Vikan


Vikan - 27.10.1960, Side 26

Vikan - 27.10.1960, Side 26
MAFIA Framhald af bls. 5. manna og þeir skotnir án nokkurr- ar viðvörunar. Yfirmaðurinn í Kali- forníufylki hafði lengi haft auga- stað á kvikmyndafélögunum og vissi þar saman kominn geysimikinn auð. Honum datt í hug að reyna fjárkúgunaraðferðir við nokkur stærstu félögin. Kvikmyndafélögin eru hins vegar þau fyrirtæki, sem mjög eru undir smásjá almennings, og MAFIA taldi mjög óráðlegt að beita þvingunaraðferðum gagnvart þeim. Kaliforníuforstjórinn hafði ekki ráðfært sig við „toppmennina“ i málinu, og það var sendur maður heim til hans í lúxusíbúðina í Beverley Hills. Forstjórinn sat í stofu sinni, og sendimaðurinn skaut hann gegnum gluggann. Einu sinni hefur þó verið gerð undantekning: Forstjóri MAFIA í sjálfri New York var einn af æðstu mönnum hreyfingarinnar, eins og að likum lætur. Honum datt í hug að drýgja tekjur sínar með einka- bisnis í eituriyfjum. Hafði hann fengið sendingar frá ítaliu og sjálf- ur annazt sölu. Hann fékk eina við- vörun, en þegar hann sinnti lienni ekki, kom að því, að dagar hans væru taldir. Hann sat inni á dýrustu rakarastofu borgarinnar, og rakar- inn ætlaði að fara að snyrta hann, þegar tveir grímuklæddir mcnn þustu inn og röðuðu nokkrum kúl- um í belginn á forstjóranum. MAFIA vill umfram allt vinna í leyni og forðast að verða umtals- efni. Ef eitthvað gerist, sem vek- ur athygli, eru seglin dregin sam- an í bili. Hreyfingin hefur tekjur með tvenns konar móti: löglegar og ólöglegar. Þegar upp kemst og forráðamennirnir telja skynsamlegt að kippa að sér hendinni, þá hefur MAFIA engu að síður miklar tekj- ur og það með heiðarlegu móti. Þeir hafa komið upp margvíslegum rekstri, sem tryggir það, að starfs- menn hreyfingarinnar geti haft góð- ar tekjur þólt megintekjustofnarnir bregðist. Löglegi bísnisinn gefur lítið af sér á móti neðanjarðarstarf- seminni. Hún er þríþætt: útvegun, dreifing og sala á eiturlyfjum, fjár- kúgun og rekstur hóruhúsa. Eiturlyfjabísnisinn er óliemju- umfangsmikill og ekkert sináræðis- fyrirtæki út af fyrir sig. MAFIA út- vegar megnið af þeim frá Austur- löndum, en ítalia er eins konar miðlunarstaður, og þaðan er þessum eftirsóttu vörum dreift. Megnið fer til Bandaríkjanna, og dreifingar- kerfið þar spannar allt landið. Það hefur verið sagt, að MAFIA væri ríki i rikinu i Bandaríkjunum. Eng- inn veitt með vissu um fjárkúgun hreyfingarinnar á stórfyrirtækjum, en talið er, að hún eigi sér stað i talsverðum mæli, og vitað er með vissu, að MAFIA hefur mikil áhrif á gang stjórnmáia i landinu. -— Það gerðist spaugilegur atburður i Texas um arið, þegar MAFIA réyndi að koma manni i stöðu íylkisstjóra. Það merkiiega var, að þetta tókst, en þá gerðist það, að maunfjandinn gerðist heiðariegur og sneri alger- lega baki við giæpahreyíingunni og neitaði að gegna erindum hennar. Gekk hann jafnvel svo langt að ráð- ast til atiogu gegn henni. Siika móðgun gat MAFIA auðvitað ekki þoiað, og þið getið nærri um það, hvaða endalok maðurinn fékk. Chicago hel'ur lengi verið mikið glæpabæú, og yfirmaður MAFIA þar, hinn illræmdi A1 Capone, var einn æðsti maður hreyíingarinnar. Hann var i eina tið kailaður „ijand- maður þjóðféiagsins nr. 1“. Hann hélt ekki nógu vel á spilunum og var nappaður fyrir skattsvik og dó 1940. Italinn Lucky Luciano hefur rið- ið sjáift netið og á ölium meiri þátt í skipulagningu MAF'IA sem fyrir- tækis. Hann er taiinn vera æðsti maður hreyfingarinnar. Luciano er fæddur á Sikiiey en upp alinn í fá- tækrahveríi í New York, svo að segja má, að bakgrunnurinn sé góð- ur. Hann náði ser vel á strik i Bandarikjunum, og allir vissu það, að hann var liöfuðpaurinn i giæpa- hreyfingunni. Samt var ekki hægt að skeröa hár á höfði hans, þvi að bandarisk lög heimta, að maður sé staðinn að verki, tii þess að hægt sé að taka liann fastan og koma yfir hann lögum. Luciano og hinir æðstu menn MAFIA láta yfirleitt ekki standa sig að verki. Til þess eru þeir of sleipir. Þeir láta fram- kvæma verkin fyrir sig og koma hvergi nærri, að því er virðist. Bandariska lögregian gerði allt, sem í hennar valdi stóð, til þess að hafa liendur i hári Lucianos, — og að lokum tókst það. Það mun hafa verið fyrir meint skattsvik, að „gangsterinn“ var tekinn l'astur, og þóttust menn þó nokkru bættari að láta hann ekki ganga lausan. Þegar stríðið skall á, gerðist sá ótrúlegi hlutur, að MAFIA tók að sér að útrýma neðanjarðarhreyf- ingu Þjóðverja i Bandarikjunum, sem vitaskuld var hernaðarlega mik- ilvægur hlutur. Þessu verki stjórn- aði Lucky Luciano úr fangelsinu og geklc svo vel fram í því, að Þjóð- verjunum var útrýmt eins og rottu- plágu. 1 striðslokin gengu liðsmenn Lucianos á lagið og kröfðust þess, að foringinn yrði látinn laus, ann- að væri ekki rféttlætanlegt fyrir slikt starf í þágu þjóðarinnar. Þar kom, að bófanum var sleiipt, en þó með því skilyrði, að hann hyrfi úr landi. Það gerði Luciano. Hann fluttist til Napólí á ítaliu, en allir sannir MAFIA-menn héldu við hann tryggð, og hann stjórnar hreyfing- unni jafnörugglega og áður. Þó er sagt, að hann kunni eklti sem bezt við sig á Italíu, þótt þar séu bernskuslóðir hans. í Napólí rekur Luciano verzlun og hefur á boð- stólum uppskurðartæki og annað til lækninga, sem sagt sitt af hverju til áð bjarga mannsfífum. Þegar hann fór frá Bandaríkjunum, gerð- ist athyglisverður atburður: Blaða- menn þyrptust niður að höfninni og ætluðu að hafa tal af kappanum í tilefni brottrelcstrarins úr landi. En þegar þeir nálguðust skipið, sem flytja átti Luciano til Italíu, kom á móti þeim veggur hafnarverka- manna, sem varnaði þeim leiðar- innar. MAF’IA hafði gert sinar ráð- stafanir. Hreyfingin kærði sig ekki um, að blaðamenn næðu tali af Luciano. Og MAFIA átti liauk í horni, þar sem voru hafnarverka- menn i New York. Þeir tóku verkið að sér. Það er líka talið, að hlýðni hafnarverkamanna hafi mjög auð- veldað MAFIA flutninga á eitur- lyfjum um höfnina í New York. Lucky Luciano hefur verið kall- aður liættuiegasti glæpamaður vorra tíma. Lögreglan eltir hann á rönd- um, fylgist með ferðum hans eftir megni. Milli hans og annarra, sem framkvæma myrkraverkin, eru margir milliliðir, til þess að erfið- ara sé „hanka“ yfirboðarann. Þetta kemur að nokkru leyti í ljós í við- tali við Luciano, sem hér birtist. Hann er annars ekki hrifinn af blaðamönnum, en þessari banda- risku konu tókst að komast inn á heimili hans og hafa út úr honum nokkur orð. MAFIA er stórhættulegur félags- skapur, sem Interpol og lögregla margra landa reyna að útrýma eftir megni. En það reynist erfitt, og sjállsagt verður enn bið á því, að MAFIA heyri sögunni einni til. ★ Höfuðpaurinn á heimili sínu Framhald af bls. 5. askus. Ákæran var látin niður falla. „Það voru alit uppiognar sakir,“ sagöi hann. „Þessir romversku snáp- ar eru aiiiaf að leita að íiski í soóið, og ég er eftiriætið þeirra. Ég er svo sem enginn engili, en ég hef aldrei gert neitt ijótt, ekki einu sinni fyrir vestan, — svolitla sprútt- söiu kannski eða af þvi taginu, — en hvita þrælasölu eða þess háttar ófögnuð? Aidrei! Ég liata þess kon- ar fóik, hata það bara. Það er svo sem alit í lagi með þjóf, — en einn af þeim, — ég vil sem minnst eiga saman við þá að sælda. Þar að auki muudi ég aldrei koma nálægt svo- leiðis hér með þessa snápa tilbúna að hlamma sér á mig eins og tonn af múrsteinum.“ Hvernig hafði hann ofan af fyrir sér, spurði ég. „Ég rak nokkra næt- urklúbba um tíma óg gerði það anzi gott, en þá fundu snáparnir eit- urlyf eða eitthvað svoleiðis og lokuðu hjá mér. Það eina, sem ég gat gert eftir það, var að læra þess- ar ferðamannabækur utan að og sýna bandariskum ferðamönnum, hvernig þeir gætu bezt skemmt sér. Aukið blæfegurð hársins . .. með hinu undraverða WJHITE RAIN fegrandi Shampoo . . . >etta undraverða shampoo, sem gefur hárinu silkimjúka og blæfagra áferð. petta ilmríka WHITE RAIN shampoo . . . gerir hár yðar hæft fyrir eftirlætis hár- greiðslu yðar. petta frábæra WHITE RAIN shampoo . . . lætur æskublæ hársins njóta sín og slær töfraljóma á það. Hvítt fyrir venjulegt hár — Blátt fyrir þurrt hár — Bleikt fyrir feítt hár. WHITE RAIN shampoo-hæfir yðar hári. HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103 — Sími 11275. 26 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.