Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 13
um um veður hér á landi frá degi til dags. í staðinn var gefið út mánaðarrit,
sem nefnt var Veðráttan, og hefir það komið út síðan. Þar voru einungis birt
mánaðarmeðaltöl á loftþrýstingi, liita, úrkomu o. fl., auk upplýsinga um hæstan
hámarkshita, lægstan lágmarkshita og mesta úrkomu yfir mánuðinn. í viðbót
við mánaðarblöðin var gefið út ársyfirlit, sem er heildaryfirlit yfir árið um
framangreind atriði. Mánaðarblöð Veðráttunnar voru aðeins 4 blaðsíður. Voru
jafnan töflur á tveimur blaðsíðum, en texti á hinum tveimur, og voru í honum
ýmsar viðbótarupplýsingar. Árið 1957 var Veðráttan stækkuð, og er hvert mán-
aðarblað síðan 8 blaðsíður. Voru þá prentaðar daglegar hitamælingar, úrkomu-
mælingar og sólskinsmælingar frá nokkrum veðurstöðvum, þannig að það mikil-
vægasta af því, sem féll niður þegar hætt var útgáfu á íslenzkri veðurfarsbók,
er nú aftur birt. Ekki skal fjölyrt meira um innihald Veðráttunnar, en vísasð
til auglýsingar unt hana í hverju hefti þessa rits, en þar er gerð stuttlega grein
fyrir því, sem í henni er að finna. — Þegar skýrsluvélar og síðar tölvur komu
til landsins notfærði Veðurstofan sér það mjög fljótlega við útgáfu Veðráttunn-
ar. Athuganirnar voru merktar á gataspjöld og þau send til úrvinnslu hjá
Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Hefir það valdið gerbreytingu á
starfsháttum við úrvinnslu veðurskýrslna og prentun Veðráttunnar, enda eru
flestar töflur í blaðinu nú ljósprentaðar eftir ritum tölvanna. Veðráttan er
send mörgum veðurstofum og öðrum veðurfræðistofnunum víða um heim í
skiptum fyrir rit þeirra. Einnig er henni dreift meðal allmargra stofnana og
einstaklinga hér á landi. Sérstök deild á Veðurstofunni, veðurfarsdeild, annast
undirbúningsstarf fyrir úrvinnslu skýrsluvéla og útgáfu Veðráttunnar. Hún sér
einnig um samningu veðurvottorða og útvegar ýmis konar upplýsingar um
veðurfræðileg efni fyrir innlenda og erlenda aðila samkvæmt beiðni þeirra. Er
þetta töluvert starf og fer vaxandi. Auk þess semur hún skýrslur um veðurskil-
yrði á tnillilandaflugvöllum.
Veðurspár. Eins og áður hefir verið nefnt, liófst þetta langsamlega þekktasta
og fjárfrekasta starf Veðurstofunnar í mjög smáum stll. Veðurkort voru fyrst
aðeins gerð fyrir ísland, enda voru veðurskeyti frá útlöndum, að undanteknum
Færeyjum, ekki fyrir hendi. En fljótlega hófst móttaka á morsesendingum er-
lendra veðurskeyta, og sá Loftskeytastöðin í Reykjavík urn það starf fyrst í stað.
Voru veðurskeyti aðeins tekin einu sinni á dag, og þá veðurkort gerð, sem
náðu einnig yfir nágrannalönd íslands. Árið 1925 tók Veðurstofan loftskcyta-
þjónustuna að sér, og voru þá tekin erlend veðurskeyti þrisvar á sólarhring á
Veðurstofunni. Næsta ár var gildistími veðurspánna framlengdur í heilan sólar-
hring. Þá var og landinu skipt í þau átta spáhéruð, sem enn eru þekkt frá
útvarpi veðurfregna. Áður var spáð fyrir landið í heild og spáin orðuð á svip-
aðan hátt og tveggja daga veðurspáin er nú. Árið 1931 var bætt við veðurspá
að nóttu til. Var henni útvarpað um loftskeytastöðina kl. 01,45.
Það liggur í augum uppi, að Veðurstofan þurfti að fjölga starfsliði sínu til
þess að geta leyst framangreind störf af hendi. í byrjun munu starfsmenn að-
eins hafa verið fjórir, og forstöðumaðurinn stjórnaði auk þess annarri stofnun.
VEÐRIÐ — 47