Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 16

Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 16
sendar jarðskjálftastofnunum víða um lieim. Mælarnir voru settir upp í gamla sjómannaskólahúsinu við Öldugötu, en fluttir í nýja sjómannaskólahúsið árið 1946. A síðustu árum hafa miklar framfarir átt sér stað einnig á þessu sviði. Nýir og næmari mælar liafa verið keyptir, og nú sem stendur eru jarðskjálfta- mælingar gerðar á 5 stöðum hér á landi. Meðal þeirra er liin mjög fullkomna jarðskjálftastöð á Akureyri, sem Veðurstofan starfrækir samkvæmt beiðni Unit- ed States Coast and Geodetic Survey, en sú stofnun hefir lagt til tækin í þessa stöð. Hafís. Þegar íslendingar tóku við veðurathugunum hér á landi voru hafís- athuganir frá íslenzkum veðurathugunarmönnum og íslenzkum skipum undan- skildar. Þær voru um langt árabil sendar hafrannsóknadeild dönsku veðurstof- unnar, sem sá um úrvinnslu þessara gagna. Hins vegar er gert ráð fyrir því í lögum bæði frá 1926 og 1958, að Veðurstofan ætti „að safna nákvæmum fregn- um um hafís og senda út ísfregnir til skipa þegar ástæða er til“. Þetta hefir Veðurstofan gert síðan, að styrjaldarárunum undanteknum, en þá var ekki leyft að senda hafísskeyti frekar en veðurskeyti. Skýrslur unt hafís á fiskimiðum og siglingaleiðum umhverfis landið voru síðan birtar í Veðráttunni. — Á yfirstand- andi ári liefir verið veitt nokkur fjárhæð til hafísrannsókna, og kemur árangur af þessu væntanlega í ljós áður en langt um líður. Húsnaði Veðurstofunnar. Árið 1919 flutti Löggildingarstofan í fjögurra lier- bergja íbúð að Skólavörðustíg 3, og þar var Veðurstofan einnig til húsa, fyrst með Löggildingarstofunni, en síðan ein. Árið 1931 flutti stofnunin í hið ný- reista hús Póst- og símamálastjórnarinnar að Thorvaldsensstræti 4. Um báðar þessar vistarverur má segja, að þær voru of litlar, og sérstaklega voru þrengslin ofboðsleg síðustu árin áður en flutt var í hið nýja sjómannaskólahús, en það var í desembermánuði 1945. Stofnunin fékk þar miklu stærra búsnæði, en það varð þó bráðlega of lítið, þar sem flugveðurþjónustan bættist þá við. Það kom sér því að vissu leyti vel, að flugmálastjórnin óskaði eftir því, að Veðurstofan yrði staðsett á Reykjavíkurflugvelli. Var útvegað húsnæði í flugturninum, en aðeins fyrir þær deildir stofnunarinnar, sem unnu við móttöku veðurskeyta og samningu á veðurspám. Hefir Veðurstoian í Reykjavík síðan starfað á tveimur stöðum í allmikilli fjarlægð hvor frá annarri, og er það alls ekki heppilegt. Framangreindar deildir Veðurstofunnar hafa verið til húsa á flugvellinum frá ])ví í janúarmánuði 1950, fyrst í gamla flugturninum, en síðan í þeim nýja. Flugveðurstofan á Keflavíkurflugvelli er til húsa í flugstjórnarbyggingunni þar. — Þar sent veðurathuganir í Reykjavík eru gerðar af starfsmönnum stofnunar- innar, hefir veðurathugunarstöðin í Reykjavík orðið að flytja með stofnuninni, var fyrst neðarlega á Skólavörðustígnum, síðan á þaki Landssímahússins, svo við Sjómannaskólann og síðustu 20 árin á Reykjavíkurflugvelli. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir 51 föstum starfsmanni á Veðurstofunni, en laun 24 þeirra eru endurgreidcl samkvæmt samningi við Alþjóðaflugmála- 50 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.