Vikan


Vikan - 27.10.1960, Side 13

Vikan - 27.10.1960, Side 13
ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG <2)i\ Ylíjattliíaá onaááon Seiður valdsins Köllun foringjans. Manngerð ástarinnar einkennist af fórnarlundinni, þránni aS fórna sér fyr- ir þroska og hamingju annarra. Mann- gcrð valdsins þráir einkum að sveigja aðra til þjónkunar undir vilja sjálfrar sín, fórna manndómi þeirra og lifsham- ingju á altari eigin frama. Köllun foringjans vex upp úr sterkri sjálfsánægju. Eiginn breyzkleiki er mann- gerð valdsins ekki hugstæður. Hún leit- ast miklu fremur við að varpa yfir sig guðdómlegri dýrð: setja sig jafna guði eða að minnsta kosti telja vald sitt frá honum runnið. „Með þvi að lúta mér og vegsama mig þjónið þér guði yðar hezt.“ Af sömu ástæðu er sá, sem berst gegn mér, guði og öllu hinu góða and- vigur. Hinn skarpskyggni stjórnfræðingur endurreisnarskeiðsins, Macchiavelli, sem hezt heíur lýst manngerð valdsins, legg- ur fast að stjórnarleiðtogum að tryggja vald sitt á allan hátt, en fyrst og fremst með þvi að sýna lýðnum, að hann sé nákominn og liandgenginn guði. Hins vegar megi hið guðlega siðalögmál hvergi standa i vegi fyrir þeim niðingsbrögðum, sem valdhafanum þyki nauðsynlegt að beita andstæðinga sina i valdabaráttunni. Dyggð valdsins er að dómi Macchiavellis fólgin i þvi að láta glæpi sina hirtast lýðnum sem dyggðir. Þessi viðleitni er nátengd þeirri sjálfs- upphafningu, sem einkennir manngerð valdsins. Um það eru fjölmörg dæmi úr samtíð okkar. Hin alræmda nazista- kveðja: Heil Hitler — átti beinlinis að setja nafn foringjans i stað guðs i al- gengustu kveðju Þjóðverja: Gruss Gott. Hins vegar þoldi Hitler engum öðrum manni að jafna sér við guð á þennan hátt. Stormsveitaforinginn Röhm, sem lét grafa Heil Röhm á ritinga manna sinna, varð fljótlega að gjalda slika ofdirfsku með lili sinu. Lögmál valdabaráttunnar. Þvi er svo farið með valdið, að maður hefur það aldrei sem örugga eign, held- ur þarf ávallt að vinna það og tryggja sér það að nýju. Þetta sprettur að nokkru leyti af sjálfræðisþrá fjöldans, sem vald- hafinn vill sveigja til hlýðni og þjónk- unar við sig, og svo af valdafikn keppi- nautarins, sem æsir múginn til andstöðu við kúgarann i þeiin tilgangi að ná þeim mun öruggara valdi yfir honum sjálfur. Þannig stendur manngerð valdsins í stöðugri baráttu um það, sem henni þykir eftirsóknarverðast allra mæta: að ná völdum, að lialda völdum sínum og að auka þau. Hvenær sem valda- streitumaðurinn þreytist og staðnar i þessari baráttu, glatar hann forystuhlut- verki sinu og liverfur i hinn undirokaða múg. Hvergi koma þeir eiginleikar, sem einkenna manngerð valdsins, skýrar fram en i þessari sleitulausu valda- baráttu. Á dögum Macchiavellis og raunar lengi síðan þótti manngerð valdsins „öxin og jörðin“ vera öruggust geymsla fyrir andstæðinginn. Vopn áróðurs og persónulegs rógs, sem nú á timum ræður oft úrslitum stjórnmálabaráttunnar, var ekki jafnbiturt þá og nú. Hins vegar getur andstæðingur nú á timum haldið áfram að vera hættulegur, þó að hann hvili i gröf sinni. Að visu er timi blóð- ugra „hreinsana“, eins og Macchiavelli lýsir þeim, ekki liðinn. Fortið ýmissa lireinræktaðra valdastreitumanna er drifin blóði og ötuð ódæðisverkum. Samt er einkennandi fyrir valdamanngerð nú- tímans sá geigur, sem huslaður nárinn getur vakið, og það úrræði, — sem Macchiavelli þekkti ekki, — að liinn liprasti skósveinn og handlangari við myrkraverkin þrýsti frammi íyrir al- þjóð ódæðisstimplinum á enni hins fölva nás. En jafnvel i þjóðskipulagi, þar sem blóðugar hreinsanir eru taldar til myrkra- verka fortiðarinnar, beitir manngerð valdsins bitrum vopnum i baráttunni um yfirráðin yfir fjöldanum. Þetta þýð- ir auðvitað ekki, að hún seilist eftir yfirráðum eingöngu i kúgunarskyni. Auðvitað kemur margur hreinræktaður valdastreitumaður ýmsu góðu tií leiðar. En ástriða hans stefnir ekki að þvi að fórna sér fyrir velferð annarra, heldur að verða voldugur, helst óviðjafnanlegur. Framhald á. bls. 29. Marmgerð valdsins jpráir a sveigja aðra til hlýðni við eigin boðorð og fórnar lífshamingju annarra á altari eigin frama. En valdið reynist þeim ekki sú hamingja, sem þeir hugðu og þeir eiga fáa vini. VIKÁN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.