Veðrið - 01.04.1958, Page 3

Veðrið - 01.04.1958, Page 3
RITNEFND: JON EYÞORSSON FLOSI H. SIGURÐSSON PÁLL BERGÞÓRSSON TÍWARIT HANDA ALÞÝÐU UM VEÐURFRÆÐI AFGREIÐSLUSTJÓRI' KEV.UR ÚT TVISVAR Á ÁRI. - VERÐ ÁRG. KR. 30.00 GEIR ÓLAFSSON 1. HEFTI 1958 3. ÁRGANGUR DRÁPUHLÍÐ 27. SÍMI 15131 VEÐRIÐ Ur ýmsum áttum Kápumyndin. Framan á kápu 1. heftis var mynd af einkennilegu, kringlóttu skýi, sem minnti helzt á hatt eða hjálm. Sumir lesendur efuðust um, að þetta gæti verið ský og héldu þetta „fljúgandi disk“ eða einhvers konar loftfar. Sannleikurinn er sá, að sh’k ský eru nokkuð algeng i landátt hlémegin við fjallgarða. Hnúka- þeyrinn skefur þá utan af þeim, svo að þau verða slétt og ávöl. Stundum eru þau aflöng og minna á hvalbök, stundum kringlótt eins og hjálmur. Senni- lega verða þau að snúast eins og skopparakringla til þess að fá á sig fallega og reglulega hjálmlögun. Að þesu sinni er einnig mynd af skýjahöttum á kápu. Myndina tók major Sweeney á Keflavíkurflugvelli 22. maí 1957 kl. 2100 — á litfilmu. Myndamótið er þvi gert eftir litmynd og prentað í svijmðum lit. Þessir hattar eru ekki alveg eins reglulegir og „gamli hatturinn," en annars- svipaðir honum. Svarsimi 17000 Hinn 1. marz s. 1. var tekinn í notkun sjálfvirkur svarsími í veðurdeildinní á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er segulband í sambandi við liljóðnema, og má festa á segulbandið tal, sem tekur allt að einni minútu. Síðan er bandið tengt bæjarsímanum. Ef hringt er í nr. 17000 næst samband við segulbandið og heyr- ist þá í símanum það, sem talað var síðast á bandið. Eftir nákvæmlega eina mínútu rofnar sambandið sjálfkrafa, — en ekki heldur fyrr. Á veðurstofunni er skipt um tal á bandinu nokkrum sinnum á sólarhring. Er sagt frá veðurhorfum í Reykjavík og nágrenni næsta sólarhring, lýst stutt- lega veðri á öllu landinu, veðri, liitastigi, skyggni og loftvog í Reykjavík og loks sagt um almenn veðurskilyrði í grennd við landið og veðurhorfur fram undan, eftir því sem ástæður leyfa hverju sinni. Svarshni þessi hefur létt mjög ónæði af starfsliði veðurstofunnar. Fyrstu tvo mánuðina, sem svarsíminn var í notkun, voru taldar um 10 þús. hringingar. 1

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.