Veðrið - 01.04.1958, Qupperneq 25

Veðrið - 01.04.1958, Qupperneq 25
Þegar hér er komið, er hægt að færa allar þessar tölur a íslandskort. Vegna þess að ársúrkoman við sjávarmál breytist tiltölulega jafnt frá einu héraði til annars, er nú unnt að áætla hana á hverjum einasta stað á landinu, teikna úr- komulínur, t. d. fyrir 500 mm, 1000 o. s. frv. Þegar því er lokið, má svo finna „raunverulega" úrkomu á liverjum stað á landinu, út frá hæð landsins yfir sjó. Með þessari aðferð hef ég teiknað kort af meðallagsúrkomu á Islandi yfir árið. Á svo litlu korti er þó ekki unnt að sýna úrkomuna eins nákvæmlega og ástæða væri til á stærra korti, þá yrðu línurnar of þéttar og ruglingslegar. En í stór- um dráttum kemur þó vel fram hinn mikli úrkomumunur héraðanna. Frá Austfjörðum til Eyjafjalla liggur mesta úrkomubeltið, þar sem úrkoman verðuí jafnvel meiri en 4000 mm á stórum svæðum. Önnur mestu úrkomusvæði eru Hellisheiði, Hofsjökull og belti frá Langjökli til Skarðsheiðar og Esju, einnig Snæfellsnes og hálendi Vestfjarða. Tiltölulega þurrt belti teygist frá Borgar- firði syðra til Fljótsdalshéraðs, en þurrast virðist í dölum Norðurlands, einkum í Suður-Þingeyjarsýslu. Allmikil úrkoma, 1000—2000 mm og sums staðar meiri, er aftur á fjallgörðum Norðurlands og Vestfjörðum. Þetta kort er svo til eingöngu byggt á úrkomumælingum, en vafalaust mætti bæta það með ýtarlegri rannsókn á hinum víðtæku rennslismælingum, sem gerðar hafa verið á síðustu árum. MISVIÐRL Gott dæmi um misviðri fann cg við 30. ágúst 1931 í gamalli vasabók. Ég átti þá lítinn sumarbústað inni á Laugarási, þar sem nú er Dyngjuvegur 14, og fór á hjóli til vinnu og úr í bænum. Oft tók ég eftir því, er ég hélt heimleiðis að áliðnum sólskinsdegi, að á vissum stöðum á leiðinni var áberandi kalt og hráslagalegt. Þessir staðir voru þrfr: Hjá Gasstöðinni, við brúna fyrir neðan Lækjarhvamm og á Múlavegi í Laugadalnum, þar sem hann er lægstur. Hinn 30. ágúst kom ég heim um 20-leytið. Heima hjá mér, uppi á hæðinni, var þá 9 stiga hiti. Nú tók ég hitamæli og fór með hann niður að Laugarási, sem stendur urn 15 m lægra. Þar var hitinn 8 stig. En á brúnni yfir Laugalækinn, niðri í slakkanum, var hitinn aðeins 3.8 stig eða 5.2 stigum lægri en uppi á hæðinni. Hæðarmunur mælingastaða er 20—25 metrar. Það kom líka oft fyrir á fyrstu frostnóttum að haustinu, að kartöflugras lét á sjá fyrir næturfrosti niðri f Laugadalnum, þótt ekki sæi á þvf uppi í ásnum. — Kalda loftið safnast fyrir í dældunum, þegar kvöldar, og flýtur þaðan eins og vatn, en ósýnilegt, eftir slökkum undan hallanum. Hið sama á sér að sjálfsögðu stað við Lækjarhvamm og f Rauðarárslakkanum. Þetta er mikilsvert atriði, þegar skrúðgörðum er valinn staður. Með einföld- um hitamælingum má velja milli staða. Það getur haft býsna mikil áhrif á veðurathuganir, ef hitamælar eru fluttir, þótt ekki sé nema fáa metra. Víða erlendis eru miklar rannsóknir gerðar á misviðri og hitamun innan takmarkaðra svæða. Nefnist sú fræðigrein míkró-meteórólógi eða míkró-klímatólógi, óþjál orð og leiðinleg. J. Ey. 23

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.