Vikan


Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 14

Vikan - 29.12.1960, Blaðsíða 14
<1 bitð er nú ekki lengur ta'ið til tiðinda, þótt gervi- hnöttum sé skotið á loft, nema eitthvað sérstakt komi ti!. Mcrkasti atburðurinn í geimrannsóknum er líklega tungiskoí Itússa, en upp úr því krafsi hafðist ljósmynd af þeim helmingi tunglsins, sem frá jörðu snýr. Þá tókst á árinu að senda dýr upp í háloftin og ná þeim ósködduoum niður aftur. Enda þótt iiðin séu 15 ár frá lokum siðari heimsstyrjaldarinnar, hafa GySingar ekki gieymt Adoif Eichmann,böðlinum, sem myrti sex milljónir af þjóðflokki þeirra á stríðsárunum í Þýzkalandi. Á ár- inu tókst þeim að hafa hendur í hári hans. Hann hafði falið sig í Suður-Ameríku, en útsendarar Gyð- inga fundu hann og fluttu hann til ísrael. Nú er böðullinn Eichmann fangi þjóðarinnar, sem hann reyndi að útrýma og þegar þetta er skrifað er ekki enn vitað hvaða dóm liann fær. Eichmann var einn af liryili- legustu glæpamönnum nazista. Hann hafði fullkomlega réttlætt morðin á Gyðingum fyrir sjálfum sér og segir enn: Ég hef einskis að iðrast. ★ . A Á árinu voru haldnir Ólympíu- leikar. Vetrarleikar fóru fram í Squaw Valley í Bandaríkjunum en sumarleikarnir í Rómaborg. Þeir voru einhverjir hinir glæsilegustu, sem haldnir hafa verið og átti borg- in eilífa ekki sízt þátt í því. En annað er þó staðreynd: Á þessum Olympíuleikum voru unnin betri afrek en á nokkru öðru íþróttamóti og heimsmetin stóðust illa átökin. Einn af þeim sem hvað mesta at- hygli vakti var kornungur Þjóð- verji, Armin Hary, sem reyndist öll- um fótfrárri og sést hér sigra í 100 metra hlaupi. Sá atburður í samskiptum þjóða, sem stórpólitiskasta þýðingu hafði, var án efa njósnaflug bandarísku flugvélarinnar U-2 yfir Rússland. Rússar skutu flugvélina niður, og á myndinni sést flugvélin V-2. Hið mikla vænghaf er vegna háloftsflugs Krússéf notaði þennan atburð sem tilefni til hótana, og fyrir þær sakir slitnaði upp úr Parísarfundi æðstu manna. Meiri háttar náttúruhamfarir urðu á nokkrum stöðum í heiminum, enda þótt Kat!a bærði ekki á sér svo og önnur eldfjöll á íslandi. Mestar urðu nátt- úruhamfarir i Chile í S.-Ameríku. Þar olli eldgos feiknarlegum jarðskjálftum og flóðbylgjum, sem komu í kjölfarið. Af þessum sökum eyddust borgir og tugþúsundir manna létu lífið. Þegar frá eru skildir Ól- D> ympíuleikarnir, vakti hnefa- leikaeinvígi Svíans Ingemars Johansson og Floyds Patter- sons frá Bandaríkjunum mesta athygli af íþróttaviðburðum. Johansson varð heimsmeist- ari í fyrra, en nú sló negrinn— Svíann niður. “ f byggingarlist voru unnin mörg stórvirki á árinu, en einna hæst ber byggingu nýrrar höfuð- borgar Brasilíu. Hún er byggð inni í landinu, skipulögð í smá- atriðum fyrirfram og hinir fær- ustu arkitektar hafa fjallað um skipulag og teikningar. Þar verða ýmsar byggingar með mjög ný- stárlegu sniði og hinn frægi brasilíski arkitekt, Oscar Nie- meyer, á ekki hvað sízt heiður- inn af frumlegum svip borgar- innar. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.