Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 10
TERESIA GUÐMUNDSSON:
Veðurstofan 50 ára
í greinargerð með frumvarpi lil laga um veð-
urstofu á íslandi 1926 eru þessi ummæli: „Sann-
leikurinn er sá, að liér hefir starfað veðurstofa
síðan 1919, encla þótt engin lög mæli svo fyrir,
og hefir verið veitt fé til hennar á ári hverju . ..“
í sjálfum lögunum (lög nr. 15 15. júní 1926)
er hins vegar ákvæði um stundarsakir, og er upp-
haf þess svoliljóðandi: „Verði núverandi for-
stöðumaður veðurathugana forstjóri Veðurstofu
Islands skulu árslaun hans þegar vera . . .“ Hér
lítur svo út sem Veðurstofan hafi verið stofnuð
með lögum þessum. Þeirri skoðun hefir verið
haldið fram og jafnvel sézt á prenli.
Hins vegar liefir það verið almenn skoðun
manna, að stofndagur Veðurstofunnar sé 1. janú-
ar 1920. Var þess t. d. minnzt árið 1945, að þá
var Veðurstofan 25 ára. Má benda á grein eftir Björn L. Jónsson, þá veður-
fræðing á Veðurstofunni, í Náttúrufræðingnum það ár, þar sem þeirri skoðun
er liiklaust haldið fram. Skal nú reynt að sýna fram á, að þetta er eðlilegt
og reyndar sjálfsagt.
Með sétningu sambandslaganna árið 1918 skapaðist nýtt viðhorf gagnvart
veðurþjónustu hérlendis. Svo er komizt að orði í nefndaráliti fjárveitinganefnd-
ar Alþingis árið 1918: „Fullvalda ríki verða að búa hvert að sínu, og er afleið-
ing þess sú, að vér getum eigi lengur látið Dani hafa veðurathuganir vorar á
hendi.“ Akveðið var, að íslenzka ríkisstjórnin ætti að taka að sér ábyrgð á
veðurathugunum hérlendis þ. 1. janúar 1920. Áður en það starf var komið í
íslenzkar hendur getur naumast verið um veðurstofu að ræða hér á landi, jafn-
vel þótt mikilvægt undirbúningsstarf hafi verið innt af hendi þegar á árinu
1919.
Eins og kunnugt er var cand. mag. (síðar dr. phil. h.c.) Þorkeli Þorkelssyni
falið af ríkisstjórninni að hafa urnsjón með veðurathugunum hérlendis. F.n
hann hafði þá nýlega tekið við öðru embætti, forstöðumanns Löggildingarstof-
unnar. Þannig mun það hafa viljað til, að stjórnarvöldin ákváðu, að veður-
þjónustan skyldi vera deild í Löggildingarstofunni og nefnast Veðurfræðideild
Löggildingarstofunnar.
Danska veðurstofan hafði ekki einungis haft umsjón með íslenzkum veður-
athugunum, heldur sá hún einnig um úrvinnslu á skýrslum íslenzkra athug-
unarmanna, og voru niðurstöður prentaðar í Meteorologisk Aarbog, sem danska
44 — VEÐRIÐ