Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 8
Teresia er fædd þann 15. marz 1901 í Lund í Dalene í Noregi, og voru
foreldrar hennar Ingebret Anda yfirkennari í Kristiansand og kona hans Inge-
borg, fædd Sangesland. Hún varð stúdent frá Kristiansands katedralskole árið
1920, en lauk kennaraprófi frá Kristiansands lærerskole 1921. Siðan hóf hún
nám við stærðfræði- og náttúruvísindadeild háskólans í Osló og lauk fyrri hluta
embættisprófs árið 1925, í námsgreinunum stærðfræði, stjörnufræði og efna-
fræði og hlaut ágætiseinkunn fyrir. Þá tóku forlögin í taumana, og 12. janúar
1927 giftist hún Barða Guðmundssyni frá Þúfnavöllum, síðar þjóðskjalaverði.
Leiðin lá til íslands, og frá 1929 var hún starfandi sem veðurfræðingur á
Veðurstofu íslands. Ekki lagði hún þó námið á hilluna, og arið 1937 sótti hún
til Oslóarháskóla síðari hluta embættisprófsins með veðurfræði sem aðalnáms-
grein, fyrsta konan, sem það gerði. Hún hlaut hæstu meðaleinkunn, sem þá
hafði verið veitt í 10 ár í því námi við skólann, en næst hæstu einkunn frá
upphafi. Hærri einkunn hafði aðeins hlotið prófessor Sverre Pettersen.
Árið 1946 var frú Teresia Guðmundsson skipuð veðurstofustjóri, og því starfi
gegndi hún af frábærri alúð og áhuga til 1. júlí 1963, er hún kaus að láta af
embætti. Enn í dag sinnir hún þó á hljóðlátan hátt mikilvægu starfi við útgáfu
Veðráttunnar. Þrátt fyrir langa fjarvist ann hún ættlandi sínu, Noregi, af heit-
um liuga. En jafnframt hefur hún orðið svo þjóðhollur íslendingur í hugsun
og athöfn, að til fyrirmyndar gæti orðið mörgum landanum. Sumum ráðamönn-
um kann að hafa þótt hún kröfuhörð fyrir stofnun sína. En fáir munu þeir
vera, sem eru jafn frábitnir því að seilast eftir persónulegum þægindum og
hagnaði af embætti sínu.
Flug í 50 Ar.
Hinn 3. september í haust voru liðin 50 ár síðan flugvél hóf sig á loft á
íslandi. Eáir eiga meira undir veðri en flugmenn, og óneitanlega hefur það
valdið mörgum hryggilegum slysum í flugi fimmtíu ára. Það er því hyggileg
stefna hjá J>eim, sem flugmálum hafa ráðið, að gera allstrangar kröfur um
veðurfræðijtekkingu flugmanna. Þeir Jturfa m. a. að geta lesið af veðurkortum,
hvernig viðrar um allt landið, og á skýjafari, vindum og veðraskilum verða þeir
að kunna góð sk.il. Afrit af veðurkorti dagsins er eftirsótt af flugmönnum á
hverjum morgni á Veðurstofunni. En hér sem annars staðar er ef til vill mikil-
vægust dómgreind og eftirtekt flugmannanna sjálfra, Jregar þeir eru komnir út
„íslenzkt í veður“. Ef þeir hafa þessa athyglisgáfu, geta þeir líka orðið flestum
snjallari í Jjeirri vandlærðu list að spá veðri. Þeir hafa það umfram flesta aðra
að geta flogið á örskömmum tíma að skýjabökkum og þokuflákum og kynnzt
þeim jafn vel í návígi og álengdar. Þeir geta fundið á sínum eigin skrokk,
hvernig vindstrengir kvíslast um landið og ólátasl á vissum stöðum, og hvaða
leiðir eru greiðastar í ólíkum vindáttum. LandfræðiJjekking og glöggskyggni á
kennileiti úr lofti skiptir líka miklu máli, og ræður jafnvel úrslitum um, livort
flugmaður villist og örvinglast í vondu flugveðri eða kemst leiðar sinnar heill
42 — VEÐRIÐ