Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 21

Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 21
Daglegar hitabreytingar i 500 og 1500 m hœð, júlí—september 1969. úr ýmsum áttum frá hafinu i grennd við landið, því að lægðir voru á róli nálægt því. Þó að ágúst væri ekki síður vætusamur á Suðurlandi en júlí, var hann óvenju hlýr. Við jörð var hitinn 10.9 stig, sem er 0.6 stigum hærra en meðaltalið. Og ofan við þúsund metra hæð var rúmlega einu stigi hlýrra en í meðallagi. Hæð frostmarks lá í 2130 metra hæð, og er það 260 metrum hærra en að jafnaði í ágúst á árunum 1954—1963. Orsök hlýindanna er að sjálfsögðu suðlægir vindar. Þau komu greinilega fram í ásýnd Esjunnar. Frá Reykjavík séð voru allar fannir horfnar um 10. ágúst. Litli skaflinn, sem eftir varð í Gunnlaugsskarði í fyrrahaust, hvarf nú alveg. Drýgst á metunum mun vera, hve snjólétt var þarna í vetur, því að hlákur i júlí voru óvenju litlar í þessari hæð, og maí- og júníhlákurnar litlu meiri en í meðalári. Fyrstu þrjár vikurnar voru lægðir lengstum nokkurn spöl suður eða suðvestur af landinu, svo að loft suðaustan frá Evrópu eða hafinu vestur af Bretlandseyjum var liér tíðast. Og þó að vindur væri norðaustanstæður dagana 18. til 21., komst ekki verulega kalt loft til suðurhluta landsins, enda bætti þar sólfar um til upphitunar. Síðustu viku mánaðarins bárust lægðir hver á eftir annarri norðaustur Grænlandssund, og á hitaritunum fyrir þann tíma eru mjög áberandi kuldadalir, sem koma með útsynningnum í kjölfar kuldaskilanna, er hverri lægð fylgja. Septembermánuður var kaldari en nokkur annar september á seinni árum. Við jörð munaði rúmum tveim gráðum frá meðaltalinu á árunum 1954—1963. í 1000 metra hæð var munurinn þrjár gráður og rúmlega þrjár og liálf í tveggja kílómetra hæð. Fyrsta haustfrostið í 500 metra hæð kom hinn 24. Síðasta vor- VEÐRIÐ — 55

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.