Vikan


Vikan - 27.10.1960, Page 7

Vikan - 27.10.1960, Page 7
— Þú hefur dvalizt langdvölum er- lendis, Karl? — Lengst ævinnar. — Ég héf verið í Frakklandi, Spáni, Italíu, Belgiu, Þýzkalandi, Póllandi og svo á Norð- urlöndum. — Við einhver störf? — Nei, ég er ekki neitt. — Hvað meinarðu? — Ég meina það, að ég er ekki neitt Ég hef alla ævina leitazt við að verða að engu og vera ekkert, og það er miklu erfiðara heldur en að vera eitthvað. Ég impónerast ekki af titlum eða þvíumlíku fánýti. — Þú ert nú samt greifi, — eða er það uppspuni? — Nei, það er rétt, ég hef bréf upp á það. Þú vilt kannski sjá bréf- ið? — Ég hef teiknað það sjálfur og notað helminginn úr merki Lofts Guttormssonar og helminginn úr merki Jóns Loftssonar Oddaverja. Ég er sjálfur kominn af Oddaverjum. Greifinn fór ofan í hirzlu og dró upp bréfið, og það var ekki um neitt að villast. Hann var ,,Duke of St. Kilda“, — það hafði hann skriflegt á gulnuðu blaði. Hringinn I kringum sjálft skjaldarmerkið eru letruð þessi orð: Nobilitas Islandica 1164 Sigilium Testatur -— Dispensatione Regis — og fyrir neðan: „Armoirie Du Poéte Islandais, Karl Elnarsson Dunganon. —• Hvaðan hafa þér komið réttindi til greifadæmis á þessari eyju? — Ætt mín hefur haft réttindi á St. Kildu aftan úr grárri forneskju. Það var vegna irskra ættartengsla. —• En bréfið. •— ég meina skialdar- merk;ð, hefurðu iengi átt það? — Ée hef kallað mig greifa af St. Kildu. síðan ég var tvitugur, en bréf- ið fékk ég fvrst opinberlega stimplað á stríðsárunum. — Þú hefur bá væntanlega komið þarna til eviarinnar? — Ekki síðan 19ö0. Bretinn hefur sett þar upn herstöð Ef þeir fara þaðan með sitt hafurtask, þá flyt ég kannski þangað og set upp prent- smiðúi og verkstæði fyrir tréskurðar- myndamót. — Það var og. Mér er sagt, að þú vrkir lióð — Ég vil ekki kalla það yrkingar. Það eru svo margir litlir kallar. sem bykiast vera skáld og kalla þessar ambögur yrkingar. Þess vegna vil ég helzt kalla þetta öðru nafni. Það eru fremur galdrar Ekki kallaði Egill Skallagrimsson sig skáld, og ekki var hann i neinu rit.höfundasambandi. Ég gæti bezt trúað bví. að hann hefði ekki einu sinni átt skrifborð. —• Þú t.alaðir um galdra. Á ég að skilja hnð svo. að þú sért göldróttur? — J-'i ■■•’i hað er alveg rétt skilið. — Fyrst við mcgum ekki tala um yrkingar i þessu sambandi, — hvað hefurðu bá galdrað saman ljóð á mörgum tungumáium? — Líklega tíu tungumálum, þar á moðal íslenzku. Ég á handritabunka mcð íslenzkum ljóðum. — Útgefendur slást um þetta, — rða er ekki svo? — Ég er kominn yfir það að gefa út. Það er tóm vitleysa. Ég gaf út þrjár bækur á árunum, og það fór allt í kostnað og skatta og forlög. Nú vélrita ég og sel handritin beint. Káp- una læt ég prenta og set á hana St. Kilda-prent. — Þá geta bókasöfnin ekki gert kröfu til þess að fá eintak. — Fellur þér nú ekki misjafnlega við bessi tíu tungumál til Hóðagerðar? Varla ertu jefnfær á þeim öilum. — O. blessaður vertu, — mér eru þau öll jafnauðveld — Þú hlýtur þá að vera mikill málamaður ? — Það gera galdrarnir. T galdra- ástandi hefjir maður útlendar tung- ur á valdi sínu. Má ekki annars bióða þér hressingu. Það er revndar ekki mikið sem ég hef unn á að hióða. Greifinn fór fram og kom með skM og í henni nokkrar gulrætur og ó- htfddar smælkiskartöfiur. Hann kvaðst hafa feng'ð bennan kost hiá fát.ækra- hjálpinni Ég saeði honum eins og var. að ég hefði bá nvlokið snæðingi. er ég gerði förina til hans, og taldi mig einskis þurfandi. Aft.ur á móti hafði ég rauðvínsflösku í töskunni og dró hana upp. greifanum til mikillar ánægju. Isleifur hafði sagt mér, að fá jarðnesk gæði mundi hann meta á við rauðvín. Hann tók upp flösk- una og drakk hægt. Þegar rauðvínið fór að hrífa, dró hann upp möppu með teikningum -— eða öllu heldur málverkum. — Tvö hundruð og fimmtíu stykki. sagði hann, og föi fyrir fimmtíu þúsund shillinga. En safmð má ekki aðskilja. — ekki með nokkru móti. Annars mun draugagangur fara að hefjast frá ..ósýnilegum hörgum". eins og Dunganon orðaði það. Mvndirnar voru miög sérkennilegar; ekki minn- ist ég þess að hafa séð neitt verulega likt þeim Og áferðin var undarleg. Þær virtust gerðar með einhveriu samblandi af krítarlit og oliu. og vfir þeim var glanshúð. Það var allt sam- an skáldskapur, að því er virtist. ýms- ar dularfullar verur og blóm Þegar ég hafði blaðað í gegnum safnið, sagði gpeifinn: — Það er orðið heldur litið til 5 búri hjá manni núna, og ég er fyrir löngu orðinn of ópraktiskur til þess að braska og græða. Andleg virði eru ekki borguð. Eg skai lofa bér að heyra l.ióð, sem ég galdraði á íslenzku um þetta: Hp'Sursnafn hó nð Svratt úr siqri, svióts-odda ýtandi Hvma-Nondas, lidáldraöar — f gömlum görmum, — ó götuhorni sAst oft oö br.tla. Dunganon, — hiröskdld Sanhti Kildu. hörputrummu sem lcúnni aö berja, bldmönnum líkn haröfisk veitti, ■— stórkerti pófa varö aö stubba. — Jæja. hað var leiðinlegt að þurfa að stubba kertið. Hvað hefurðu ann- ars máJað lengi Karl? — Mér datt í hug að myndskreyta ljóð á frönsku fyrir tiu árum. Þá hafði ég ekki borið myndlist við. Mér fannst, að ég yrði sjálfur að gera teikningu við lióðið og með galdra- aðferðum lá það strax vel fyrir mér. Á þessum tiu árum hef ég kom- ið safninu upp. — Hefur enginn boðið : það? — Ekki nógu hátt. Það var ítalsk- ur prófessor ólmur að fá það, en hann átti ekki nógu mikið af lírum. — Þú hefðir nú átt að skilja það og láta hann hafa það með afborg- unum. — Ég hefði ekkert á móti því, að safnið færi til Islands, sagði Karl. Ég samsinnti því og fór að reikna út, hvað fimmtíu þúsund shillingar væru mikið í íslenzku. Það kom upp á rúmlega tvö hundr- uð og fimmtiu þúsund islenzkar krónur. — Þetta eru fátæklings- kvikindi þarna heima, sagði ég við greifann. — Það getúr áreiðan- lega enginn keypt það fyrir þetta verð. Þú ættir nú að gera eitthvað ódýrt handa fósturjörðinni Málarðu ekki á hverjum degi? spurði ég hann. — Ég er lítið fyrir vinnu, sagði Dunganon, — mér finnst nauðsyn að slæpast. Það er mér hið sama og áburður jurtum. — Þú hlýtur að hafa eitthvað sam- an sett í óbundnu máli? — Nei, hrynjandinn heldur lifi í málinu, og óbundið mál deyr. Þó get- ur verið hrynjandi í einstaka snilld- arverkum, eins og til dæmis þessu í Njálu: Mörður hét maður, er kall- aður var gígja. — 'Ég er ekki alveg sammála þessu með óbundna málið, — að það deyi, en það skiptir ekki máli. Hvað segirðu mér um stjórnmál, hefurðu nokkuð tekið þátt í þeim? — Ég kalla stjórnmál garnamál. Þau miða að þvi að fvlia garnirnar. — Það getur nú verið gott að hafa eitthvað i görnunum, til dæmis rauð- vín. — Rétt er það. rauðvin er metall Ég man, þegar ég stjórnaði galdra- félaginu i Belgiu hérna á árunum. Þá var nóg um rauðvín. Þetta var skemmtilegheita félag, skal ég segja þér. Við tókum að okkur að leysa úr fjármálavandræðum og ástamál- um, og félagið hafði svo góðar tekj- ur, að kjallarinn fylltist af rauðvíni. — Segðu mér eitt: Hefurðu lært galdra ? — Nei, Þeir eru meðfæddir. Lang- ömmubróðir minn var líka göldrótt- ur Hann fór til Istambúl og fékkst við galdra þar. — Geturðu ekki gert þetta ‘að tekjustofni hér? — Ég sjálfur hef aldrei haft nein- ar tekjur og heldur aldrei greitt. skatt. Ég græddi einu sinni, þegar ég var ungur, en þeim peningum eyddi ég á Spáni og í Frans — Þarftu ekki að borga húsa- leigu? — Það veit ég ekki, — stundum koma ættingjar og fá að liggia hjá mér Það getur vel verið, að þeir borgi le:guna fyrir mig, ■— ég veit það ekki, mér kemur það ekki við Hún er vist hvort eð er, mjög lág. Ileyrðu annars, viltu skila tii hans Kjarvals frá mér, að mér líki svo ljómandi vel v!ð landslagsmyndirnar hans. — á ég að syngja fyrir þig apa- dansinn á ensku, — ég hef sjálfur samið lagið . .. Svo söng Dunganon apadansinn, — ekki á ensku, heldur á spænsku Hann dró ekki andann á meðan og var far- inn að blána, því nð kvæðið var langt. Ilins vegar var það grundvallaratriði í Þessu lagi að draga ekki andann, og hann sagði, að þeir kynnu þetta ekki einu sinni á Spáni. Þegar lagið var búið, sagði ég: — E'rtu líka tónskáld? — Þér fer nú að verða flest til lista lagt. Framhald á næstu síðu. Málverk eftir Karl. Þaö sýnir vel stílinn í myndlist hans. Skjaldarmerki greifans. ÞaÖ hefur 'hann sjálfur teiknaö. VUCAN V

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.