Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 19

Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 19
JÓNAS JAKOBSSON: Lofthiti yfir Reykjanesskaga Rólegt yiirbragð hitaritanna í rnarz, er leið, virtist lofa góðu um stillta veðr- áttu og jafnframt lilýrri. Þetta fór á annan veg. Apríl-ritin bera mjög greini- leg vetrareinkenni, hinar tíðu og stórgerðu hitasveiflur. Meðalhitinn við jörð var líka rúmlega liálfu öðru stigi lægri en meðaltalið í apríl á árunum 1964— 1963. 1 eins kílómetra hæð frá sjávarmáli munaði rúmu stigi, og hálfu stigi í tveggja kílómetra hæð. í byrjun mánaðarins var mikið háþrýstisvæði yfir Bret- landseyjum, en lægðir gengu hratt norðaustur um Grænlandshaf. Koma rnerki þessara lægða glöggt fram sem snöggar sveiflur á hitaritunum. I annarri vik- unni fóru lægðirnar sunnan við landið, og kólnaði þá með norðlægri átt hinn 10. og 12. Um miðjan mánuðinn var köld vestlæg átt ríkjandi. Upp úr því kom hlýjasti kafli aprílmánaðar. Allmikil lægð staðnæmdist sknmmt suðaustur af Hvarfi á Grænlandi og veitti hingað lofti frá hafsvæðinu vestur ai Azor- eyjum. Smárn saman færðist lægðin austur að Skotlandi, og um leið gekk vind- ur í austrið og síðar norðaustrið. Hinn 26. var lægðin austur af Færeyjum og dró að landinu loft frá hafísbreiðunni, sent lá skammt norður undan. Og þennan dag rak jaka á fjörur á Blönduósi. Samkvæmt hitaritunum var þetta kaldasti dagur mánaðarins, þó að sumarið liefði komið tveim dögum áður eftir almanak- inu. Daginn eftir gekk norðanáttin niður, og frant að mánaðamótum var stillt veður og sólríkt. í maí urðu miklu minni hitabreytingar, og veður fór í stórum dráttum hlýnandi jafnt og þétt, eins og við er að búast. Við jörð var lítið eitt hlýrra en meðaltalið, og tæpu stigi hlýrra en það uppi í tveggja kílómetra hæð. Fyrri helming mánaðarins var austan og norðaustan átt ríkjandi. Seinni vikuna var vindurinn norðlægari, og kemur það glöggt fram á hitaritinu. Hinn 11. varð kaldasti dagurinn í maí. Þriðja vikan hófst með stillum, því að hæðarhrvggur lá yfir landinu, og þá, aðfaranótt hins 17., kom síðasta frost á vorinu í 500 metra hæð. Hæðin þokaðist síðan austur um og suðlæg átt varð ríkjandi. í þriðju vikunni var lægð vestur af Bretlandseyjum og vindur hér á landi austan- stæður. Hingað barst þá loft suðaustan frá Englandi, Skotlandi og Norðursjét. Náðu hlýindin hámarki hinn 27. Síðustu dagana myndaðist hæð yfir Græn- landi og Grænlandshafi. Vindur varð því hægur á norðan og svalara loft barst að. Júníhitinn var rétt ofan við meðallag allt upp í tveggja kílómetra hæð. Miðað við sumarmánuð voru talsverðar hitasveiflur, enda var vindátt allbreyti- leg. Fyrstu tvo dagana var hún austlæg, því að mikil lægð myndaðist við Suður- Grænland. I lok fyrstu vikunnar var lægðin komin norður á Grænlandssund, svo að útsynningsveðrátta liélzt í nokkra daga. Útsynningurinn endaði með því, að vindur snerist í norðrið, eins og oft vill verða, og þá kólnaði niður undir VEÐRIÐ — 53

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.