Veðrið - 01.04.1958, Blaðsíða 21

Veðrið - 01.04.1958, Blaðsíða 21
hugunar- og útsendingartíma háloftaskeyta, og þegar útsendingar eru fleiri sam- timis en loftskeytamenn á verði, eru þær sendingar, sem helzt þola bið, teknar á segulband, en svo skrifaðar upp jafnskjótt og tími vinnst til. Nú hefur verið ákveðið að' hætta útsendingu veðurfregna með loftskeytum frá flestum Evrópulandanna frá áramótum 1959 og 1960, en taka í þess stað upp sjálfvirka fjarritvélasendingu og móttöku. Kostir sjálfvirkrar móttöku eru þeir að meiri afköst fást nteð minna starfsliði. Mikil og lýjandi móttaka eftir heyrn liverf- ur úr sögunni að mestu, en vinnan verður fólgin í stillingu og gæzlu tækja. En reynzlan hefur sýnt að þegar móttökuskilyrði eru léleg, þá fæst ekki jafngóður árangur og með loftskeytamóttöku æfðra manna. Undirbúningur er þegar hafinn til að annast hina sjálfvirku móttöku hér í deildinni. Stefnuloftneti fyrir Evrópumóttöku hefur verið komið upp og athugað með kaup á nýjum tækjum, sem nauðsynleg eru vegna breytinganna. Hitahvörf í neðstu lögum lofthjúpsins lækkar liitastigið að jafnaði með vaxandi hæð. Undantekningar verða þó oft frá þessari regiu, og hlýnar þá upp á við. Slík lög eru venjulega fremur þunn, og er kallað að þar séu hitahvörf. Þau eru oft við yfirborð jarðar, en þó stundum ofar. Á björtum og kyrrum sumarnóttum verður t. d. oft frost í lautum og dæld- um, þegar ekki frýs nokkrum metrum ofar á hólum og hæðum. Þess vegna velja menn kartöflugörðum stað uppi í brekkum og holtum, ef þess er kostur. Hita- hvörf, sem þannig verða til á næturnar undir haustið geta orðið 4 til 7° C. Miklu meiri hitahvörf geta orðið að vetrarlagi í stillum, þegar snjór er á jörðu. Og í þannig veðurlagi koma mestu frostin, bæði hér á landi og annars staðar. Verða flugmenn oft varir við þetta, þegar þeir hækka og lækka flugið. Einhver mestu hitahvörf, sem ég hef heyrt getið um, mældi íslenzkur flug- maður nú í vetur. Sunnudaginn 22. febrúar flaug Björn Guðmundsson, flug- stjóri á Sólfaxa, skymaster flugvél Flugfélags fslands, til Meistaravíkur. Á flug- vellinum þar var frostið 33° C um hádegið, en á sama tímar var Sólfaxi í 600 m hæð, og þar uppi mældist frostið aðeins 4' C. Þarna hafa því verið 29 stiga hitahvörf. Hefur nokkur, sem les þessar línur, heyrt um eða mælt meiri hitahvörf? Það er ekki óalgengt, að frostið í Meistaravík sé svona mikið eða meira á veturna, því að þar eru oft stillur. Hitt mun vera sjaldgæfara, að á sama tíma sé svona hlýtt litlu ofar. Hið tiltölulega háa hitastig þarna uppi i þetta skipti, var vegna þess að vestan-átt var á og loftið þar hefur komið ofan að með hinu mikla lofthafi, sem þarna hefur steypzt austur af Grænlandsjökli. Vegna aukins loftþrýstings hlýnar loftið, um 10° C á hvern kílómetra, sem það streymir nið- ur, svo að í þriggja km hæð hefur hitastig þess verið 4- 28° C, en það er al- gengt i þeirri hæð á þessum slóðum á veturna. Jónas Jakobsson. 19

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.