Vikan


Vikan - 27.10.1960, Page 8

Vikan - 27.10.1960, Page 8
— Ég hef kompónerað massa af lögum, sagði greifinn með hógværð. — Svo spila ég líka á fiðlu og trumbu, og söng hef ég lært í tvær klukku- stundir hjá Ara Jónssyni óperusöngv- ara. Hann fór ungur út og gerðist keisaralegur óperusöngvari í Þýzka- landi og átti dýrindis-„villu“ 1 Weim- ar. Svo missti hann allt á einni nóttu, þegar markið. féll, og síðan fluttist hann hingað til Hafnar. Þá var hann allslaus, og ég tók hjá honum tvo tima til þess að styrkja hann. Caruso hafði líka tekið hjá honum tíma, og Ari átti bréf frá honum. Ég held, að Ari hafi dáið í kompu uppi á fimmtu hæð á Islandsbryggjunni. — Hefurðu kvænzt, Karl? — Já, og þó hef ég trúlofazt enn þá fleiri eiginkonum, sem hafa átt eiginmenn sína I siglingum austur í Kína. Stundum fékk ég bréf frá eig- inmönnunum, þar sem þeir þökkuðu mér fyrir. Einu sinni giftist ég líka stelpu af Gyðingaættum til þess að hjálpa henni úr landi. Ég sagði henni, að ég vildi ekki fara að eiga með henni krakka, því ég yrði að tala við stjörn- urnar. Svo var önnur ítölsk, sem vildi giftast mér, og hún sagðist bara mundu láta börnin í klaustur, jafnótt og þau fæddust, og síðan vinna fyrir mér á markaði. — Það hefði verið þægilegt að láta hana vinna fyrir sér ... — Nei, það hefði verið sjmd. Þá á maður að fá sér skessu til þess. — Jæja, er það gott? — Já, en þær hugsa bara um galdra, skessur eru mitt leyndarmál, get ég sagt þér. Ég ætla að koma upp samfélagi með skessum á Sankti Kildu. Þær eru til, — bara of fáar. Það er helzt að finna þær í Irlandi og 1 Norður-Frakklandi. Vandræðin 1 Evrópu stafa mestmegnis af því, að skessunum hefur verið útrýmt. — Þú sagðir áðan, að þú máttir ekki vera að því að eiga krakka, af þvi þú þurftir að tala við stjðrn- urnar. — Já, ég sagði það. Minar athug- anir á himingeimnum eru meira skáldlegar en astrólógiskar. Ég hef lika gert efnafræðilegar tilraunir hjá dr. Otto Hahn hinum þýzka, sem klauf atómið, og þá varð doktorinn hræddur. Það er tóm vitleysa, að Niels Bohr eigi nokkuð í því, — tómt svindl eins og svo margt hér i Dan- mörku. Danskir karlmenn hafa kerl- inga- og kynvillingablóð, — það lekur úr kjaftinum á þeim, ef þeim er hrós- að. Heyrðu annars, — hérna finn ég apadansinn á ensku. Viltu fá eitt er- indi? Þú færð ekki meira, þvi að Kiljan er vís með að stela því. Ég lánaði honum einu sinni Ijóð, og hann prentaði það undir sínu nafni. Þú mátt gjarnan minnast á það. Jæja, hérna er eitt vers: Stepping my little croon-song, learned in a Bangala school, asked I: are sun and moon wrong, or am I self-same a fool? — „Sappy maramba, baobab beans, favourite meal of the monkeys". Hann leit á mig, og við þögðum, meðan áhrif kvæðisins fjöruðu út. Svo spurði ég: — Finnst þér ekki Kiljan snill- ingur? — Mér finnst ekki asskoti mikið til hans koma. Hann hefur stolið flestu frá mér af því, sem ég hef lesið eftir hann. Ég gaf honum efnið í. Völuspá á hebresku, og hann mis- brúkaði það og gerði að engu; alls konar grófar dellur eins og það, að ég hafi beðið um brennivín. Ég hef aldrei beðið neinn um brennivín. Ég bragða ekki annað en rauðvín og kampavín eða létt Bordeaux. — Ég er viss um, að Kiljan verð- ur dapur að heyra þetta. Heldurðu annars, að það sé nokkurt líf eftir dauðann ? — Mér er sama, hvort ég verð könguló eða gorkúla eftir dauðann, ef þá er hægt að tala um dauða. Mér finnst ekki vera svo mikill munur á lífi og dauða. En eins og ég sagði: Mér er sama um allt himneskt, og kannski geng ég aftur. Ég hef orðað þetta á frönsku í Ijóði, sem heitir Lífsþrá og byrjar svona: Je suis fils de la terre et de la voute étoilée, mais ma voix est mortelle, pourtant je sais tordre la corde triple, vitale, — V audace, la douceur et V espoir. Viltu heyra það á íslenzku, það er svona: Aldrei gat líf mig lamiO; en löngum feigðar ég samt átti, — minn skugga 'skammt í skelfingum sá ég framið. — Svo þú talar um að ganga aftur, ætlarðu þá að setjast að á Sankti Kildu? — Nei, mér finnst of mikil þoka þar fyrir afturgöngur. Ég segi ekki, hvar ég verð, en ég lofa því, að þá skal ég taka í lurginn á ýmsum. — Heldurðu, að það verði dálítið spennandi að vera afturganga? — Ég vona það. — Hefurðu ánafnað einhverjum verk þín, ef þau verða óseld? — Nei og ætla ekki að gera. Ég er að hugsa um að taka þau með mér yfir um. Heyrðu annars, — kannski einhverjum þætti gaman að sjá krítik um verk mín, sem birzt hefur I út- lendum blöðum. Ég hef hér þýdda klausu úr amerísku blaði. Það er prófessor Percy Grainger í New York, sem hefur skrifað. Karl réttir mér vélritað blað, og yfirskriftin er: Um skáldskap og mál- aralist Karls Einarssonar Dunganons. „Mér hefur verið hið mesta gleði- efni að sjá nokkur dæmi af hinni sérstæðu og merkilegu list herra Karls Einarssonar Dunganons, — skáldskap, málaralist og heimspeki. Verk hans eru sönn sýnishcrn hins ramm-is- lenzka anda, — efnl, sem hefur full- komnazt af eigin rammleik frá forn- öld til vorra daga. — Listir hans bergmála hin freyðandi frumöfl nátt- úrunnar og ráða með frumskyggni forlög ókominna kynslóða. Undravert er, að tilfinningar hans hafa getað endurskapazt í svo mörgum heims- tungum, þar sem hann er inngróinn i margra ættarstofna, menningu frá norðurskauti að suðurhveli jarðar. Myndlist hans er árangur af stór- fenglegu hugmyndaflugi. Hér er ekki um náttúrustælingu að ræða. Sann- arlega er öll list hans eitt grettistak inn I dulheima mannsandans." — Það er dáindi, hvað þessi krítik er falleg, Karl. Ég trúi varla öðru en Helgi Sæm. rumski og þú fáir lista- mannslaun, þegar þeir lesa þetta. Viltu nokkru skila til þeirra heima á Fróni að lokum? — Ég gæti svo margt við þá spjall- að, en sleppi þvi hér. Þó mun vel fara á því, að þú flytjir þeim Dunganonsdrápu, þá er ég orti um árið: Hlœjandi eftir hlíöarvánga ihlakka lœkir aö jafnast í ósum. Eins í mér mun lifna löngun aö lygna hjá drósum. Húla og gúla í heimi þessum hef eg rataö — og fjöllin há. 1 svaka messu, skessum hjá, sess eg átti, þegar og þá. Veraldar margar vandáleiöir víöa hef eg rataö; haföi gát í innra garö geösins, — engvu var glataö. En glyggni margt aö engvu varö, G.8. DANSMÆ Ég er mesti þorskhaus, þegar konur efu annafs vegar, Ég veit það vel. Það voru kvennamál, sem urðu til þeSs, að ég Hafnaði í Beni Mússa, þótt sá staður sé siður en Svo neitt. hressingaríiséii. Meðalhiti árið um kring er fuli 35 stig í forsæiu, móti sóiu er iiægt að sjóða egg. Ég tiéf séð svó þéttari flugnahóþ þar úti fýrir dyrum, að það lá við ég yrði að, skerá mig gegnum hanri. Auk þess er nóg þar af ýrnsum smámuhúm eins og möskítófiuguni, flóm, veggjatití- Umt lúsum Og éitruðum sporðdrekum. Landsiág að öðrú leýti? Hjá, ef þú ért gefinn fýrir sand og kiaþþ- ir, tnUndirðu ekkert hafa við það að athugá. Svo.ér þvi nú þánriig háttað, að einkennisbúningur útiendingahérdeildarinnar er ékki beiniinis gerður með tiiliti til þæginda. 1 öllum herklæðum býst ég við, að hver liðsmaður hafi verið með um það bil fjörutiu kíló á bakinu. Þégár ails vár gætt, var þetta samt ekki svo afleitt líf. Þegar frá éru taldar fiugur, hiti og allt það, hafði maður í rauninni engar áhyggjur. Fæðið var gott, og ég gat oft náð í Marokkóvín fyrir fáeina aura flöskuna. Liðsforingjadeildin hafði aðsetur á háum hjalla, og liðþjálfi okkar, sem var spænskur og hét Ortega, var ekki sem verstur, meðan við létum að vilja hans, — athugasemdalaust. Ortega var einkennilegur náungi, — ánægður með sjálfan sig, kannski. — Sá orðrómur lék á, að hann væri hertogasonur eða eitt- hvað í þá áttina. Hann var dæmigerður Suðurlandabúi, toginleitur, dökk augu, þunnar varir, hæglátur I fasi, spaugaði aldrei á her- æfingum, en þó fjarri því að vera nokkur hrotti. Og þvílikt skap! Ég man eftir stórum og sverum Pólverja í okkar flokki, sem nefndist Kallinskí. Einu sinni kom hann með athuga- semd að gefnu tilefni, það var rétt áður en við áttum að gegna varð- þjónustu. Ortega sagði ekki orð í það skipti. E'n degi seinna, er við gengum af verði, skipaði hann Kallinski að koma að eyðikofa nokkr- um, og þar tók Ortega svoleiðis ofan í hann, að eftir það þekktist ekki, að komið væri með mótbárur. Við gerðum eins og ósjálfrátt allt, sem okkur var sagt, og lífið var yndislega einfalt og vandræða^ laust, — þangað til Júanita kom. Ég verð að skjóta því hér inn, að Beni Mússa er lítið Arabaþorp með rúmlega fimmtíu kofum og nokkrum tylftum af pálmatrjám. Það stendur strjált meðfram veginum til E1 Súk, sem er enn minna þorp, fimmtán mílum innar I eyðimörkinni. Mllli þorpsins og her- búða deildarinnar er stór, en hrörlegur herskáli, sem gengur undir nafninu: Kaffihús, gildaskáli og hótel Sahara. — Veitingamaður- inn á þessum stað heitir Jimmy og var áður liðþjálfi i herdeildinni, Hann er af blönduðu kyni úr Mið-Evrópu. Jimmy seldi bæði gott og ódýrt vín og var heiðarlegur á sinn hátt, Hann reyndi að minnsta kosti aldrei að blanda vín sitt vatni. Svo má segja, að hver einasti eyrir, sem við unnum okkur inn, rynni I vasa Jimmys. Aftur á móti sá hann okkur fyrir nýju víni og eins konar kabarettskemmtunum á kvöldin. Að vísu má með sanni segja, að ekki væri það nein fyrsta flokks sýning. Venjulega var það mið- aldra Arabakona, feit og bústin, sem dansaði þenna óhjákvæmiiega magadans. En undirspilið var að jafnaði heldur óhefluð innskot frá áhorfendum, — þangað til Júanítu skaut upp. Jimmy kom okkur á óvart með henni eitt laugardagskvöld, þegar við vorum nýbúnir að taka út kaupið okkar. Það var drungi yfir öllum mannskapnum, og einhverjir piltanna klöppuðu hástöfum eftir magadansmeynni. Þá gekk Jimmy fram á gólfið og bað okkur að gera svo vel að halda kjafti, ef við vildum ekki, að hann lokaði salnum á minútunni. Kvað hann sér ekki hafa orðið það með öllu kostnaðarlaust að fá talið listakonu á heimsmælikvarða á að takast þessa ferð á hendur alla leið til Sahara. Yrðum við þvi að gera svo vel að haga okkur skikkanlega, spara athugasemdir og finna ekki upp á prakkarastrikum á borð við það að klípa stúlkuna í bak- hlutann, þó að hún kæmi of nærri borðunum. Og nú kvaddi gamla slagharpan sér hljóðs, en hún hafði verið tekin sundur svo oft, að það var ekki meir en svo, að hún héngi saman lengur. Og Júaníta kom dansandi inn. Það hefði ekki burft svo fagra og töfrandi konu sem Júanitu, til að koma blóðinu á hreyfingu i hermönnum útlendingasveitarinnar, - er ekki höfðu séð annað en sand um langan tima B VUCAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.