Veðrið - 01.04.1969, Qupperneq 17
Daglegar hitabreytingar í 500 og 1500 rn hœð, október—desember 1968.
austar og liél/t yfir Norðurlönduni fram um miðjan mánuðinn. Suðlæg vindátt
var því ríkjandi þetta tímabil og yfirleitt hlýtt í veðri. Hlýjasti dagurinn var
hinn 6., og mun þá hafa verið yfir landinu loft, sem komið var sunnan frá Mið-
jarðarhafi. Upp úr miðjum má'nuðinum gerði mesta kuldakaflann, sem kom
fyrir áramót. Hann fylgdi lofti, sem kom norðan af hafísbrciðunni undan strönd-
um Norðaustur-Grænlands. Eins og að jafnaði, þegar norðanátt stendur nokkra
daga í einu, barst að kalt loft, ekki aðeins næst jiirðu, lieldur ekki síður ofar.
En heimkynni þessa fimbulkalda heimskautalofts er fyrir vestan og norðan Græn-
land, auðnir nyrztu hcraða Kanada og einnig sjálft heimskautasvæðið. Þetta
norðlæga loft dvaldi hér fram yfir jól, þó að lieldur drægi úr kuldunum á Þor-
f láksmessu. Og í þessu norðanveðri mun hafísjaðarinn hafa færzt talsvert í átt
að landinu, bæði með færslu og með myndun nvíss. Þegar norðanáttinni slotaði,
myndaðist hæð yfir fslandi. Hún þokaðist liægt austur á hóginn og veður hlýn-
. aði fram að áramótum, svo að hitinn á gamlársdag var 6 til 8 stig viða um land.
f janúar var hiti um meðallag í tveggja kílómetra hæð, en 1.8 stigum laégri
en það við jörð. Þrjú mikil kuldaköst komu í mánuðinum, og ber mikið á þeim
sent djúpum dölum á hitaritunum. Þá stóð vindur á liánorðan, en jtess á milli
var norðaustan- og austanátt, nema dagana 22. til 25. sló fyrir á suðaustan, enda
voru það hlýjustu dagar mánaðarins. I norðanveðrunum nálgaðist haíísinn Norð-
urland. Og að loknu kuldakastinu urn miðjan mánuðinn varð vart við ís við
Straumnes og 1-Iorn. Einnig var jakahrafl við Grímsey hinn 19., og mun hvíta-
björninn, sem Grímseyingar lögðu að velli fjórum dögum seinna, hafa komið
með þessum jökum.
VEÐRIÐ
17