Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 5
VEÐRIÐ
TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VEÐURFRÆÐI
KF.MUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 100.00
2. HEFTI 1969 14. ÁRGANGUR
RITNEFND: JÓNAS JAKOBSSON
FLOSI H. SIGURÐSSON
PÁLL BERGÞÓRSSON
HLYNUR SIGTRYGGSSON
AFGREIÐSLUSTJORI:
GEIR ÓLAFSSON
DRÁPUHLÍÐ 27 . SÍMI 15131
Ur ýmsum áttum
Grasleysi og óþurrkar.
Sumarið 1969 er nú liðið og íær ekki góð eftirmæli hjá Sunnlendingum og
Vestlendingum. Ójjurrkar voru meiri en dæmi eru til síðan 1955 og 1947. Þar á
ofan bættist léleg spretta, mun verri en í áðurnefndum óþurrkasumrum. Einmitt
í þessum héruðum er aflað um tveggja þriðjunga af öllum heyfeng landsmanna,
og góð heyskapartíð og spretta frá Eyjafirði til Fljótsdalshéraðs hrekkur því
skammt til að bæta upp skaðann. Engu að síður kemur hér 1 ljós sú mikilvæga
trygging, sem felst í því, að sjaldan er árferði jafn illt á öllu landinu. Svo mjög
skipta fjallgarðarnir okkar veðrum, að á sama tíma og verstu votviðri herja á
Suðvesturlandi getur verið einmuna blíða á Fljótsdalshéraði. Þetta gátu for-
feður okkar ekki hagnýtt sem skyldi til gagnkvæmrar hjálpar, en nútíma flutn-
ingatækni hefur hvað eftir annað komið að haldi lil slíkrar fóðurjöfnunar.
Aldrei mun þó engjavegurinn hafa orðið lengri en lijá bændum jjeim úr
Norður-Þingeyjarsýslu, sem sóttu heyskap suður á land sumarið 1968.
Orsakir grasleysis.
Það hefur komið mönnum nokkuð á óvart, hvað spretta var léleg sunnan
lands og vestan í sumar. Sumarið var að vísu kaldara en tíðkaðist á áratug-
unum fyrir 1960, en sízt verra en gengið hefur og gerzt á jjessum ártug. Þýð-
ingarmestu mánuðirnir, maí—ágúst, voru meira að segja jafn heitir og í meðal-
árferði 1931—1960 í Reykjavík. Sólskinið var hins vegar með minnsta rnóti, jjó
heldur meira en bæði 1947 og 1955. Þá var sprettan samt góð. Sólarleysið er
}jví tæplega fullnægjandi skýring á grasbrestinum. En eitt er það, sem er ólíkt
nú og þá. Það eru frosthörkurnar síðastliðinn vetur, auk jjess sein sjaldgæft
snjóleysi olli því, að frostin gengu óvenju djúpt í jörðu.
Þessi staðreynd styður ef til vill þá tilgátu, sem ég setti fram í grein í Veðr-
inu 1965 (Hitafar og búsæld á íslandi), að heyfengur hvers sumars sé að veru-
VEÐRIÐ — 39