Vikan - 27.10.1960, Page 21
Lavers lögreglustjóri lætur espasl af
síendurteknum dylgjum
Schafers blaðamauns, um að hann sé viðrið-
inn morðmálin.
Það slær í brýnu með Lavers og Wheeler
leynilögreglumanni,
sem verður að játa, að hann hafi ekki enn
orðið neins vísari,
og loks rekur Lavers hann út og skipar
honum að láta ekki sjá
sig framar.
mannsrödd: „Þetta er Hazelton málafærslumað-
ur. Heyrið þér mig, Wheeler — þér eruð starfandi
hjá Lavers lögreglustjóra; þér ættuð að téfjá
hann en ekki mig ...“
,7Sg starfa ekki lengur hjá lögreglustjóranum,"
flýtti ég mér að segja. „Okkur varð sundurorða.
Ég mótmælti því að Fleteher væri tekinn hönd-
um og það dugði."
„E'inmitt það?" Það var auðheyrt á röddinni að
forvitni hans var vakin. „Og hvers vegna eruð
þér eiginlega að segja mér frá þessu?"
„Vegna þess að ég hef komizt að raun um, að
Howard Fletcher hefur góða og gilda fjarvistar-
sönnun."
„Hafið þér komizt að raun um — hvað?"
„Ég er heima hjá mér þessa stundina," mælti
ég enn. ..Þér ættuð að skreppa hingað til mín,
svo að við getum rætt málið í ró og næði. Því er
þannig farið, að viðhafa verður ýtrustu nær-
gætni."
„Þér eruð vonandi ekki að gabba mig?“
„Hvað skyldi mér ganga til þess?“
..Gott og vel,“ svaraði hann hressilega. „Ég
kem þá samstundis — hvar eigið þér heima?"
Ég sagði honum það, og við kvöddumst í bili.
Gabriella náði í meira kaffi. Hún tók sér sæti
á íegubekknum og horfði á mig. aivarleg í bragði.
..Svei mér ef ég er ekki farin að finna til kvíða,"
sagði hún. ..Ég er hrædd um að mér takist þetta
aldrei; hvað segir þú um það, Al?“
„Þú hefur ekkert að óttast," svaraði ég hug-
hreystandi. ..Gættu þess bara, að bú verðir ekkí
tvísaga: segðu betta, sem ég sagði bér áðan, í
sem fæstum orðum og láttu svo þar við sitja.
Hazelton verður þarna þér til aðstoðar. og eng-
inn hefur tök á að afsanna framburð þinn."
,.Að ég skvldi láta það henda mig að ganga
beint, i fangið á lögregluþjóni — leynilögerglu-
þióni i bokkabót," mælti hún lágt og þreytulega.
. Og það get ég sagt bér, að það var róleet i Las
Vegas. samanborið við allt það, sem við ber 1
Pine City."
Hazelton kom eftir svo sem stundarfjórðung.
Hann bar það með sér, að hann væri fyrsta flokks
málafærslumaður og einmitt sú manngerð. sem
Howard Fleteher mundi leita til um hald og
traust. Snvrtilega klæddur, komlnn að fimmtugu,
með þunnt skegg á efrivör, en tennurnar stórar
og hvítar.
Ég kvnnt.i mig fyrir honum, að þvi loknu
kvnnti ég þau Gabriellu. Hann stóð þarna og
glápti i allar áttir; minnti mig einna helzt á
grimman veiðihund. sem er reiðubúinn að stökkva
á hvaðeina, sem hreyfist.
„Jæia," varð honum loksins að orði. „Hvað um
hana?"
„Hverja?"
„Fiarvistarsönnunina."
,.Ég var að enda við að kynna ykkur. Það er
Gabriella."
..Einmitt bað?" Hann yppti lítið eitt brúnum og
v'rti hana fvrir sér. ..Þnð hlút ég að viðurkenna.
nð öllu glæsilegri finryístarsönnun hef ég ekki
enn kvnnzt 5 sambandi við. starf mit,t "
Onbripiia galt honum brosi gullhamrana . Þakka
yður fvrir — þér komist vel að orði.“ sagði hún.
Ég hpiiti í glösin. taldi ek)<i ólíkiegt að við
mvndum hafa fviistn börf fvrir hressinguna áður
en Ivki. Ég skýrði Harolton nánar frá bví hver
OahrieHa væri og hvaðan. og hvernig kvnnum
hennar og Fletphers hefði verið háttað meðan
ban dvöldust, bæði i Las Veeas. Bros hans varð
æ breiðara eftir b'd sem á sögu mína. og ég var
farinn að halda að betta bros hans kæmi fvrst
og fremst af bví. að hann væri hrevkinn af því
hve tennur hans voru hvít.ar og stórar.
„Vitanlega er þarna um að ræða spurningu,
sem liggur í auirum unni." varð mér loks að orði.
..Hvers veena henti hann ekki á hana sér til
sýknu, begar hann var handtekinn?"
..Þér burfið ekki að segia mér svarið," mælti
Hazelton og lvfti hendinni. rétt, eins og hann bæði
sér hlióðs. „Ég skal segm yður það Honum gekk
riddaarmennska til. Hann vildi ekki setja blett á
nafn og mannorð bessarar ungu og fögru stúlku.
Ekki einu sinni sjálfum sér til bjargar. Því ber
að reikna honum það til heiðurs."
„Æ, þér eruð snarvitlaus," leyfði ég mér að
segja. „Haldið þér, að þessháttar riddaramennsku-
rómantík hræri kviðdómendurna til meðaumk-
unnar? Nei, það verður að vera eitthvað sláandi,
eitthvað, sem ekki verður vefengt — sem jafnvel
Lavers lögreglustjóri neyðist til að taka trúan-
legt."
Hinar miklu, skjannahvítu tennur hurfu 1 skjól
varanna eitt andartak. „Kunnið þér ef til vill
augljósari skýringu, leynilögreglumaður," spurði
hann dálítið kuldalega.
„Það ætla ég að minnsta kosti að vona," svaraði
ég. „Hlustið þér nú á ... Þau urðu saupsátt,
hnakkrifust þarna heima hjá Howard Fletcher
um nóttina. Að endingu urðu með þeim nokkrar
sviptingar — Gabriella gaf Fletcher glóðarauga
að skilnaði, og það ber hann enn til sanninda-
merkis. Að því búnu æddi hún á brott, ofsareið.
Og nú skal ég segja yður hvers vegna Howard
Fletcher hirti ekki um að benda á þessa fjar-
vistarsönnun. Hann gerði ráð fyrir því, að henni
væri ekki runnin reiðin, að hún mundi freista að
koma fram við hann hefndum með því að þræta
fyrir allt og láta hann sitja í sökinni."
Hazelton strauk efrivararskeggið nokkurt and-
artak. „Jú, ég verð að viðurkenna það,“ sagði
hann loks, „að þessi skýring Jætur ákaflega
sennilega í eyrum."
„Hún er meira en seinnileg, hún er pottþétt,"
varð mér að orði. „En vitanlega verðið þér að
búa Fletcher undir þetta, og þér verðið einnig
að vera Gabriellu til halds og trausts á meðan
þeir eru að spyrja hana spjörunum úr. Svo fram-
arlega sem svörum þeirra ber saman, verður fjar-
vistunarsönnunin alls ekki í efa dregin."
„Ég skal sjá um það, sem með þarf," sagði
Hazelton málafærslumaður. „Þér megið vera viss
um það."
„Það ætla ég líka að vona," varð mér að orði.
„Ég á talsvert undir því komið, að þetta takizt."
Hazelton virti mig fyrir sér allforvitnislega.
„Hvað eigið þér eiginlega undir þvi komið, lög-
regluþjónn?" spurði hann.
„Mér fellur ljómandi vel við Howard Fletcher,"
svaraði ég og setti upp sakleysissvip. „Ég mundi
taka mér það mjög nærri, ef hann yrði ranglega
dæmdur. Kallið þér það ekki að eiga nokkuð undir
því að vel takist?"
Hann virtist hugsa málið stundarkorn. Svo
hristi hann höfuðið. „Nei,“ svaraði hann. „Þér
viljið ekki segja orsökina."
„Ég hef útvegað skjólstæðingi yðar pottþétta
fjarvistarsönnun, og svo viljið þér endilega fá að
vita hvers vegna ég geri það, Þurfið Þér, með
öðrum orðum, að fá einskonar sönnun fyrir fjar-
vistarsönnuninni ?“
„Nei, vitanlega ekki," flýtti hann sér að segja.
„Það er tími til kominn að við látum til skarar
skríða. Eruð þér ferðbúin, ungfrú . . . ungfrú . . .
Gabriella?"
„Ég geri ráð fyrir því," svaraði hún. „Tekur
þetta mjög langan tíma?"
„Nokkrar klukkustundir í mesta lagi," sagði
Hazelton málafærslumaður. „Þér þurfið engu að
kvíða."
„Það getið þér reynt að telja öðrum trú um,
en ekki mér," svaraði hún. og það leyndi sér
ekki að hún var dálitið smeyk.
Ég fylgdi þeim til dyra. „Bless, elskan," sagði
Gabriella og leit á mig augum, sem voru rök af
tárum. „Eru þeir ekki hættir að beita þumal-
skrúfum og þessháttar pyndingum?"
„Þeir pynda ekki nema konur," sagði ég henni
til huggunar. „Og yfirleitt pynda þeir þær mjög
gætilega. Þér er öldungis óhætt í umsjá Hazeltons
málafærslumanns. Þú heyrðir að hann sagði það
sjálfur, að þú þyrftir engu að kvíða."
Ég lokaði dyrunum á eftir þeim. „Og ég ætla
að minnsta kosti að vona það, að ég hafi ekki
neinu að kviða," sagði ég við sjálfan mig. „Það
sakar aldrei að vona ...“
ELLE’FTI KAFLI.
Biðin varð mér löng, enda þótt ég reyndi að
stytta hana eins og mér var unnt við skál og
skáldskap. Ég verð þó að viðurkenna, að mér
gekk öllu betur með skálina en skáldskapinn.
Sonnettuhátturinn vafðist fyrir mér — og ég
fann ekkert orð, sem rímaði við Gabriella. Mér
datt í hug að snúa því öllu upp í órímað, en hætti
við — atómkveðskapur var ekki samboðinn svo
fögru yrkisefni. Gabriella ... Gabriella ...
Framhald í næsta blaði.
YU0W 21