Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 6

Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 6
legu leyti kominn undir hlýindum veturinn á undan. Tölfræöileg atliugun benti þá til þess, að hiti hvers vetrarmánaðar, desember til marz, væri meira að segja jafn þýðingarmikill og iilýindi livers vor- og sumarmánaðar fyrir sprett- una. í þessu sambandi má minnast sumarsins 1918 eftir mesta frostavetur þessarar aldar. Þá var spretta með eindæmum léleg, og ekki aðeins þar, sem jörð var sýnilega kalin. Svo segir mér Eiður Guðmundsson á Þúfnavöllum í Hörgárdal, að graslagið hafi verið mjög sérkennilegt [jað sumar. Puntur hafi verið hlutfalls- lega mikill, en áberandi, hvað blöð grassins voru illa þroskuð. Er ekki þarna hugsanlegur lykill að þvi, hvernig vetrarkuldinn leikur gróður- inn næsta sumar? Miklar frosthörkur valda vitanlega þrengingum fyrir rætur jurtanna, sem verða að lil'a af veturinn, einkum þó ef þíður verða á milli. Stundum deyja þær gersamlega, hvítkalnir blettir koma í Ijós í gróandanum, einkurn þar sem tún eru beitt og troðin, og mikill köfnunarefnisáburður dreg- ur líka úr viðnámsþolinu. En fyrr má rota en dauðrota. Rótarkerfið getur búið að þessum harðindum, þó að gróðurteppi nái að hylja túnið með sumrinu. Og ]>ví skykli slíkt mótlæti ekki geta framkallað þau viðbrögð jurtarinnar, að næsta sumar noti hún sem mest af sínum veiku kröftum til að mynda punt og þroska fræ, en reyni að komast af með sem allra minnstan þroska að öðru leyti? Slík viðbrögð plantna við þrengingum eru alþekkt fyrirbæri, og meðal annars áber- andi á ýmsum trjám og runnúm í sumar. Þegar ég var búinn að festa þetta á blað, átti ég tal um það við Stefán H. Sigfússon búfræðikandídat. Þá kom í ljós, að hann var einmitt kominn að sömu niðurstöðu ásamt Páli Sveinssyni í Gunnarsholti. Þeim þótti áberandi, hvað túngrösin skriðu snemma í sumar samanborið við grasvöxt. Hafrar, sem sáð var til í vor, og gátu því ekki verið skaddaðir af vetrar- eða vorfrostum, spruttu hins vegar vel miðað við fjölæra túngróðurinn. Sumir vildu kenna því um grasbrestinn, að úrkomur hefðu skolað niður áburði, áður en hann kom að notum, vegna þess hvað klaki var mikill í jörðu. En þegar borið var á eftir fyrri slátt, var sprettan lítil eftir sem áður, og grösin fóru að skríða áður en þau spruttu verulega, líkt og fyrr. Þeir Stefán og Páll voru helzt þeirrar skoð- unar, að tiltekið kuldakast í vor hefði valdið eins konar losli á gróðrinum, og þessi viðbrögð væru aðallega afleiðing þess. Vissulega eru frost skaðvænlegust, þegar gróður er farinn að lifna, en þó má geta sér þess lil, að jafnvel um miðjan vetur séu takmörk fyrir þvf, hvað frosthörkur megi verða langar og strangar, án þess að ræturnar skemmist. En ef til vill gætu frystingartilraunir leitt einhver sannindi í Ijós um þetta mikilvæga mál. Snjólans Esja. Þrátt fyrir kaldan vetur og vor, náðu sumarhlýindin að eyða skaflinum í Gunnlaugsskarði í ágústmánuði í sumar, en það er fremur sjaldgæft, jafnvel á hlýviðrisskeiði þessarar aldar. Orsökin er efalaust snjóleysið í vetur, sem var óvenjulegt, sérstaklega í svo miklum kuldum. En þegar í fyrrahaust lá fyrir spá 40 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.