Vikan


Vikan - 01.09.1960, Síða 35

Vikan - 01.09.1960, Síða 35
Afghanistan Framhald af bls. 5. Daud fursti gerði allar hugsanlegar varúðarráðstafanir, áður en hann steig fyrsta skrefið í þessari byltingu. Afganistan er ekki land tuttugustu aldar og stingur einkennilega í stúf við umheiminn. Zahir konungur og forsætisráðherra hans eru vafalaust nútimastjórn- málamenn, en þeim er ekki kleift að slita þjóð sína úr viðjum liðinna alda á svipstundu. Furðuleg stétt manna í Afganistau eru mangararnir. Æðsti maður í stórfyrirtæki er, eins og að líkum læt- ur, yfirforstjóri, sem stjórnar forstjórum, varaforstjór- um og formönnum og loks óbreyttum möngurum. Titla- dýrkun mannanna er svo úr hófi, að skrifstofumennsk- an verður í hæsta máta óeðlileg, svo að til þess að fá keypta hundrað nagla þarf undirskrift að minnsta kosti eins forstjóra. Verstir eru þó verzlunarmennirnir. 011- um möngurum er stjórnað af sérstöku ráðuneyti, og yfirumsjón er höfð með jafnvel sölu pappírs og blýanta og ekkert látið af hendi án þess að tryggja sér, að kaupandinn hafi eitthvað til þess að borga með. „Manda nabasheyn", — megir þú ekki þreytast, — segja menn í kveðjuskyni í Afganistan. Þetta er kveðja manna allt frá Hindukusch til Khaíber. Afgönum er umhugað um að þreytast aldrei, hvorki í starfi né leik, og umfram allt ekki á áleitni ágengra stórþjóða. Nú er allt breytt — og stórveldin hvað mest. En Afganistan er enn reipið í reipdrætti stórveldanna og helzt óskert, hvað svo sem stórveldin reigja sig. Daud fursti hefur sett sér sem sitt æðsta mark að halda um- fram allt hlutleysi og sjálfstæði Afganistans. Manda nabasheyn! ★ (jóó eimngnut gegn hita og kulda eykur þægindin og minnkar hitunar- kostnaðinn. Þér fáið einangrunarkostnað- inn á fáum árum í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). STEINULL V I K A N SÍMI 50975. LÆKJARGÖTU 34 — IIAFNARFlRöl 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.