Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 30

Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 30
KNÚTUR KNUDSEN: Vorið og sumarið 1969 April. Framan af mánuðinum var veðráttan breytileg, en suðlæg átt þó ríkjandi. Stundum var nokkuð livasst, þó einkanlega í kringum páskana. Dagana 10. og 11. var norðaustan þræsingur með talsverðu frosti og hríðar- hraglanda á Vestfjörðum og Norðurlandi, en ekki náði norðan áttin lengra suður í það skiptið. Veðrið stilltist og batnaði um miðjan apríl og dagana 18., 19. og 20. var hlý sunnan átt og gott vorveður. Síðan kólnaði aftur og á sumardaginn fyrsta og næstu fjóra daga var enn norðaustan þræsingur og víðast hvar éljagangur nema á Suðvesturlandi. Síðustu dagarnir voru hægviðrasamir og sunnan lands sæmilega hlýtt á daginn, en fyrir norðan var vægt frost. Mánuðurinn í heild var kaldur og alls staðar snjóléttur, en enginn gróður var kominn í mánaðarlok. Mikill hafís var á utanverðum Húnaflóa og við Horn allari apríl og á stund- um ófær skipum. Hrútafjörður fylltist og ís fór að sjást frá Blönduósi laust fyrir mánaðamót. Á siglingaleiðinni fyrir Norður- og Norðausturlandi sást smávegis jakarek öðru hverju í apríl. Maí var hægviðrasamur, mjög úrkomulítill og fremur svalur, en víðast hvar var sólríkt. Undantekning var Suðausturlandið, en þar var bæði hiti og úrkoma nálægt meðallagi. Lengst af var hæg norðlæg átt allt fram til þess 18. og síðan aftur síðustu dagana. Mikill klaki var í jörð og tíð næturfrost um mest allt land. I'etta tíðarfar var hægstætt fyrir sauðburð, sjósókn og allar samgöngur, en gróður allur var óvenju lítill og sums staðar nær enginn í mánaðarlok. Mikill hafís var á Húnaflóa og út af Skaga allan mánuðinn. Var oftast fært en seinfarið þá leiðina til Norðurlandsins. Ófært liefur sennilega verið í sjö daga. Siglingaleiðin til Norðurlands fyrir Langanes var oftast lokuð fram til 20., en skip komust þó í gegn um ísinn öðru hverju. Eftir þann 20. var enn ísröst tit frá Langanesi, en hún var lítið til trafala. Hafísinn lokaði ýmsum liöfnum við Húnaflóa og á Norðausturlandi langtímum saman í maí, en sigling var jafnan greiðfær frá Skaga að Sléttu. Júni. Dagana 12.—14. var norðaustan kaldi með slyddu á Norður- og Austur- landi, en annars má segja, að sunnan og austan áttir liafi ráðið ríkjum. Þokur voru mjög tíðar á Austfjörðum og við sjóinn fyrir norðan og norðaustan. Var þar af þeim sökum lágt hitastig. Annars staðar var fremur hlýtt, en lieldur var votviðrasamt sunnan og vestan til á landinu. Sprettutíð var því góð, en klak- 64 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.