Vikan - 27.10.1960, Qupperneq 25
Oft berast okkur bréf, þar sem
ungar stúlkur biðja okkur að gefa
sér ráð um það hvaða litir klæði þær
bezt og hafa þá nefnt hára- og augna-
lit o. s. frv. Nú ætlum við að reyna
að slá margar flugur í einu höggi
og birta hér fimm mismunandi lita-
ger:ðir og ráðleggingar samkvæmt
þeim, og höfum við nefnt kaflana
eftir fimm vel þekktum „týpum“.
Ef til vill geturðu flokkað litarhátt
þinn undir einhvern kaflann, en ef
ekki, vertu þá ekki smeyk við að
prófa þig áfram upp á eigin spýtur.
Grace Kelly-týpan:
Fremur ljóst hár, blá eða grá augu,
frískleg húð, sem verður fallega
gullbrún á sumrin.
Þessari stúlku fer vel klæðnaður í
alls konar bláum lit, og sennilega er
hún nú þegar búin að fá sér pastel-
bláan kjól í klæðaskápinn. En ef þú
reyndir nú sterkan, kóngabláan lit
eða páfuglsbláan svona til tilbreyt-
ingar? Það fer t. d. ákaflega vel á
baðfötum. Annars geturðu reynt
flesta hreina liti við sólbrennda húð
á sumrin. Heyndu smaragðsgrænt,
það er að öllum líkindum nýr litur
fyrir þig, en ekki verri fyrir það.
Reyndu skæran, hindberjarauðan lit
eða kóralrauðan, eða ef til vill
turkisgrænan, ef þú ert frekar gráeyg
en bláeyg. Þú getur líka reynt
sítrónugult, þegar þú ert orðin fallega
brún. En þú skalt forðast margbrotna
blendingsliti, sem oft verða dálítið
tætingslegir á fágaðri stúlku, eins og
þú ert.
Moria Shearer-týpan:
Rautt hár, blá eða græn augu,
mjólkurhvít húð, freknótt á sumrin.
Þar sem þú verður ekki sólbrennd
hvort eð er, skaltu einbeita þér að
því að verða fíngerð hafmeyja með
ljósa húð á baðströndinni Fáðu þér
daufsvört baðföt, ekki mikið fleginn
sumarkjól úr svörtu eða sekkofinni
bómull, ásarht stórum baðhatti í
venjulegum lit, og notuðu kórallitað-
ar eða gylltar skreytingar. Gættu þín
á hvíta litnum. Hann fer kannski vel
við hárið, en sjaldan við húðina.
Reyndu heldur dimma, blágræna liti
í hafmeyjustíl, ef augun eru blá eða
grá. Ef þú hefur græn augu, skaltu
reyna alla hugsanlega gulgræna eða
strágræna liti, sem þú nærð i, Því að
þeir fara sérstaklega vel við augu
þín og hár. E'i þú bæ.tir svo við fallegri
sumarskreytingu eða silkiklút i svip-
uðum lit og hárið, fer varla hjá því
að það verður slegizt um þig! Aftur
á móti skaltu forðast alltof ákveðna
græna liti, Þó að þér finnist þeir fara
vel við litarhátt þinn. Maísgult eða
ljós-banangult kemur einnig mjög til
greina og fer vel við lindigræna,
appelsínugula eða múrsteinsrauða
liti. Og reyndu að gamni ljósan, lilla-
bláan lit. En þú verður að vera fljót
að ákveða þig með hann, ef þér skyldi
lítast á hann.
Marilyn Monroe-týpan:
Ljóst, gullið hár, blá eða grá augu,
Ijós húð á veturna, en dauft súkku-
laðibrún á sumrin.
Þú getur notað svo að segja alla
hreina, ákveðna liti, en gættu þín á
pastellitunum. Þeir geta gert þig of
barnalega og sykursæta í útliti. Þú ert
seinnilega hrifin af hvítum sumar-
kjólum. Fáðu þér þá slæðu eða ný-
stárlegar skreytingar í kornbláum,
turkis-grænum eða kóralrauðum lit.
En gættu þín á gula litnum. Hann
gerir gula litinn í hárjnu of áberandi,
svo áð silfraði blærinn hverfur í
skuggann. Fjólublátt reynist mörgum
hættulegur litur, en þú hefur svo
marga aðra möguleika. Hefurðu gert
þér ljóst, hve brúni liturinn, sem get-
ur Varla talizt venjulegur sumarlitur,
fer þér ljómandi vel, bæði við húð-
ina og hárið? Ef þér tekst að ná i
súkkulaðibrún baðföt, ertu viss með
að slá í gegn!
Ava Gardner-týpan:
Svart hár, djúp augu, húð sem
dökknar meir og meir í sólskini.
Sparaðu ekki skreytingarnar, að
minnsta kosti ekki i ‘ sumarleyfinu.
Notaðu alla þá gimsteinaliti, sem þú
hefur að öllum likindum haft ágirnd
á, en ekki þorað að nota hingað til.
Sameinaðu kornblátt og smaragðs-
grænt, grænt og fjólublátt, rauðgult
og hvítt eða svart. Vertu ekki smeyk
við rúbinrautt, kirsuberjarautt, kan-
arigult og páfuglsblátt, en notaðu
það ekki allt í einu! Farðu eftir
augnalitnum hverju sinni. Það eru til
svarthærðar konur með dökka húð
og blá augu. Fyrir þær er kónga-
blátt, kornblátt eða ljósfjólublátt til-
valinn sumarlitur, en hinar brúneygu
eða svarteygu kynsystur þeirra geta
valiö úr litum, sem ekki er blátt í.
Hvítt og svart eru litir, sem vekja
athygli á stúlkum með mikinn kyn-
þokka, og eru þá gylltar skreytingar
mjög skemmtilegar. Það verða áreið-
anlega margir, sem hneykslast á lit-
skrúðugum klæðnaði þinum. En þeir
verða áreiðanlega miklu fleiri, sem
verði hrifnir af honum.
Audrey Hepburn-týpan:
Brúnt hár, dökk augu, suðræn húð,
sem verður enn dekkri í sumarsól-
inni.
Allir gulinir litir fara þér vel. öll
sólskins litbrigðin, allt frá íyrstu
bleikgulu morgungeislunum og langt
inn í hinn hlýlega, appelsínuguia lit
aftanskinsins. Blandaðu þeim saman
á ýmsa vegu. Það eru ekki margir,
sem hætta sér út á þá braut, og þá
allra sízt rauðgula litinn, sem klæðir
þig hvað bezt af því öllu — einkum
með hvítu eða rjómagulu, páfugls-
bláu eða dökkblágrænu, svo ekki sé
minnst á lindigrænt. Það er einmitt
tilvalinn litur fyrir þig, ef þú hefur
ögn grænleit augu. Ef augun eru mó-
brún eða grá, ættirðu heldur að nota
turkisgrænt. Kóralrautt er klæðileg-
ur og skemmtilegur litur og fer vel
í báðum þessum tilfellum, en dökk-
bl.tt, dökkrautt, dökkgrænt og brúnt
gefur hvorki húð þinni né hári áber-
andi svip og hefur leiðigjörn áhrif.
textinn
I síðasta blaði birtum við íslenzkan
texta við lagið Itsy uitsy teenie
weenie yellow poka dot bikini, sem
Ragnar Bjarnason söng fyrir s’.cörp ..u
inn á hljómplötu, sem er að koma
út hjá íslenzkum tónum. Hér sjáið
I þið svo nýjan texta, sem Ragnar
syngur á sömu plötu. Textann gerði
Ölafur Gaukur, sem einnig samdi
lagið.
FARÐU FRÁ
Já, farðu frá
ég forðast að keyra á
og fer hérna áfram ef ég má.
Já, farðu frá,
mér finnst ætti að taka þá
sem flækjast um strætin en ekkert
sjá.
Þeir setja þig í steininn karlinn
já, já, já,
og ylja þér um beinin karlinn,
kenna þér að rápa' ekki' yfir rauðu
ljósi á.
Já, farðu frá
og forðastu að hitta þá.
E'n flýttu þér nú, i..ér liggur á.
,skák
E'.nn er si flokkur skák.v.anna, sem
frekar kýs róleg kaffihús heldur en
op.nbera skákstaði til þess að tef.a
skák: hinir svokölluðu „kaffihúsa-
skákmenn". Ilér á Islandi hefur þessi
háttur tiðlcast talsvert, en þó senni-
lega mun minna an áður. f þeim hópl
geta oft leynst góðir skákmenn, sev.i
vx ikað gcatu þeim, ser.i tefla á opin-
berum skákmótum.
Hjá slikum náttúrubörnum skákar-
innar íæðast oft, frumlegar hug ..ynd-
ir, eins og eftirfarandi skák sýnir.
Hvítt: Lohmann.
Svart: Lohsse.
Drottningarbyrjun.
1. dJf Rf6 2. Bgl> (Frumlegur og ó-
venjulegur leikur. Þessum leik væri
bezt svarað með 2. — Re4)..g. — d5
3. Rd2 e6 k- e3 Be7 5. Rgf3 Rbd7 6.
Bd3 c5 7. c3 b6 8. Dalf?! (Hérna kem--
ur kaffihúsaleikurinn. Hvað skyldi
nú þessi skr'* ni drottningarleikur
eiga að þýða Kannski stefnir hún á
pnnktana c6 og a6, hugsai andstæð-
ngurinn.) S. — 0—o .0. Re5U (Þetta
er iykilleikurinn i „kaffihúsaafbrigð-
inu“). 9... RxReSJ? (Freistandi leik-
ur, en örlagaríkur) 10. dxe5 Rd7 <Cq
nú kemur skýringin á 8. leik hv.tv
Getlð þið fundið næsta leiks h útsVi
11 Dak — hJf!! Hótar máti, Dxh7 nít
og BxBe7 og hvor tveggja verður e<ki
varið og þessvegna gafst svartur upp.
Lokastaðan.
áttu þetta?
Nú er það veggurinn, sem við ætl-
um að gera að umtalsefni, eða rétt-
ara sagt skemmtilegt veggfóður úr
basti, sem ekki er límt, heldur hengt
upp á vegginn. Bast þetta fæst hér
i verzlunum í tveimur litum, ljósum
og dökkum og það má nota það til
margs fleira en se.n veggfóður. Hægt
er að búa til úr því alls konar mottur,
dúka á borð, og einnig má hengja
ræmur fyrir ofan borð eða rúm og.
festa í myndir eða smádót eftir vild.
Þið gætuð jafnvel búið til lampa-
skerma úr bastinu, en til þess þarf
svolitla handlægni. Sem sagt mögu-
leikarnir eru óþrjótandi. Meterinn af:
bastinu kostar 110 krónur.
(Sslcamyndin
Teusday Weld
VIKAN 25