Vikan


Vikan - 01.09.1960, Side 22

Vikan - 01.09.1960, Side 22
Fyrir hverju er draumurinn? Draumspakur maðisr ræður diauma fyrir lesendur Vikunnar hf yö?ir dreymir þá drauma. að yður leiki forvitni á um þýöingu þeirra. þá skrifið Vikunni. oósfli .M' 149 no- bréfinn veríiur komið til draumráðninjramannsins. Ráðning á draum kostar 20 krónur, nema menn vilji fá skriflegt svar beint frá draumráðningarmanninum þá kostar ráðn- ingin óO krónur. Hr. draumráðandi. Mig dreymdi, að ég væri háttuð hjá manni minum, en hann vanta kodda undir höfuðið. Hann sezt þá upp og ætiar að laga þetta, en bá sé ég. að þar sem höfðalagið var, er enginn hotn í rúminu hans. En í hví segir hann: „Ég ætla annars að fora að verzla fyrir liana móður mina,“ — og með það var hann farinn. En seinna í þessum draumi fannst mér ég vera komin á næsta bæ og taka þar tvo smákodda úr rúmi til að bæta úr koddaleysinu — og leggja af stað með bá í poka á bakinu. Mér var veitt eftirför, en komst klakklaust heim með koddana. — Hvað táknar þessi draumur? Bláklukka. Svar til Bláklukku. Þú verður óvænt fyrir voubrigðum út af hlut, sem þú taldir öruggan. Samt mun þér takast að jafna sakirnar. Draumráðandi Vikunnar. Mig hefur dreymt jjrjá drauma með stuttu millibili, og ég held, að þeir standi hver í sam- bandi við annan. — Fyrst dreymdi mig, að silf- urhringur, sem mér var gefinn, væri allur orð- inn beyglaður og steinninn dottinn úr, og fann ég hann ekki, hvernig sem ég leitaði. — Næst dreymdi mig, að ég væri búin að opinbera með manni, sem ég hef einu sinni séð, og væri hin ánægðasta. En þegar ég svo leit á hringinn, fannst mér hann svo ljótur, að ég vildi henda honum og mér fannst móðir mín vilja það lika. Svo fannst mér ég vera búin að týna silfur- hringnum og fór að leita, en þá fann ég annan gytltan hring með gylltu laufblaði, en ég vildi hann ekki, og mér fannst, að ég vildi fara til mannsins, sem gaf mér silfurhringinn, og láta hann gefa mér fallegri trúlofunarhring. — Svo dreymdi mig í nótt, að ég væri að horfa I spegil, og j)á var ég allt í einu komin með mikið þykkt og sitt hár, en ég var með drengjakoll og hef aldrei verið með mikið hár. Með fyrir fram þökk fyrir ráðninguna. Ingigerður. Svar til Ingigerðar. Draumar þfnir tákna nokkur ástarævin- týri. Fyrsta unnustann muntu missa á einn eða annan hátt, öðrum aðdáanda þínum muntu sparka frá þér, á þeim þriðja muntu eiga kost, en ekkert verða úr. Síðasti draum- urinn er fyrir efnalegri velgengni og nýjum vinum. Draumráðandi Vikunnar. Mig langar til að biðja þig að ráða dáiitinn draum fyrir mig. Þannig er, að ég hef verið með strák um tíma. Svo fór hann úr bænum, en áður en hann fór, lánaði hann mér.silfur- hring með svartri plötu. Nóttina áður en hann fór, dreymdi mig, að ég hefði hringinn hans á hendinni, en steinninn datt úr, og mér leidd- ist það svo mikið. Ég fór að reyna að setja steininn i aftur, en það gekk illa, en mig minnir, að það hafi tekizt. En liann varð ekki fastur aftur og fór eitthvað svo illa í umgerðinni. Dísa. Svar til Dísu. Merking draumsins er sú, að eitthvað sé að losna um tengsl þín og vinar þíns. Ég býst við, að þér verði alveg sama, þegar frá líður. Draumráðandi Vikunnar. Fyrir nokkru dreymdi mig, að ég og vinkonur minar færum inn í liús, þar sem stelpa, fremur léttúðug, á heima. Mér fannst sem ég gengi inn í herbergi hennar og þar væru fyrir tveir piltar. Mér fannst strax sem ætlazt væri til, að ég ætti að vera með öðrum, en hún sjálf hin- um. Síðan fannst mér við vera saman allt kvöldið og vinkonur mínar hverfa, og svo að siðustu fannst mér hann láta mig hafa armband og einn eyrnalokk, en ætla að hafa hinn sjálfur. Mér fannst ég vera með skartgripina áfram, en ekkert liugsa meira um strákinn. Eftir nokkra daga spurði einn bekkjarbróðir minn mig, hvort ég gengi enn með skartgripina, og í þvi vaknaði ég. — Með fyrir fram þökk. B. B. Svar til B. B. Draumurinn er tákn um, að einhverjir kunningjar þínir eru að baktala þig. Taktu Framhald á bls. 34. „BINGA“ CROSBY. Þessi fegurðardis með Ijósu lokk- ana er enginn annar en Bing Crosby, með hárkollu og tilheyrandi. Hann gengur ekki svona búinn til hvers- dags, heldur er þétta gervi úr mynd- inni High Time, þar sem hann þarf að bregða sér í líki skólastúlku. NÝGIFT. Frönskum blaðamanni varð það á nýlega að skrifa nafn tónskálds- ins Leoncavallos á þessa leið: Leon Cavallo. Spaugsamur lesandi tók þá upp á því að breyta fleiri nöfnum á sama hátt, og hér eru nokkur af þeim: Mo Zart, Ross Ini, L. Lington, Hammer Stein, Stra Vinsky — að ógleymdum hinum fræga kínverska píanista Cho Pin. ÓSKALÖG. Eddie Fisher, nýi maðurinn hennar Elízabetar Taylor, var að syngja á hótel Waldorf Astoria í New York. Þegar hann hafði sungið nokkra söngva, spurði hann áheyrendur, á hvað þeir vildu helzt hlusta. Þá var kallað hárri röddu utan úr sal: Frank Sinatra. Brúðhjónin á myndinni virðast af- ar hamingjusöm, enda eru þau lengi búin að bíða eftir að ná saman. Hann var nefnilega orðinn 87 ára, þegar honum loks tókst að fá æskuunnustu sína, Önnu Maríu, til að setjast með sér á brúðarbekkinn. Þjóðvegasyndarar. „Synd af öllum sortum“ í Rómaborg, var í sumar gef- in út bók, sem hefur selzt mjög vel. Bókin heitir nefnilega: „Synd af öllu sortum“. Það er ekki að undra, þótt fólk sé fíkið í að lesa um þetta fyrirbæri, syndina, sem flestir eiga í höggi við og ýmsum veitir betur. Þetta er auðvitað nokkurs konar kennslubók í því, hvernig fólk á ekki að haga sér. Víða er kom- ið við, og þar á meðal er fjallað um svokallaða „þjóðvegasynd“. en þjóðvegasyndarar eru allir þeir, sem aka ógætilega og brjóta ökureglurnar á vegum óti. Höfundur fer svo nákvæm- lega í sakirnar, að hann full- yrðir, að þeir, sem lækka ekki ljósin á ökutæki sínu, er þeir mæta öðru, fái sína maklegu refsingu hinum megin. Slíkar refsingar geta jafnvel skipt ár- um í eymd og volæði eftir dauð- ann, segir hann. Það er víst viss- ara að vandá sig í umferðinni, fyrst afleiðingar ógætninnar eru svona alvarlegar. Nafn höfund- ar er Pietro Pallazzini, og hann er ritari við hirð páfa. NÝJASTA NÝTT. Ekki eru nokkur takmörk fyrir því, hvað kenfólkinu dettur vitlaust í hug. Nú eru þær farnar að skipta um hár í sama mund og þær skipta um skýlu- klút. 22 yiKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.