mun berast yö-
n. . meö pósti.
L luslegt yfirlit (sólkort) .......... kr. 50.00
/,'juslegt yfirlit meö hnattaafstööurn . . — 100.00
itpádómar fyrir eitt ár kostar ....... — 200.00
Nákvœmt yfirlit mcö hnattaafstööum — 500.00
AÖ gefnu tilefni tökum viö fram aö fœöingar-
stund má helzt ekki skakka meira en 15 minútum.
Pór Baldurs.
Dúkkuvagga
úr skókassa
Heldurðu ekki, að brúðan þín
kæri sig um að fá nýja vöggu?
ESa kannski gætirðu gefið vinkonu
þinni dúkkuvöggu? Hér sérðu,
hvernig hægt er að búa til vöggu
sem bæði er ódýr og auðvelt er
að búa til. Hjá mömmu þinni get-
urðu fengið skókassa og klemmur,
sem oft eru notaðar til að setja
aftur umslög, tvíarma með bólu á
endanum.
BARNAGAMAN
Lokið er tekið af kassanum (sjá
teikningu nr. 1) og kantarnir lagð-
ir út til hliðanna og síðan teikn-
arðu boga inn á lokið eins og sýnt
Kjer á mynd nr. 2. Þá klippirðu bog-
r jJann út (sjá mynd nr. 3) og tciknar
' eftir honum á hinn helming loks-
ins. Þegar þú ert búin að klippa
út báða bogana, þá hefurðu þar
báða fæturna á vögguna, sem þú
svo festir á með klemmunum.
Til þess að gera svo vögguna
reglulega fina málar þú hana að
innan og utan með hvaða litum,
sem þú vilt. Þetta er mjög fljót-
gert. ★
Kisukotra
Klippið allan ferkantinn út og
límið hann á þunnan pappa. Síð-
an klippið þið hvern hluta út fyrir
sig og þá byrjið þið að reyna að
setja hlutana saman, svo að þeir
myndi eina mynd. Við ætlum ekki
að segja ykkur hvernig myndin
verður, en við lofum þvi að hún
verður mjög skemmtileg. Þegar
þú ert búin að koma myndinni
saman geturðu litað hana og Þá
verður enn skemmtiiegra að setja
hana saman næst.
22 XUCAM