Veðrið - 01.04.1958, Side 12

Veðrið - 01.04.1958, Side 12
hann nánar og tölum um kaldan loftmassa, ef yfirborð það, sem hann berst yfir, er hlýrra en lofthitinn og hlýjan loftmassa, ef yfirborðið er kaldara en lofthitinn. En hiti og rakamagn loftsins breytist smám saman, fyrst í neðstu loftlögum, en brátt gætir breytinganna hærra uppi. Fer svo jafnan að lokum, að loftmassinn glatar flestum af sínum upprunalegu einkennum og er þá oft- ast kominn langt burt frá „æskuslóðunum." í síðasta hefti þessa tímarits lýsti Borgþór H. Jónsson framrás loftmassanna og hringiðu þeirri, sem þeir mynda. Við skulum nú athuga nánar eiginleika þeirra loftmassa, sem berast hingað með hringiðu þeirri, sem flestir kannast við undir nafninu lcegð á Greenlandshafi. Eiginleikar loftmassanna eru breytilegir eftir árstíðum, en í þessum greinar- stúf eru ekki tök á að taka fyrir langt tímabil enda hefur lítið verið rannsakað hér á landi um eiginleika einstakra loftmassa. Við verðum því að láta okkur nægja að skoða lítillega loftmassa þá, sem áttu hér leið um sumarið 1955. Eru sunnlendingum í fersku minni þau endemi, sem þá yfir gengu, og enn í dag eru afleiðingar veðráttunnar það sumar á dagskrá hjá Alþingi og blöðum. Votviðrasumarið 1955 lögðu lægðir tíðast leið sína N og NA Grænlandshaf og ollu vætutíð á S og SV-landi, en þurrviðrum á N og NA-landi. Mynd I sýnir aðal- brautir þeirra loftmassa, sem bárust hingað með lægðum þessum. (Á kortið eru teiknaðar jafnliitalínur fyrir yfirborð sjávarins í júlí og ágúst). Nú er það ýmsum erfiðleikum háð að rekja braut loftsins langt aftur í tímann einkum yfir sumarmánuðina, þegar vindar eru að jafnaði hægir. Samt má oftast með sæmilega góðri nákvæmni rekja braut loftsins 36—48 stundir aftur í tímann. Nú ber ekki svo að skilja, að loftmassarnir þræði brautir þessar nákvæmlega liverju sinni, lieldur er liér átt við aðalbrautir þeirra. Brautir I og II eru leiðir köldu loftmassanna, sem berast hingað, þegar lægðir fara norður Grænlands- haf. Landfræðilega eru þeir af sama uppruna, hafa hlotið „uppeldi" sitt yfir ís- og fannbreiðum heimsskautasvæðanna. Hins vegar hefur hvor sina ferða- sögu að segja þegar hingað kemur. Sá hinn fyrri hefur farið tiltölulega stuttan veg yfir úthafið en aftur á móti er braut hans þvert á jafnhitalínurnar í sjón- um og hitamismunurinn mikill á þeirri leið eða um það bil 10° C milli Græn- landsstrandar og SV-fslands. Loftmassi sá, sem lagt hefur leið sína suður fyrir Grænland (II), liefur farið langan veg yfir úthafið, áður en hann kemur inn yfir landið. Vestan við Grænland liggur leið hans þvert á jafnhitalinur sjávarins, en eftir að hann beygir til NA, er braut hans því nær samsíða jafn- hitalínunum. Upphitun þessa loftmassa er því ekki eins ör yfir hafinu og á sér stað í fyrra tilfellinu. Brautir III og IV eru leiðir hlýju loftmassanna sein berast hingað, þegar lægð- ir fara norður Grænlandshaf. Loftmassar þessir hafa mótazt við mjög svipuð skilyrði þ. e. í háþrýstisvæði þvf, sem oftast er yfir N.-Atlantshafinu á sumrin, Azoreyjahæðinni. Stöku sinnum er þó um að ræða loft, sem mótazt hefur yfir meginlandi N.-Ameriku, en borizt á haf út og síðan norður með austurströnd Bandarikjanna (braut III). En loftmassar þessir hafa mjög svo svipaða eiginleika, einkum í hærri loft- 10

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.