Veðrið - 01.04.1958, Blaðsíða 4

Veðrið - 01.04.1958, Blaðsíða 4
Þess ber að geta, að í raun og veru eru þrenn segulbönd og þrjár slmalínur í sambandi við nr. 17000. Tunglið kviknar. Merkur bóndi í Norðurlandi hefur spurt á þessa leið: „Þegar talið er, að tunglið springi út kl. 10 árdegis, er þá eigi átt við, að það geri það í landsuðri? Aðrir segja, að þá muni það verða i útnorðri! Deildar meiningar, sem ég vil fá upplýst." Bréfritarinn liefur rétt fyrir sér. Tungl, sem springur út kl. 10 árdegis er sem næst í suðaustri. — Við tunglið eru margar fornar veðurspár bundnar, og mun þeirra nánar getið í þessu riti innan tíðar. Það skal þó tekið fram, að ekki hefur reynzt auðvelt að finna rökstutt samband milli tunglgöngu og veðr- áttu, þótt margir hafi lagt í slíkt ærna vinnu. Höfundar. í þessu hefti kveður nýr höfundur sér hljóðs: Ólafur Einar Ólalsson veður- fræðingur, starfandi á Veðurstofu Keflavfkurflugp’allar. Grein hans er að efni til úr prófritgerð hans við háskólann í Osló. Hér á landi má oft fá glögg — nærri áþreifanleg dæmi um mismunandi loftmassa og veðrabrigði, sem þeim fylgja. Hver kannast ekki við kafþykkt loft og rigningar- brælu, sem allt í einu sviptist af, en þurrt og tært loft kemur í staðinn með sól eða mána í bláheiði? Grein Ólafs mun skýra hin dýpri rök slíkra veðrabrigða. Ólafur Einar Ólafsson er fæddur í Reykjavlk 28. nóv. 1928, sonur Sigrúnar Kristjánsdóttur og Ólafs Einarssonar sjómanns. Hefur numið veðurfræði við háskóla í Osló, lauk jjar cand. mag. prófi 1954, en vinnur nú að ritgerð til cand real prófs. Geir Ólafsson deildarstjóri ritar stutta, en gagnorða grein um störf loftskeyta- deildar veðurstofunnar. — Geir er fæddur í Hafnarfirði 4. okt. 1905, sonur Ólafs Sigvaldasonar sjómanns og Stcinunnar Halldórsdóttur. Lauk gagnfræðaprófi i Flensborgarskóla og námi i loftskeytaskóla Landssímans. Loftskeytamaður á togurum frá 1925—1945, er hann réðst til starfa i veðurstofunni. Kvæntur Aðal- björgu Jóakimsdóttur Pálssonar útvegsbónda í Hnífsdal. Geir hefur annazt afgreiðslu þessa tímarits frá upphafi af stakri árvekni og ósérhlífni. Páll Bergþórsson er lesendum þegar að góðu kunnur af mörgum greinum í þessu riti og erindum í útvarpi. Að þessu sinni ritar hann um áhrif fjalla á úr- komu, en hér á landi skortir bagalega mælingar til þess að geta gert efninu full skil. Páll er fæddur 13. ágúst 1923 f Fljótstungu í Hvitárslðu, sonur Kristínar Páls- dóttur og Bergþórs Jónssonar bónda. Stúdent frá Menntaskóla Reykjavikur 17. júní 1944. Stundaði veðurfræðinám á Veðurstofu Sviþjóðar 1947—1949, og réðst að því loknu til Veðurstofu íslands. Dvaldist 1953—1955 við nám og starf í Stokkhólms-háskóla. Kvæntur Huldu Baldursdóttur frá Þúfnavöllum. J. Eyþórsson. 2

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.