Vikan


Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 17

Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 17
Það getur margt komið fyrir á jólunum, og þið skuluð ekki halda að allir sitji í rólegheitum inni í stofu og taki upp jólagjafir, nei, al- deilis ekki. Hér á eftir lesið þið um ýmislegt óvenjulegt, sem komið hef- ur fyrir hér og þar í heiminum á þessari hátíð friðar og gæzku. Á aðfangadagskvöld í Genf í fyrra, var jóla- sveinn i rauðum fötum með hvitt skegg stöðvaður á flugvellinum á Þeim forsendum að hann væri I erlendum einkennisbúningi. Lögreglan sagði að þetta gæti verið hættulegt með tilliti til hlut- leysis Sviss og sendi hann til Hollands með næstu flugvél. Annar jólasveinn varð einnig fyrir óþægindum, en það var í stórverzlun i Boston. Hann steig óvart ofan á litinn dreng og foreldrarnir fóru umsviflalaust í mál og höfðu upp úr því 120 þús- und krónur í skaðabætur. Lee Pak Noe, fjörutíu og fimm ára gamall ibúi i Norður-Malaja, átti erfið jól, þó að hann öðrum þræði hefði heppnina með sér. Gráðugur krókódíll réðst á hann þar sem hann var að veiða í ánni á jóladag og beit af honum annan fótinn. Það vildi bara svo óheppilega til fyrir krókódílinn að þetta var tréfótur. Lee gat víst haltrað heim til sín. Frú Luisa Tuffano i Napólí, tuttugu og þriggja ára að aldri, var úti i bíltúr með eiginmanni sín- um á jóladag. Bftir hálftima akstur bað hún hanxj að stanza, og þar sem þau voru á aðalgötu, stöðv- aðist öll umferð. Óþolinmóðir bilstjórar flautuðu og flautuðu en elikert dugði. Nokkrum minútum síðar rak herra Tuffano höfuðið út um gluggann og róaði þá með því að þetta væri allt saman búið þeir gætu ekið áfram, konan hans hefði bara verið að eiga tvíbura ... Óheppin konukind í Englandi eyddi jóladeg- inum í járnbrautarvagni á hliðarspori. Hún ætl- aði að eyða jólunum hjá ættingjum sínum í Liverpool og skipti um lest í snatri á járnbrautar- stöð. Það vildi svo til að hún fór inn í snyrtiher- bergi kvenna og einhver læsti hana þar inni. Áður en hún gerði sér ljóst að hún hafði farið i ranga lest, var vagninum sem hún var í, ekið inn á hliðarspor. Hún hrópaði og barði á gluggana, en það heyrðist ekki til hennar fyrr en löngu seinna. Stórverzlun í Michigan varð fyrir svo miklum þjófnaði í jólaösinni, að aukaleynilögreglumaður var ráðinn á aðfangadagskvöld. Nýi maðurinn náði þjófinum þar sem hann var að verki og það var enginn annar en hinn leynilögreglumaðurinn. Jólin árið 1955 voru heldur ekki mjög skemmti- leg fyrir lögfræðing nokkurn í Philadelphiu. Tíu árum áður hafði hann í gríni gefið konu sinni ávísun dagsetta 25. desember árið 1955. Hún hljóð- aði upp á rúmlega hálfa milljón króna. 1 milli- tíðinni hafði samband hjónanna kólnað mjög mik- ið og lögfræðingurinn jafnframt orðið forrikur. Og konan hans gerði sér lítið fyrir og tók út pen- ingana á tilsettum degi. Við því var ekkert hægt að gera. Scott Garrison í Nýja Mexíkó verður að fara í sóttkví á hverjum jólum því að hann þolir ekki lyktina af jólagreinum, og verður óhemjulega veikur ef hann borðar sætindi og annað þess háttar. Bernhard Olsen í New York hefur tvisvar sinn- um verið tekinn til fanga á jólunum fyrir ölvun. í bæði skiptin hefur hann haldið því fram að lyktin af rúllupylsu, gráðosti og geitosti hafi haft þessi áhrif á hann. Þetta er nefnilega jólamatur Olsens, því hann er af norskum uppruna. Dómar- inn lét hann lausan í bæði skiptin eftir að hafa, dálitla stund, andað að sér loftinu i kringum hinn ostsólgna Norðmann. I morgunkyrrðinni á jóladag árið 1951 læddust tveir ungir Skotar varlega út úr Westminster Abbey í London. Á milli sín báru þeir heilagan stein, tákn skozks frelsis, 'sem hafði legið undir krýningarstólnum í 650 ár. Nokkrum tímum seinna barst þetta út um allan heim. Steinninn fannst ekki fyrr en í apríl árið eftir og nú liggur hann á sínum gamla stað. 1 Suður-Carolina, var leitað mikið að jólasveini, sem staðið hafði í búðarglugga. f staðinn fyrir jólasveininn, hafði þjófurinn skilið eftir pappírs- seðil þar sem á stóð: Ég hef hnuplað jólasvein- inum. Reynið ekki að finna hann því að þá mun ég strá saginu úr honum yfir allan bæinn. En ef þið viljið fá hann aftur, þá gerið svo vel og borgið tíu þúsund dollara. Upphæðin var ekki borguð og jólasveinninn fannst að lokum í góðu ástandi undir limgerði I útjaðri bæjarins. Svo má ekki gleyma manninum sem þaut á síðasta augnabliki í gegnum glerrúðu í hljóðfæra- verzlun nokkurri. Ö, ég hélt að þetta væri ein af þessum opnu búðum, sagði hann án þess að láta sér bregða. Og svo fór hann sína leið, I glugg- anum var hægt að sjá gat, í laginu eins og mað- urinn. Hóteleigandinn í Mílanó hefur hjarta úr steini og það jafnvel á jólunum. Nýgiftan ungan pilt vantaði hundrað krónur til að geta borgað hótel- reikninginn og þá læsti hóteleigandinn brúðina inni. Engir peningar — engin brúður, sagði hann. Hún verður læst inni, þangað til þú borgar. Hinn fokvondi eiginmaður varð að fara heim, en það var í þorpi á Norður-ltalíu, fá lánaða peninga hjá fjölskyldunni og þjóta svo aftur til baka. Svo gat hann með aðstoð lögreglunnar fengið hótel- eigandann tekinn fasta, á þeim forsendum að hann hafði á ólöglegan hátt lokað brúðina inni. Jólatrésþjófar í Berlín áttu ekki huggguleg jól, því að lögreglan hafði sprautað öll jólatré þar í görðum með sérstökum vökva, sem lyktaði mjög illa, þegar komið var inn i heitt herbergi. Þar að auki hafði vökvi þessi sömu áhrif og táragas. Tollvörðum í Louisville í Kentucky, brá illilega við, þegar þeir rákust á pakka sem tikkaði. Það minnir jú óþægilega I, sprengju. Eh til allrar hamingju var þetta aðeins upptrekktur jólasveinn. Hann labbaði rólega út úr pakkanum, þegar hann var opnaður og spásseraði ánægjulega um af- greiðsluborðið. Frú Sally Schwartz í Californíu fékk skemmti- lega jólagjöf, en það var pakki, sem innihéit gim- steina fyrir um það bil þrjátíu þúsund kr. Þeim hafði verið stolið af henni, meðan hún var við jarðarför manns síns. Verkakona á gúmmíplantekru, fékk reglulega óvænta jólagjöf. Hún vann hundrað þúsund krón- urnar i happdrættinu, keypti gúmmíekruna sem vann á í hvelli og réð fyrrverandi yfirmann sinn sem ráðsmann. En jólin geta einnig verið átakanleg. Fjórar ungar manneskjur frusu í hel á hæsta fjallstoppi í Englandi. I bakpokum þeirra var mat- urinn og drykkurinn sem Þau eetluðu að þafa til jólanna. ^ UiKAH 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.