Veðrið - 01.04.1958, Side 22

Veðrið - 01.04.1958, Side 22
PÁLL BERGÞÓRSSON veðnrfraðingur: Áhrif fjalla á úrkomuna Það hefur lengi verið kunnugt, að úr- koman er að jafnaði því meiri, sem hærra dregur frá sjó. Þetta er líka mjög eðlilegt. Misliæðir knýja loftið til upp- streymis, en um leið kólnar það, og ósýnilegur vatnseimur þess þéttist í ís- nálar eða vatnsdropa, og að sjálfsögðu ber því meira á þessu sem mishæðin gnæfir hærra yfir umhverfið. Þetta gild- ir a. m. k. á lægstu 1—2 kílómetrunum yfir sjávarmál. Þessi skýring er ljós og eðlileg, svo langt sem hún nær. En hér er þó að- eins sagt, hvort úrkoman eykst með hæð, ekki hve mikið hún eykst. Víkjum nú dálítið að því viðfangsefni. Fyrsta skrefið er að leita að einhverri skynsamlegri hjálparreglu um áhrif mis- hæðar á úrkomu. Sums staðar má notast við þá reglu, að aukningin frá sjávar- máli upp í tiltekna hæð, t. d. 1 km, sé alls staðar sú sama á stórum landsvæðum. Hafa sumir fundið, að aukningin á ársúrkomu væri 800 mm á kílómetra, aðrir hafa fundið 1000 mm á km eða meira. Við fljótlega athugun má sýna fram á, að þessi regla fær ekki staðizt hér á ís- landi. Við höfum margra ára athuganir á úrkomu frá Hveradölum á Hellisheiði í 330 m hæð yfir sjó og virðist ársúrkoman þar vera um 2300 mm. En nú er árs- úrkoman í Reykjavík um 800 mm, 1100 mm á Eyrarbakka, en 1600 á Ljósafossi, að meðaltali ca 1200 mm austan fjalls og vestan. Aukningin með hæð virðist eftir þessu vera um 1100 mm á 330 m, þ. e. 3300 mm á kílómetra. Ef þessi regla ætti nú að gilda um allt landið, hlyti að leiða af henni, að úr- koman í 330 m hæð gæti hvergi verið minni en 1100 mm, jafnvel þótt ekki kæmi dropi úr lofti við sjávarmál. Hins vegar vitum við, að í Þingeyjarsýslum eru stór svæði í 300—400 m hæð yfir sjó, þar sem úrkoman er a. m. k. minni en 600 mm. Þar er því aukningin vafalaust minni en 600 mm á 330 m, og að lík- indum ekki meiri en 300 mm á 330 m. Sést á þessu, að lögmálið um jafna aukn- ingu úrkomu með hæð er ónotliæft á íslandi. Þá er að svipast um eftir hentugri reglu. Af tölunum hér á undan mætti ætla, að aukningin með hæð væri mun meiri á Suðurlandi en Norðurlandi. En Páll Bergþórsson. 20

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.