Vikan


Vikan - 27.10.1960, Page 22

Vikan - 27.10.1960, Page 22
Fyrir hverju er draumurinn? Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar Ef yður dreymir þá drauma, að yður leiki forvitni á um þýðingu þeirra, þá skrifið Vikunni, pósthólf 149 og bréfinu verður komið til draumráðningamannsins. Ráðning kostar ekki neitt, nema menn vilji fá skriflegt svar, beint frá draumráðningamanninum. Þá kostar ráðningin 50 krónur og bréfið verður að láta í ábyrgð. Til draumráðanda. Ég þóttist vera stödd i stóru herbergi ásamt pilti, sem ég er búinn að þekkja lengi og fannst mér við ætla að fara að gifta okkur. Ég var klædd i hvítan brúðarkjól með hvita slæðu, en liann í svörtum fötum með rauða rós og fannst mér það vera kona, sem gifti okkur, sem Hulda heitir en hún viidi láta mig breyta föðurnafni mínu og er ég skrifaði undir tók ég afa-nafnið, sem er .Tón. Þegar við komum út er billinn far- inn, sem kom með okkur og átti að keyra okkur á stórt sveitasetur sem veizlan átti að verða í. Fannst mér ég sjá mjög langan veg framundan, sem við gengum og fallegt útsýni. Sjór var á aðra hönd en grænar hh'ðar skógi vaxnar. Þegar við komum á áfangastaðinn fannst mér allir brúðkaupsgestirnir eiga að hringja klukku, sem var í háum turni. Eitt högg hver. Mér fannst móðir mín ganga fyrst upp í turninn og við á eftir. Hún sló fyrsta höggið og svo vaknaði ég við að mér fannst við bæði vera komin npp í turninn og þar stóðum við. Með fyrirfram þökk. Bogga. Svar til Boggu. Að dreyma giftingu merkir venjulega deil- ur við einhvern nákominn. Ferðin með land og sjó á báðar hendur merkir að ýmislegt mun ganga á í ykkar samveru áður en öll kurl koma til grafar. Klukknahringingin í þessu tilfelli merkir giftingu ykkar eftir nokkurn tíma. í stuttu máli er ráðningin sú að þið munuð eiga í einhverjum smádeilum, en það fellur allt í Ijúfa löð og þið náið sam- an að lokum. Þú, sem ræður drauma: Viltu gjöra svo vel að segja mér hvað þessi draumur merkir. Mér fannst ég vera á gangi á vegi er lá með sjó. Þá sé ég konu, sem mér fannst vera að leita að einhverju og sá ég að hún tók eitthvað upp og fannst mér það helzt vera gangverk úr úri. Nú, jiegar ég sé að þessi kona finnur þarna þetta verður mér Ijóst að um þennan veg hafi rétt áður farið um fólk, sem hafi verið að skemmta sér og hafi það týnt ýmsum munum á leið sinni. Ég geng dálítið lengra og finn þá von bráðar gullúr með arm- bandi. Ég held enn áfram og finn þá á litilli gullkeðju merkin trú, von og kærleikur, sem einnig voru úr gulli. Við það að eignast þetta finnst mér ég verða bæði hjartanlega glöð og sæl. Ég þrýsti þessu að brjósti mínu og þar með fannst mér ég hafa eignast það, sem ég hafi alltaf þráð. Ein ógift. Svar til einnar ógiftrar. Það sem konan finnur, er hún gengur eftir vegi lífsins er gangverk úr úri. Þetta bendir til þess að hennar uppskera úr lífinu verði nokkuð vélræn, ef svo mætti að orði kveða. Á hinn bóginn verður ekki annað séð en að BUBBI í SJÓFERÐINNI Siggi átti heima rétt hjá Bubba. Þeir léku sér oft saman. Drengirnir ganga niður að sjónum. Þar er margt að sjá. Skip á fullri ferð. — Og allstaðar heyrist fuglagarg. Við ströndina er iðandi líf. Þar er mesti fjöldi fugla. Svo eru þar líka smáfiskar í pollum. Það var upplagt að fá sér fótabað. Sjór- inn var alveg volgur. Drengirnir óðu langt út. þér áskotnist það, sem allar konur helzt óska sér í lífinu. Þ. e. a. s. trúr og ástríkur lífs- förunautur. Herra draumráðandi. Mig dreymdi draum, sem mig langar að vita livað merkir. Fyrir nokkrum dögum dreymdi mig að ég væri að eiga barn og það var dreng- ur. Ég skyldi ekkert í því að ég væri að eign- ast barn því mér fannst ég ekki eiga von á því. Ég var beima hjá foreldrum mínum i sumarfrii, því ég er gift og á heima í Reykjavík. Ég stóð, þegar ég átti barnið, mamma vildi ekki að ég legðist. Svo þekkti ég Ijósmóðurina. Það var Ijóshærður drengur voða myndarlegur. Svo var ég að hugsa hver gæti átt drenginn með mér. Ég þekkti engan nema ljósmóðurina og mömmu og strák, sem ég þekkti vel. Strákur- inn var inni i litlu herbergi og hann brosti til mín, þegar ég var að vandræðast yfir þvi hver ætti drenginn. í því vaknaði ég. Ein sem er í vandræðum. Svar til einnar í vandræðum. Fyrir giftri konu er draumur, sem þessi talinn tákna mikla hamingju. Þó virðast mér vera einhverjar blikur á lofti og vildi ég ráð- leggja þér að vera ekki ótrú eiginmanni þín- um, því slíkt leiðir slæmt af sér. Veðrið er indælt. Sjórinn spegilsléttur. Bubba og Sigga finnst gaman að koma niður að sjónum. Það var alltaf eitthvað nýtt að sjá. Eftir smástund klæddu þeir sig í sokkana. Þeir höfðu tekið eftir árabát skammt frá. 22 VjlKam

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.