Vikan


Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 20
Barbara Crosby hefur nýlega misst móSur sína og eftir fyrirmælum hennar er hún nú á leiS til Hlégaröa við Álsvík. Þegar pangaö kemur finnst henni eins og liún hafi veriö þarna áöur. Þar kemst hún einnig aö raun um, aö frú Georgína Temperly, sem móöir hennar haföi tal- aö um í bréfinu er látin, en Denísa Temperly frænka hennar hefur tekiö viö eigum hennar. Einnig er Jiarna Robert Soames, lögfrœöingur og vinur Denísu, og Júlían .Baxter ráösmaöur, sem hefur uggvœnleg áhrif á Barböru ]>rátt fyrir dónaskap og frekju Þau Denísa og Robert ícom- ast aö Jtví aö Barbara er hinn rétti erfingi og Robert tekur til sinna ráöa til aö hjálpa Den- ísu ... ■—• „Leftðu Þessi plögg í lakkaða skrínið, sem ég gaf þér. Ef Barbara skyldi einhvern tíma koma til þin, sem ég vona. að hún geri aldrei, verður þú að segja henni allt. Maria." Hann leit spurnaraugum til Barböru — Er þetta rithönd •"óður þinnar? Geturðu ráðið nokkuð af þessu bréfi? — Nei, svaraði hún vonleysislega. Nei, það get ég ekki. — Lestu hin skaut Júlían inn í. Þarna voru fjögur einföld pappirsblöð. Þau voru gulnuð og á þau rituð nokkur orð með venjulegri, nærri síórkarlalegri skrift. Aftur heyfðist hin djúpa rödd Róberts: — „Ég skal vist finna þig i fjöru fyrir þetta, María, — og barnið líka." — „Ævilangt. fangelsi endist ekki allt lífið. E'inn góðan veðurdag skal ég vitja þín.“ — „Ef þú deyrð á undan mér, fæ ég telpuna." — „Þú getur ekki fal;zt fyrir mér, María. Ég veit, að þú ert sífellt á faraldsfæti, en jafnskjótt sem ég losna, skal ég koma og vitja þín.“ Ekkert nafn var undir bréfunum. Annað en þetta var ekki í skríninu utan óljós og upplituð mynd af karlmanni i khakífötum. Barbara fann, að þau störðu á hana, eins og hún þekkti lausnina á þessu leyndarmáli. Hún hristí höfuð'.ð í hreinustu uppgjöf. , — Þetta upplýsir ekkert. Ég skil blátt áfram ekkert i þessu .... — Reyndu að hugsa þig um, mælti Róbert ákaf- ur. Þetta eru bersýnilega ógnanir gagnvart móður þinni, og hún hlýtur að hafa sagt þér eitthvað, — eitthvað, sem gæti gefið okkur vísbendingu. — Nei, það hefur hún ekki gert. Það er ég yiss um. —Þessi mynd .... hefurðu nokkurn tíma séð þennan mann — eða einhvern, sem líkist honum? ^purði Róbert þolinmóður. Hugsaðu Þig vel um, Barbara, þvi að þetta getur verið mikils virði. Denísa leit til hans, en augnhárin leyndu að- .dáun hennar. Hann hafði fundið þessa ljósmynd í gömlu myndasafni frá fyrri heimsstyrjöld og valið hana vegna þess, að hermaðurinn var að mestu máður út. Hún vissi, að hann hafði vakað fram á miðja nótt við að setja þessi bréf saman, þannig að þau ættu vel við rétta bréfið frá Maríq Crosby. — Nei, ég hef ajdrei séð neinn, sem líkist JtOB’ um, svaraði Barbara, Hún fór að halda, að aldrei yrði komizt að sann- leikanum bak við hin dularfullu skilaboð móður hennar. Hver hefði líka sent þessi bréf? 1 þeim fólst ógnun eftir að, — ógnun gegn henni sjálfri og móðurhennar! Júlían athugaði fölsuðu bréfin rækilega. Síðan sagði hann: — Bezt gæti ég trúað, að þetta væri ekki annað en gabb. Maður, sem hefur í hyggju að myrða einhvern, fer ekki að skrifa fórnarlambinu um það Og blekið á bréfi frú Crosby er miklu upp- litaðra en á hinum bréfunum, sem hljóta Þó að vera skrifuð áður, — ef einhver fótur væri fyrir þessu -— Bréfið frá henni lá efst og hludi hin, svo að auðvitað hefur það upplitazt fyrst, flýtti Róbert sér að segja. Eg er hræddur um, að ég geti ekki vísað þessu frá sem gabbi, Júlían, þótt ég feginn vildi. Það væri ekki rétt gagnvart Barböru. Þú mannst að hún sagði, að móðir sín hefði alltaf verið að flytja sig af einum stað á annað — af ótta við ofsóknir. Auk þess bar dauða frú Crosby að með fjarskalega óvenjlegum hætti. — féll á steinþrepum, — án þess að nokkrir sjónarvottar væru viðstaddir. — Júlían starði á hann. — Þú átt þó ekki við, að hún hafi verið .... — Ég á við, að við verðum að taka þetta alvar- legri tökum. — E’n mundi lögreglan gera það? spurði Júlían. Nokkur nafnlaus bréf eru engin sönnun. — Við megum ekki hræða Barböru, greip Ró- bert fram í fyrir honum með höstum rómi. Það væri meiri nærgætni af Þér að eiga þínar hugs- anir sjálfur, ef þú hefur ekkert jákvætt til mála að leggja. — Ég segi það, sem mér sýnist, greip hinn hvasst fram í. Það varst Þú, sem vékst að því, að ekki væri allt með felldu. Barbara reyndi af alefli að brjóta heilann um, hvort móðir hennar hefði aldrei látið orð falla, sem eitthvað væri á að græða. En það var ekki til neins, — þær höfðu aldrei rætt um fortíðina. Henni gerðist mjög órótt. Eins og Róbert gat um, hafði dauða móður hennar borið að með óvenjulegum hætti, — og bréfin á borðinu gátu staðið í einhverju sambandi við það. Fyrir framan hana lá bréfið, sem á stóð: „Ég skal vist finna þig í fjöru fyrir þetta, María, — og barnið lika.“ Það fór skjálfti um hana. Barböru tókst með erfiðismunum að dylja ótta sinn. Densia leit til hennar, og það var meðaumk- un í svip hennar. — Ógurlegt áfall hlýtur þetta að vera fyrir þig, Barbara. Það eru svo mikil vonbrigði og skelfing, að í skrininu skuli ekkert vera að finna nema þess- ar ömurlegu ógnanir. Róbert, heldur að hún sé í hættu? Ef svo er, verðum við að hjálpa henni. — Þið eruð þegar búin að verða fyrir nógum ó- þægindum vegna mín, mælti Barbara kvíðin. Mér finnst ég ætti heldur að snúa heimleiðis. Densía lagði arminn um hana. — Heim? Þú veizt, að þú hefur hvergi átt heima, síðan móðir þín dó, sagði hún bliðlega. Hún var vinkona frænku minnar, og Því verður þú að gerast vinkona mín og sétjast hérna að, finnst Þér ekki? Ég er líka næstum jafn einmanna og þú, þótt ég hafi þessa tvo pilta til að gæta mín. Tárin komu fram í augu Barböru. — Þetta er Jjómandi fallegt af Þér, en . . . — Fallegt og fíflalegt! hrækti Júlían út úr sér. Densía, þú getur blátt áfram ekki tekitj þessa stúlku inn á heimilið, nema þú grennslist eftir Jiinu og þessu ujn hana og sögu hennar J — Æ, vertu nú ekki svona önugur, Júlían! svar- aði litla, ljóshærða stúlkan gremjulega. Þótt þú * treystir Barböru ekki, geri ég það og Róbert. Lögfræðingurinn kinnkaði kolli. — Vertu sann- gjarn við hana, Júlían, mælti hann rólegur og á- kveðinn. Hún sagði ekki sjálf, að móðir sin þekkti frú Temperley, Það gerðu Padgetts-hjónin. Hún sagðist hafa komið hingað eftir skríni, og það höfð- um við fundið. Það er mér nægileg sönnun. Ekki er heldur hægt að segja, að Barbara hafi grætt neitt á þessu — annað en Það að verða illiiega óttaslegin. -— Og tilboð um aðsetur hjá auðugri stúlku. —• Ég er ekki farin að fallast á það, hrópaði Barbara og greip andan á lofti, og þú gerir mér það ókleift með öluu. — Nei, hann gerir það ekki, — hundar sem gelta, eru ekki vanir að bíta, sagði Densía létt i máli. Ef þú verður hér kyrr, Barbara, gerirðu mér greiða, en ekki ógreiða. — En ég get ekki búið hér ókeypis, svaraði Bar- bara ráðþrota. Ég hef unnið fyrir mér árum saman. — Hvernig? spurði Júlían stuttarlega. — Ég vinn á skrifstofum, leysi hraðritara af í orlofum. Ég hef ekki getað stundað fast starf, vegna þess að við vorum altlaf að flytja. —- Þá verða þeir Róbert eða Júlían að sjá þér fyrir starfi! hrópaði Denísa. Svo getur þú búið hjá mér, borgað með þér, ef þér sýnist svo, og við getum alveg séð um þig. Þá er þetta útkljáð, og við gerum boð eftir farangri þínum .... — Hægan, rumdi í Júlían. Hver á að sjá henni fyrir vinnu? — Það átt þú að gera, anzaði Róbert. Þú hefur kvartað undan allri þeirri skrifstofuvinnu, sem þú hefur orðið að bæta á þig, einmitt þegar þú hefðir þurft að lita eftir bústörfunum. Nú getur Barbara annazt það fyrir þig. Júlían horfði á hann með hnyklaðar brúnir. — Svei! Ég þyrfti að veðja um, að hún þekkir ekki ritvél frá þreskjara! Sérðu ekki, að þetta er allt saman brögð og blekkingar hjá henni! Þú mátt hafa hana, Róbert. — Ef ég hefði rúm á skrifstofu minni fyrir eina vélritunarstúlku til viðbótar, vildi ég gjarna gefa henni tækifæri. — Gott, þá skal ég reyna það. . . . Nú sneri Júlí- an sér að Barböru. En þó að því tilskildu, að ég geti sagt þér upp fyrirvaralaust, ef þú færð ekki rækt starfið. — Ég geng að þvi. Reiðin ólgaði i henni. — Þú hefur gert allt til þes að móðga mig i návist tveggja manneskja, sem hafa verið mér góðar. Og þær eiga skilið af mér, að ég færi þeim heim sanninn um, að þér hefur skjátlazt! Hún áttaði sig betur og leit bænaraugum til Denísu. Má ég það? Ég vildi mjög gjarna verða hér kyrr, því að ef saga mín kynni að eiga sér einhvern endi, hlýtur það að vera hér. . . . — Hvers vegna heldur þú það? Hún yppti öxlum. -— Það er ef tii vill hugarburð- ur. Ég veit, að ég hef komið að Hlégörðum áður, þegar ég var barn að aldri. Og ef ég yrði nú kyrr, getur verið, að allt snúist mér í vil. Móðir mín hefði ekki sent mig hingað, nema eitthvað væri, sem ég ætti að fá vitneskju um, — eitthvað, sem skiptir meira máli en þetta . . . Hún leit til bréfanna á borðinu, og það fór hroll- ur um hana. — Hér verður þér óhætt meðal vina, mælti Ró- bert í huggunarrómi. Við skujum hafa gætur á þér. — Þó að fjandmaður væri, hefði hann ekki á Jhöti Því, rumdi í Júlían, í>að er það, sem ég tor- VIKAM

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.